Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1933, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1933, Blaðsíða 4
68 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS fjelöfr, Pram, K, R. o<í Knatt- spyrnufjelag Vestmannaeyinga, og -urðu þau úrslit, að K. R. sigraði Pram í úrslitaieiknum, en á fyrsta kappleik mótsins höfðu þessi fje- lög orðið jöfn. Nú liðu tvö ár, að ekkert fje- lag gaf sig fram til þess að keppa á íslandsmótinu, nema Fram eitt. Lágu fjelagsmenn K. R. mjög á liálsi fyrir það, að vilja ekki verja bikarinn og var ]jví fjelag’ bæði árin send áskorun um kappleik, með þeim árangri, að Fram vann t bvoru tveggja skiftið. Auk þess bar Fram sigur úr býtum á öðru íþróttamóti IT.M.F.l. í júní 1914. Á því móti tók fjelagið þátt í mörgum öðrum íþróttum og hafði næst hæsta stigatölu að mótinu loknu. Árið 1915 varð samkomulag milli Fram og K. R. um það, að lieyja skyldi tvö mót, knattspyrnu- mót Islands og Knattspyrnumót Revkjavíkur, og hefir svo verið síðan, að aldrei hafa verið háð færri en tvö knattspyrnumót í Reykjavík á hverju ári, en stund- um fleiri. Það sumar tók Knatt- spyrnufjelagið Valur í fyrsta sinn þátt í mótunum, en Knattspyrnu- fjelagið Víkingur kepti ekki í 1. aldursflokki fvr en á íslandsmót- inu 1918. Þetta sumar sigraði Fram á báð- um mótunum, en síðan hefir fje- iagið unnið þessi mót: 1916 Knattspyrnumót íslands, 1917 Knattspyrnumót íslands og Knattspyrnumót Reykja- víkur. 1918 Knattspyrnumót íslands. 1919 Knattspyrnumót Reykjavík- ur og Haustmótið. 1920 Víkingsmótið, Knattspyrnu- mót Reykjavíkur og Haust- mótið. 1!)21 Sömu þrjú mót og Knatt- spyrnumót Islands, eða öll fjögur mótin í 1. aldurs- flokki. Fjelagið vann þá til eignar verðláunagrip þann. sem kept var um á haust- mótinu (íslandsliornið), og er það mót þar með úr sögunni. 1922 Öil þrjú mótin í fyrsta aldursflokki. 1923 Knattspyrnumót fslands og Vormót 3. flokks. 1925 Knattspyrnumót íslands. 1932 Haustmót 3. flokks. Auk þess kepti Fram sumarið 1921 við úrvalslið úr K. R., Vík- ing og Val („Konungskappleikur- inn“) og bar sigur af hólmi. Það er ljóst af þessu vfirliti, að Fram hefir vrerið óvenju sig- ursælt fram til 1923 og vrann þá mestan hlut þeirra kappleika, sem það háði. Lágu til þess aðallega tvær ástæður. Önnur sú, að kepp- endur fjelagsins tóku þá öðrum knattspyriyimönnum langt fram að samleik, en hin sú, að fjelagið átti því láni að fagna, að eiga á hverjum tíma nokkra leikmenn. sein sköruðu fram úr snjöllustu knattspyrnumönnum, sem hin fje- lögin gátu teflt fram. Er þetta hvort tveggja alkunnugt þeim, er fvlgdust þá með í þessum málum. Á fyrstu starfsárum fjelagsins voru í því mjög margir skóla- piltar. Þá var Ólafur Rósenkranz fimleikakennari í Mentaskólanum og hafði hann mikinn áhuga á knattspyrnu og kom því til leið- ar, að stofnað var knattspyrnu- t'jelag í skólanum. Margir skóla- piltar voru í báðum fjelögunum, og varð það til þess, að Ólafur tók ástfóstri við Fram, kom á æf- ingar hvatti og leiðbeindi. T mörg ár var hann þannig kennari fje- lagsins, án þess að taka fyrir önnur laun en að sjá starf sitt bera nokkurn árangur, þegar Fram tók að þreyta kappleika, við önnur fjelög. Var hann í þakk- lætisskyni gerður heiðursfjelagi í Fram á 10 ára afmæli þess. Þá verður að nefna til sögunnar ]>á bræður Friðþjóf og Gunnar Thorsteinsson, sem tvímælalaust eru snjöllustu knattspyrnumenn, sem hjer hafa starfað. Þeir námu knattspyrnu í Hanmörku, en fluttu hingað til Revkjavíkur og gengu í Fram, Friðþjófur skömmu eftir stofnun þess, en Gunnar 3 árum síðar. Þeir sýndu hjer fyrst- ir manna flest af því, sem vand- lærðast er og um leið nauðsynleg- ast. að kunna, til þess að geta orðið góður knattspyrnumaður, —

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.