Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1933, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1933, Blaðsíða 7
LESBÓK MOEÖUNBLAÐSINS 19 Helgi ársins tilkynt. Myndin er af athöfn þeirri, er fram fór fyrir nokkuru í einni af aðalkirkjum Rómaborgar, er signor Dante las upp páfaboðskapinn um að ár það sem nú er að líða skuli heilagt haldið í minning þess að liðin eru 1900 ár síðan Prelsarinn var krossfestur. UtvarpsstðOin er aðeins sendir fregnir á nóttunni. Það eru margri, sem hlusta á útvarp sitt á nóttunni, því að þá eru útvarpsstöðvarnar í Ameríku starfandi. Bn sambandið við þær hefir verið fremur slæmt í Evrópu Alt í einu batnaði sambandið, en þá kom ný dagskrá til sögunn- ar. Ætluðu flestir að þetta væri einhver útvarpsstöð í Ameríku, því að öllu var útvarpað á ensku, og stöðin kallaði sig „Internati- onal Broadcasting Company“. En útvarpsstöð þessi er ekki amerísk, heldur frönsk. Hún er í Fécamp í Normandí og sendir á 223 metra bylgjulengd. Efnisskrá- in, sem hún sendir út er mjög margbreýtileg. Stundum ei-u það kveðjur og heillaóskir til manna, sem eru sinn í hverri heimsálfu. stundum er útvarpað samtölum í síma, og þykir það einna skemti- legast. Klukkan fjögur að morgni hætt- irstöðin a.ð senda, og er þá klykt iit með því, að hlustendur eru ávarpaðir og er þeim boðið „gott kvöld“, „góður dagvi'“ og „góð nótt“ í einni stryklotu. Þykir það einkennilegt, en er þó rjett, því að hlustendur eru um allan heim, og* hjá sumum er það morgun, hjá öðrum kvöld og sumum miður dagui-, alt eftir því, hvar þeir er u á hnettinum. Um Finn „rauöa.“ Mjer dettur í hug að bæta örfó- um orðum um Pinn gamla rauða við það, sem um hann er skráð eftir Svein Hannesson frá Elivog- um í Lesbók Morgunblaðsins í gær. — Finnur kallaði sig langoftast „litla barnið Húnvetninga“, og var þá rödd hans ærið djúp og drýgindaleg. Annars mælti hann margt kátlega. — Eitt sinn t. d. var hann drukkinn og nálega ó- fær, svo óhægt var honum að standa. Sagði þá Finnm’ við annan mann, sem þar var nærstaddur og eitthvað hreyfur einnig: „Stattu eins og tröll, undir skugga fjalls- ins“. Pjallið var Finnur sjálfur. er hinn átti að sækja alt traust til. — Finnur var oft. hafður til sendiferða lengri og skemri, og í ýmsum erindum; mun hann yfir- leitt hafa leyst vel og trúlega af hendi það, sem honum var falið. Einu sinni, sem oftar var hann á ferð í Reykjavík. Þá var með sem mestum blóma veitingahúsið „Geysir“ beint á móti „Steinin- um“. Þangað sótti Finnur og varð drukkinn mjög. Hrökklaðist hann svo út þaðan og yfir götuna og inn í tugthúsið. Komst hann inn i íbúð fangavarðar, sem var þá Sigurður gamli Jónsson alþm. Guðmundssonar. En Finnur hitti engan heima. — En hann hafði engar sveiflur á, heldur fleygði sjer út af í yfirhöfn og skinn- sokkum á sófa í stofunni og sofn- aði þegar. — Nokkru síðar kom Sigurður og snaraði dólg þessum út. Ráfaði þá Finnur í bæinn og sagði sínar farir ekki sljettar. — Ljet hann illa af gestrisni fanga- varðar og sagði að „sjer þætti hel- víti hart að mega ekki leggja sig ti' af og sofna í opinberu húsi“. Ekki var Finnur vanþakklátur forsjóninni. Var venjulegt við- kvæði hans, að málslokum, er hann hafði sagt frá einhverþim stórvirkjum sínum: „Guð Kefir gefið mjer miklar sálargáfur“. Finnur lá oft úti; einu sinní þrjú dægur, eða enn lengur, á Holtavörðuheiði, og varð ekki meint við. Ritað 28. rióvember 1932. Árni Árnason frá Höfðahólum. Kurteis málaleitun. Gestur einn sent var á Hótel Eden í Berlín, á gamlárskvöld, auglýsti daginn cftir í Berlínarblaði, að hann bæði vasaþjóf þann, er stolið hefði pen- ingaveski hans þá um kvöldið, að senda sjer skjöl þau, er í veskinu voru, en peningana mætti þjóf- urinn fá sem verðlaun fyrir hand- fimi sína.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.