Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1933, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1933, Blaðsíða 2
34 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS sporið. sem stigið liefir verið siðustu árin til þess að efla hróður íslands út á við. Þess má geta. að formáli er fyrir hverri bók á ensku. og hafa allir formálarnir fram að þessu verið- ritaðir af íslendingum. En Munksgaard mun ekki láita staðar numið við i'itgáfu handrit- anna, en af þeim ætlar hann fram- vegis að gefa út eitt bindi árlega. f- surnai' sem teið færði jeg það í tal við hann. livort ekki myndi tækilegt að ljósprenta nokkurar at' hinumelstu og fágætustu prent- uðu bókum á islensku, tíkt og liann hefir látið gera við danskar bækur frá 16. öld (Biblíu Kristj- áns 3. o. fl.). Hann brást þegav vel við og hefir nú í hyggju að byrja þessa útgáfu (Monumenta typographica tslandica) á þessu ári með, eftirmynd af Nýja testa- menti Odds Gottskálkssonar. Af Jiessari elstu prentuðu bók ái ís- lensku eru ekki nema örfá heil eintök til. og verða þau nú eklti keypt, hvað sem í boði er. En hin nýja útgáfa, sem er fullkomin eftirmynd liinnar gömlu, verður seld fyrir einar 25 krónur (dansk- ar). Ef þetta nýja fyrirtæki fær góðar undirtektir, verður haldið áfram, m. a. með Guðspjallabók ólafs Hjaltasonar, sem ekki er til nema eitt eintak af í veröldinni. Sálmabók, Grallara og Vísnabók Guðbrands biskups, og jafnvel Guðbrands-biblíu sjálfri. Af bók- um 'þessum verða ekki prentuð nema 200 eintök. og má ganga að því vísu, að þær verði bráðlega fágætar og verðmæta.r. Codex Frisianus (Fríssbók) AM 45. fol., er ritaður snemma á 14. öld, líklega af íslenskum skrifara fyrir einhvern norskan höfðingja. Iþandritið hefir verið í Noregi, en kom til Danmerkur á 17. öld. Það var um skeið í eigu Otto Friis. sem það síðan er við kent, en Árni Magnússon keypti það 1696. Það er ágætlega skrifað, með skreyttum upphafsstöfum. Hand- ritið hefst á Heimskringlu Snorra, en Ólafs sögu helga er slept úr; því að sá, sem bókin er skrifuð fyrir, liefir auðsjáanlega átt hina sjerstöku Ólafs sögu áður og því ekki þurft annað handrit af henni. I síðari sögunum er ýmsu bætt inn í texta Snorra eftir öðrum sögum. Siðast er Hiálkonar saga gamla eftir Sturlu Þórðarson. Fríssbók er nú helsta skinnhandrit Heims- ki-inglu, því að Kringla og Jöfra- skinna eru brunnar, nema fáein blöð, og aðeins til af þeim eftir- rit á pappír. Önnur skinnhandrit Heimskringlu eru ekki nema brot. Prófessor Halldór Hermannsson í íþöku hefir ritað formála þessa bindis, 'og er hann bæði fróðlegur og skemtilegiu-. sem vænta mátti. Einkum er kaflinn um Hákonar sögu rækilegur, og eru þar ýmsar skarplegar athugasemdir um með- ferð Sturlu á því vandasama við- fangsefni. Um Heimskringlu sjálfa. er farið fljótar yfir sögu, enda var það bæði of mikið mál og margrannsakað, til þess að gera því veruleg skil í svo stuttu máli. Um eitt atriði vil jeg leyfa mjer að gera litla athugasemd. Halldór Hermannsson bendir á, að í sög- unum eftir 1035 sje slept flestum jarteinum Ólafs helga, en segir, að ekki sje gott að skera úr, hvort skrifarinn hafi gert þetta af því að hann hafi ekki trúað á jar- teinirnar eða ekki þótt þær máli skifta. En sannleikurinn er sá, að allar þessar jarteinar voru aftan við Ólafs sögu hina sjerstöku, og var því óþarft að rita þær aftur, fremur en isöguna sjálfa. Sama hefir átt sjer stað með frumrit Jöfraskinnu og AM 39, fol. Þar hefir líka ólafs sögu verið slept. og þá jarteinunum sömuleiðis. — Hin sjerstaka Ólafs saga var til í miklu fleiri handritum en Ifeims- kringla, og því kom þetta fleirum sinnum fyrir, að menn áttu hana áður og ljetu því sleppa henni i eftirritinu af Heimskringlu. En það var einmitt trúin á helgi Ól- afs og .jarteinir hans, ekki síður en snild Snorra, sem olli hinni miklu útbreiðslu þeirrar sögu, fram yfir aðrar konungasögur. Næsta bindið af Corpus á að verða Möðruvallabók (AM 132, foL), sem er höfuðhandrit ýmissa íslendingasagna, m. a. Egils sögu, Kormáks sögu og Laxdælu. Mun það bindi verða íslenskum fræði- niönnum enn kærkomnara en nokkurt hinna fyrri. Formála þess bindis á mag. art. Einar Ó. Sveinsson að rita- En með hverju bindi þessa safns verður fræði- mönnum hjer á íslandi gert hæg- ara um vik að fara beint í þær frumheimildir, sem meinleg örlög hafa vistað fjarri þeirri þjóð, sem skapaði þær og skráði og enn þá leggur mesta rækt við lestur þeirra og rannsóknir. En framtíð íslenskra fræða er mikil með öllum germönskum þjóðum og jafnvel víðar. Því megum vjer fagna því. að á sem flestum stöðum sje hand- ritanna við kostur. Þau eru und- irstaðan, sem stendur óhagganleg, þótt rannsóknir og tilgátur fyrnist og úreldist. Hjer er verið að vinna verk, sem miðar langt inn í fram- tíðina, og vjer höfum fulla ástæðu til þess að óska. Ejnar Munks- gaard máttar og megins til þess að koma því sem lengst áleiðis. Sigurður Nordal. María drotning í Jugóslavíu lætur sjer mjög ant um að hjálpa fátækum börnum meðan kreppan stendur yfir. Hjer sjest hún með lítinn munaðarlaus- an, dreng í kjöltunni. Var mynd þessi tekin nýlega á barnahátíð í Belgrad.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.