Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1933, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1933, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Heimssýningin í Chicago. Á þessu ári á að halda hina miklu heimssýningu í Chicago. Er mikið lagt í kostnað til þess að gera hana sem fullkomnasta, og hafa mörg stórhýsi verið reist þar, hvert öðru fegurra, þar sem sýn- ingin á að fara fram, Hjer á myndinni má sjá eitt af þessum skrauthýsum og gefur myndin nokkra hugmynd uni það hve Um Chicago Chicago er næst stærsta borgin í Bandaríkjupi. Þar eru um miljón íbúa. Borgin er í ríkinu Illinois og stendur á mýrlendri sljettu vestan við Michiganvatn. Um borgina rennur Chicago-fljót- ið í þremur kvíslum og skiftir henni í þrent, norðurhluta, suður- hluta og vesturhluta. í suðurhlutanum eru verslunar- byggingar og er það skrautleg- asti borgarhlutinn. Þar eru fagr- ar götur svo sem Wabash, Michi- gan Avenue, State Street, Drexel og Grand Boulevard- Og þar eru stærstu byggingarnar. enda þótt þær sje ekki jafn risavaxnar og í New York. Veldur það, að .jarð- vegur er þar svo viðsjáll, að húsin mega ekki vera mjög há. Af helstu bvggingum má nefna raðhusið. pósthúsið, Chicago háskólann, rík- isbókasafnið, gistihús með Ó00 her- bergjum og leikhus. sem rumai vandað er til sýningarinnar. Þetta er „vísindabyggingin" svonefnda, gerð í „funktionalistiskum“ stíl. V'erður hún og allar aðrar sýn- ingarbyggingarnar uppljómuð öll með skrautlegum rafmagnsljósum þegar kvölda tekur, og mun það verða tilkomumikil og heillandi sjón að horfa yfir sýningarsviðið. 5000 áhorfendur. f þessum borg- arhluta standa húsin þjett, en í þeim hlutum borgarinnar, þar sem íbiiðarhúsin eru, þar eru götur breiðar og með trjágörðum, og flest húsin eru aðeins fyrir eina fjölskyldu og garðar í kring. Þess vegna hefir borgin þanist, yfir rnikið landflæmi (500 □ km.) Á lengd með fram Michiganvatni er hún 40 km. Engin borg í heimi hefir vaxið jafn ört og Chicago, nema ef vera skyldi Los Angeles. Þetta stafar af hinum mikla fólksflutningi t.il Bandaríkja eftir 1850. Muna enn ýmsir gamlir borgarbúar eftir því. þegar Chicago var aðeins smábær. Það var árið 1804 að hjá Mic- higanvatní var bygt vígi, sem nefndist Fort Dearborn og var það upphaf borgarinnar. 1832 voru þarna nokkur bjálkahús og 550 íbúar, og 1840 voru íbúarnir orðn- ir 4470. En svo tók þeim að fjölga stórkostlega. 1860 voru þeir 100 þúsund, 1880 miljón, árið 1900 voru þeir orðnir 1,700,00 og nú um 2V2 miljón. En misjafn sauður ei þarna í mörgu fje, eigi síður en í öðrum borgum Bandaríkja. nema fremur sje. Hefir safnast þarna saman óþjóðalýður frá öll- um löndum heims. Þriðji hver borgai'búi er fæddur erlendis og 2'5 af öllum íbúunum eru komnir af útlendum foreldrum. Flestir út- lendingarnir eru þýskir og írskir. Um 90 þúsund eru frá Norður- löndum, og eiga þeir lieima i norð- nr og norðvesturhluta borgarinn- ar. Vegna þess hve margra þjóða menn eru þarna saman komnir og fjöldi þeirra kann ekki ensku, er öll stjórn erfið og skólamál í lireinaSta öngþveiti. Chicago er vel í sveit komið. — Umhverfis hana eru frjósömustu lijeruð Bandaríkja og hún liggur að hinum. miklu vatnavegum á landamærum Bandaríkja og Kan- adá. Skógar miklir eru þar í grend, akuryrkja á háu stigi, kola- námur og járnnámur. í borginni niætast 40 járnbrautir. Auk þess eru þaðan skipaleiðir eftir skurð- um til St. 'Lawrensfljótsins, Hud- son-ár, sem rennur um New York og Missisippi- Áður en kreppan liófst komu 7500 skip til borgar- innar árlega, og fluttU áð og frá 8 miljónir smálesta af Vörum, en 1600 jámbrautarlestir komu þang- að daglega. Þá var verslun borg- arinnar 7700 miljónir dollara á ári, enda er hvergi í neinni Vestur- heimsborg meiri verslun með korn- vörtir, kvikfjenað, timbur og járn, og óvíða meiri verslun en }>ar með kol og salt. Árlega fóru þá Um borgina 48 milj. hl. af mais, 37 milj. hl. af höfrum. 17 milj. hl. af hveiti og 7 milj. hl. af byggi. A nautgripamörkuðunum (sjer- staklega Union Stock Yards, sem nær yfir gríðarstórt svæði í suð- vesturhluta borgarinnar) og í slát- urhúsunum, var verslað með 8.7 rnilj. svína, 3,6 milj.’ sauðfjár og 2,7 milj. nautgripa á ári. Nú eru þessar tölur ef til vill nokkru lægri. Auk' þess era gríðar mikill iðnaður í borginni. Þar voru fvrir kreppuna 11.(XX) verksmiðj-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.