Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1933, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1933, Blaðsíða 6
LESBOK MORGUNBLAÐSINS Frá írsku kosningunum nýafstöðnu, þar sem de Valera vann sinn mikla sigur. — Kjós- endafundur í Dublin. De Valera í ræðustólnum til vinstri, en Cosgrave foringi andstæðinga hans til hægri á myndinni. Vísur eftir Jóhann Sigurjónsson. / Lögbergi birtist 29. des. grein eftir Sig. Júl. Jóhannesson, kekní. Er þar t upphafi minst á að fjórir menn sátu saman. Var einn af þeim Jóhann Sigurjónsson skáld og orkti hunn við það tœki- fœri visur þœr, sem hjer birtast. Mig minnir að það hafi verið um vortíma árið 1898, að við sát- um fjórir við kaffidrykkju í Reykjavík í húsi frú Ingibjargar frá Esjubergi: Það var Guðmund- ur landlæknir Björnson, Bjarni kennari Jónsson frá Vogi, Jóhann Sigurjónsson og jeg. Um ýmislegt var rætt og fanst okkur öllum að Guðmundur Björnson bera höfuð og herðar yfir okkur hina í öllu, sem á góma bai-; enda hafði Jóhann haldið því fram i opinberri ræðu nokkru áður, að liann (Guðmundur) væri fjölhæfastur allra þálifandi ts- lendinga. Áður en upp var staðið, lagði Rjarni Jónsson það til, að við skyldum allir þrír yrkja sína vís- — Hvernig stendur á því, að þau Greens hjónin eru alt í einu farin að læra frönsku? — Þau hafa tekið að sjer franskt ungbarn og ætla að vera búin að læra frönsku þegar það fær málið. nna hver um Guðmund. Hvernig á þeirri uppástungu stóð, man jeg ekki, en hitt er mjer enn í minni, að Jóhann Sigurjónsson mælti tafarlaust tvær vísur af munni fram. Minnist jeg ekki að hafa sjeð þær á prenti, þótt þær sjeu svo einkennilegar og vel ortar, að þær ættu að gevmast. Vísurnar eru þannig: Margfalt skamtað einum er. öðrum hófi minna: Guð hefir, held jeg, gefið þjer af gáfum okkar hinna. Skekkju gáfna skifting í skilið fólk ei getur; enginn sjer þó eftir því, ef þú verð þeim betur. Sparnaður. í Rússlandi hafa rakárar fengið skipun um að hirða alt hár sem til felst á rakarastof- um. Er hárið notað í inniskó.— Þeir. sem eru duglegastir við að safna hári fá verðlaun. Lausn á bridgeþraut i seinustu Lesbók. 1. SD S9 L6 S6 2. LK LÁ H3 L5 3. TG(!) T3 HIO H9 4. S7 ? H6 T«(») Nú verður C að slá af sjer í óhag og A og B fá 3 tígulslagi og H5 eða 2 tígulslagi, 1 laufslag og H5. Þriðji slagur. A verður að halda S7 til þess að neyða D til þess að kasta af sjer tígli í næsta, sla". Fjórði slagur. Ef D fleygir spaða þá er spaða 7 frítt hjá A. Ef D fleygir T 10 spilar A út laufi og fær síðan einn slag á lauf. — Jeg verð aldrei framar með Gerðu, sagði Stína. — Hvernig stendur á því? Þið sem hafið verið óaðskiljanlegar. — Það er vegna þess að litur- inn á nýju kápunni hennar er alls ekki í neinu samræmi við litinn á minni kápu, sagði Stína. Maður nokkur, sem hafði skemt sjer rækilega á jólunum, sat og hvíldi höfuðið i höndum sjer. Tautaði: Nei. það er ómögulegt! — Hvað er ómögulegt. spurði kona hans. — Að fá bæði gleðileg jól og gott nýár.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.