Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1933, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1933, Blaðsíða 4
36 ur, sem veittu 300,000 mönnum vinnu. 1 sláturhúsunum voru um 30.000 verkamanna, og helmingi fleiri í málmiðnaðarverksmiðjun- um. Meðal verksmiðjanna niá nefna Illinois stálverksmiðju (12 þúsund verkamanna), Pullman- vagnaverksmiðjuna (5000) og tvœr verksmiðjur sem árlega fram leiddu 200.000 uppskeruvjela- Að einu leyti var borgarstæðið illa valið. Þar var mýri og því afar ilt um frárensli. Bn borgar- búar kunnu ráð við því. Arið 1855 (þá voru íbúar þar 35.000) var grunnur borgarinnar hækkað- ur um tvo metra. Húsunum var lyft upp, án þess að íbúarnir flyttu úr þeim og þessi breyting olli ekki verulegri truflun á daglegu lífi í borginni. Afrensli var sem áður út í vatnið, en eftir því sem borgarbúum fjölgaði, því meira spiltist vatnið vegna þessa og horfði til vandræða, því að þangað var sótt alt drykkjarvatn. Þá fundu borgarbúar upp á því, að snúa Chieagofljótinu við. Það var hlaðið upp í ósa þess og því síðan veitt út í Missi- sippi. Svo voru lagðar vatnsleiðslu pípur 4 kílómetra út í vatnið og þaðan kemur nú drykkjarvatn borgarbúa. Árið 1871, hinn 8—0. október varð stórbruni í Chieago og brunnu þar eigi færri en 1700 hús. Voru þau flest gömul og illa bygð og því landhreinsun að þeim. Á brunan'istunum hafa svo risið upp stórhýsi og rjettu öll hin ríkin Chicago hjálparhönd til þess að byggja upp borgina. Ýmsir borgarhlutar eru þó enn óvistlegir mjög og þar eiga heima öreigar af öllum þjóðflokkum, Svertingj- ar, ítalir, Sýrlendingar. Kínverj- ar, Grikkir o. s. frv. Chicago er öfganna borg. Óvíða í heimi hefir baráttan verið jafn hiirð milli auðvalds og öreiga. og stjórnleysingjar og lögbrotamenn hafa vaðið þar uppi. Viðbrugðið er þeirri spillingu, sem átt hefir sjer stað í stjórn borgarinnar fram að þessum tímum, og ósvífni blaðanna þar. Um Chicago hefir verið sagt, að árásir og rán á götu, innbrotsþjófnaðir og nánmorð sje LESBÓK MOEGUNBLAÐSINS þar jafn titt, eins og hitt sje sjaldgæft að glæpamönnum sje refsað. Þó er borgin að mörgn leyti merk menningarborg. Þar eru t. d. fyrirmyndar skólar, þrír háskólar, þar á meðal háskólinn, sem Rockefeller olíukóngur stend- ur straum af. Við þann háskóla eru 200 kennarar og 5000 stú- „Vesturísinn“ nefna Norðmenn hafísbreiðuna umhverfis Jan May- en og alla leið vestur að Græn- landsströnd. Á þessu svæði hafa Norðmenn nú stundað selaveiðar í nálega 100 ár. Pyrst í stað stunduðu Englendingar og Hol- lendingar selaveiðar þarna, ásamt Norðmönnum. Bn um 1880 voru þessar þjóðir um það bil hættar þessum veiðum og hafa Norð- menn verið einir um hituna síðan. Hvergi á veiðislóðum Norð- manna þarf eins mikið harðfengi til, eins og í Vesturísnum- Veð- urharka er þar gífurleg, stórhríð- arbálkar oft vikum saman með nístingskuldum og harðviðrum. meðan á veiðunum stendur. Eru það eigi allfá selveiðaskip, sem þar hafa farist svo engar sögur hafa farið af afdrifum þeirra. Pyr á tímum safnaðist selurinn saman hjer á. einum stað í hundrað þúsundatali til að kæpa. Þá var selurinn friðaður fram til 3. apríl ár hvert, svo hann fengi tíma til að hópa sig. Nú er það ákvæði úr gildi numið. Við það hefir veiðin orðið dreifðari. Selurinn er kvekt- ur og eltur í byrjun kæpingunnar áður en hann fær ráðrúm til að safnast saman í þessa stóru hópa. Veiðiskipin leggja af stað í bvrj- un mars. Stundum fylgja skipin selavöðunum eftir, unst fyrstu urturnar hafa kæpt á ísnum, og taka síðan kópana jafnóðum og þeir fæðast. Á þann hátt er sela- vaðan hrakin stað úr stað. Jafnóð- um og nokkrir kópar eru fæddir er allur selahópurinn hrakinn á dentar, og er hann einhver fræg- asti háskóli vestan hafs. Þar eru líka góð gripasöfn, og bókasöfn (í háskólabókasafninu er V2 milj. binda), fjöldi leikhúsa og fjöl- leikahúsa. Þar kemur út ótöluleg- ur sægur blaða á öllum tungumál- um, meðal annars mörg á Norður- landamálum (öðrum en íslensku.) flótta, uns aftur nokkrar urtur fá frið til að kæpa og enn eru þeirra kópar drepnir, enn flýr selurinn, og þannig koll af kolli. Með þessu móti verða veiðiskipin að eltast við selinn yfir mjög stórt veiðisvæði, í stað þess, að áður meðan friðunin var í gildi til 3. apríl, mátti ganga að selnum vís- um á tiltölulega litlu svæði. Er þessi seinni ára veiðiaðferð því mjög óhagkvæm og erfið. Mundi það borga sig betur, að taka upp hina fyrri aðferð, að friða selinn fram til þess að kæpingin er vel komin af stað. Eins og nú er, má telja víst, að mikið af kópum farist, vegna þess að urturnar eru hraktar á þá staði, sem eru óhentugir fyrir kæp- ingu, og selurinn yfirleitt hrakinn frá eðlilegum lífsháttum sínum. Við komum á „Pólbirni'1 til Jan Mayen í marslok eftir langa og stranga ferð. Á þeim slóðum mættum við fyrsta ísnum. Nú er að finna þá staði, þar sem selur- inn hópar sig. í hverju stórhríð- arupprofi er skimað og skygnst í allar áttir eftir selnum. En nokkrir dagar líða uns við finn- um fyrsta selahópinn. — Það er vöðuselur. Liggur hann allur upp á ís þegar að er komið. Mikil alda er við ísröndina, og því erfitt að ná til hans. Þarna eru því nær eingöngu nrtur, alveg nýbúnar að kæpa, og liggja kóparnir með hvíta dúnmjúka snoðina við hlið mæðra sinna. Urturnar skelfast, er skútan kemur i nánd og steypa Seladrðo í Heriurhilun. Eftir Per Höst.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.