Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1933, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1933, Blaðsíða 5
LESBÓK M0BGUNBLAÐ6INS 37 sjer í sjóinn, en kóparnir liggja grenjandi á ísskörinni. Nokkrar urtur eru skotnar, en flestar sleppa. Menn gefa sjer ekki tíma til að sinna þeim, fyrir kópunum. því kópaskinnin hvítu og voðfeldu eru verðmætust. A sumum jökunum er svo krökt af kópum, að þeir liggja einir 8 —10 á jökum sem eru ekki meira en 10—15 metrar að þvermáli. Þeir eru flestir veiddir með löng- um ífærum, bamhusstöngum, með beittum krók á endanum. Menn standa fram í stafni á skipunum, með ífærur þessar, og krækja í kópana á jökunum, alla þá sem til næst. í skjótri svipan eru þeir innbyrtir, og eru þeir jafnóðum drepnir og fláðir. En sumir kóparnir geta brölt það til á jökunum, að ekki er hægt að ná í þá með ífærunum. Og þá verðnr að senda mann út á jakann, til að taka þá sem eftir eru. Stundum dettur eitthvað af þeim í sjóinn. Busla þeir þar og væla. Þeir eru lítt syntir og geta því lítið bjargað sjer í vatninu. En urtan er sjaldan langt undan, Kemur hún þá kóp sínum til hjálp- ar, styður litla krílið á sundinu og leiðbeinir að næsta jaka. Sjeð hefi jeg selurtu synda undir kóp sinn, lyfta honum á bak sjer, og synda með hann að jakarönd. En ekki geta allir skipverjar á „Pólbirni" komist að kópaveið- inni með ífærum. Þrír, fjórir menn fara 1 bát, sem róa honum milli jakanna, og safna kópum. Það er oft hið erfiðasta verk að komast leiðar sinnar gegnum ís- hrönglið í vökunum. Sífelt verður að ryðja íshrönglinu frá bátnum, ýta og stjaka sjer áfram. og oft verður að taka bátinn og draga hann yfir ísspengur. Báturinn liggur við jakariind. Á jakanum eru tveir kópar. l?ti í vökinni hinuin megin kemur dökt höfuð upp úr vatninu. Það er urta, sennilega móðir annars kópsins. Urtan viðrar kviku trýn- inu með veiðihárunum löngu í áttina, til jakans. Nú deplar hiúi augunum. því sólarljósið skín beint í þau. Hreyfingarlaus er hún þarna í vatnsborðinu. og starir á hvað fram fer. I veiði- hárunum hanga krystalstærir dropar. Veiðimaður stekkur upp ó jakann, með ísexi til að drepa kópana. Þá tekur urtan sig alt i einu upp úr vökinni og kastar sjer upp á jakann, stefnir beint á veiðimanninn. ísexin á loft! Og fám sekúndum síðar liggur sela- móðirin lífvana vdð hlið afkvæmis síns. Onnur urta gægist nú upp úr vökinni, og treður marvaðann. — Hún horfir starandi augum inn yfir jakann. Svo legst hún hægt á hliðina í vatnið, og steypir sjer skáhalt niður í hinn tæra sjó. — Seinast koma bakhreifarnir snöggvast upp á yfirborðið, og selamóðirin hverfur í djúpið. Báturinn heldur áfram milli jak- anna. Hann verður þyngri og þyngri á vatninu, eftir því sem meira kemur í hann af rjúkandi volgum skinnunum og hvítum kópum. Brátt erum við aftur komnir að skútunni og báturinn með fullfermi er dreginn á þil- far. Frá tunnunni í siglunni heyTast sífeldar fvrirskipanir til manns- ins við stýrið. Og skútan krækir inn á milli jakanna- Þung undir- alda vaggar skipinu til og ís- hrönglið nagar og nístist við kinn- ungana. Á jökunum til beggja handa laggja hvítir svarteygir kóparnir, og grenja á mæður sín- ar, sem flúnar eru. ffærurnar koma á loft. Kóparnir eru dregn- ir inn á þilfar. Veiðimaður stekkur upþ á jakann, og hirðir þá sem fiærstir eru. Áfram er haldið. — Skipstjóri hefir komið auga á annan selahóp á jaka. Við yfirgefum þenna jaka með urtunum í kring, er teygja höf- uðin upp úr vatninu og horfa undrandi inn yfir jakann tómann. Ein þeirra teygir sig svo hátt upp úr vatnsborðinu, að hún kemur því nær öll upp úr. Það er engu líkara að sjá en að hún standi á bakhreifunum á vatns- borðinu, áður en hún steypir sjer á ný og hverfur. Við erum komnir langt inn í jsinn. Vindurinn hefir verið vesl- lægur, og ísinn því með gisnara móti. Það er óhemju kalt. Sífelt hvassviðri og oft hríðar. Við og við sjáum við bjarnar- slóð á ísnum. Einu sinni fundum við leifar aí' blöðrusel, er ísbjörn hat'ði gætt sjer á. Einmana rostungur liggur á jaka. Við skjótum hami. og flá- um hann síðan á jakanum. Húðin og hausinn hirt. Heljarbákn er hann. Húðin ein spiklaus nokkur bundruð kíló. Loks hittum við fyrstu blöðru- selshópana. Blöðruselirnir verja kópa sína. Foreldrarnir eru með kópnum á ísnum. Blöðrusejurinn er stærri en vöðuselurinn, einkuni er brimillinn mikil skepna. Þegar hann reiðist og blæs út blöðruna á hausnum, verður blaðran ein ámóta stór og hausinn, en selurinn verður þá ferlegur að sjá, og hinn illvígasti. Selveiðamenn kalla blöðrusels-brimlana „hettukarla* ‘ Kóparnir eru blágráir á bakinu, en gulhvítir á kviðnum. Veiðimenn kalla þá ,,blágrísi.“ Skinn þeirra er dýrmæt grávara. Er við höfðum lagt að velli inarga blöðruselshópa og innbyrt skinn og kópa, komum við eitt sinn að jaka einum þar sem ein einasta blöðrusels urta var. En föngulegur brimill var á sveimi kringum jakann. Urtuna skut- um við. Þegar svo nokkrir veiði menn stukku upp á jakann, var brimlinum nóg boðið. Með út- þanda blöðru stefnir hann að veiðimönnum, en þeir skjóta hanii í svipan. Síðan er hann dreginn upp á jakann og fleyginn. Þegar blöðruselskóparnir eru hálfsmánaðar gamlir yfirgefa for- eldrarnir þá. Við rákumst á jaka- spöng, þar sem var krökt af yfir- gefnum blöðruselskópum. — Við tíndum þá uppmeð ífærunum. 1500 höfðum við fengið í skipið. En þá var orðið svo áliðið, að þeir sem eftir voru. voru orðnir syntir. Þá urðu þeir færir um að bjarga sjer, svo veiðin var úti. (Lauslega þýtt úr Aftenposten')

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.