Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1933, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1933, Blaðsíða 8
4U LESBÓK MORÖUNBLÁÐSINS Asta Nielsen, hin frœga danska leikkona, hefir ekki leikið nú um langt skeið. En nú er hún ráðin hjá Márkis- chen Pilm í Þýskalandi til þess að leika í talmynd og sýnir þessi mynd eitt atriði úr þeirri kvik- mynd. — Heyrið þjer ungfrú! Eruð þjer ekki hræddar um það að yður muni kala á bakinu? — Eruð þjer ekki hræddur um það að vður mun kala á höfðinu? —• Nú ætla jeg að kyssa yður. — En ef mamma kemur? — Það kemur henni ekkert við. Hún verður að láta sjer nægja hann pabba þinn. Hann: Nú máttu óska þjer hvers sem þú vilt í jólagjöf Hún: Ó, hvað þú ert góður. Hann: Já, því að jeg hefi ekki efni á því að gefa þjer nokkurn skapaðan hlut. Skrifari: Jeg hefi nú verið hjá yður í 10 ár, unnið þriggja manna verk, en ekki fengið nema eins manns kaup. Nú vil jeg fá kaup- hækkun. Húsbóndi: Ekki get jeg orðið \nð því, en ef þjer viljið segja mjer hvað hinir tveir mennirnir heita, þá skal jeg launa þeim lambið grá. Veiðidýrasalinn: Það er langt síðan að jég hefi sjeð yður, herra minn, en máske er það vegna þess, að þjer sjeuð farinn að veiða hjá keppinautum mínum. De VMera. Svo er sagt að hin- um fræga foringja íra, de Valera, hafi aðeins einu sinni sjest stökkva bros. Það var er hann hjelt ræðu í Þjóðabandalaginu, og sagði, að þjóðunum þætti þær hafa helst til lítið gagn af bandalaginu. — Dauðaþögn var í salnum, er hann mælti þessi orð. En hann brosti við. — Yo-yo. í Noregi er það orðin allveruleg iðngrein að gera yo-yo. Hið vinsæla leikfang hefir enn ekki náð útbreiðslu í Ameríku. — Þessi maður sem þarna fer, hefir snuðað mig um 300 þús. krónur. — Það var mikið. — Já, tftinn vildi ekki gefa mjer dóttur sína. — Hvers vegna skælirðu ekki þegar hún amma þín ber þig? — Jeg finn ekkert til. — Hvað gerir það, þú átt að vera k.urteis við gamla konu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.