Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1928, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1928, Blaðsíða 8
48 LESBÓK MORGUNBLAÖSINS Tveir frægir rithöfundar Blasco Ibanez, sjiánski rithöfundurinn, sem ný- lefía er látinn.Hann var hinn fræg- asti skáldsagnahöfundur sinnar þjóðar á seinni árum. Suinar skáld- sögur hans hafa verið teknar á ltvikinyndir. Hann var og kunnur stjórnmálamaður, og sat á þingi um skeið. Var liann ákafur lýð- veldissinni, og varð af þeim sök- um að flýja iand, þá er Primo de Kivera gerðist einvaldsherra. Jules Verne. Hundrað ár eru nú liðin síðan franska skáldið Jules Verne fædd- ist. Skáldsögur hans eru kunnar um allan lieim, en frægastur varð hann fyrir söguna „Umhverfis jörðina á 80 dögum.“ í þann tíma blöskraði mönnum, að höf. skyldi láta sjer detta slíkt í hug, að hægt væri að fara á svo stuttuin tíma umhverfis jörðina, en nú er sagan langt á eftir tímanuin, að því leyti. Engu að síður á liún enn miklum vinsældum að fagna. Onnur saga hans er „Förin til tunglsins,“ þá koma „Fimm vikur með loftbelg,11 „Förin að iðrum jarðar,“ „Heimskautsæfintýr“, „20 þúsund mílur undir haffleti“ o. s. frv. Þar sem bolsar ráða Kristnir prestar segja frá aðför- um kommúnistastjórnarinnar í Hoifung-hjeraðinu í Kína. Pringler: Jæja, fór hann þá svona! Blessaður segðu konunni rninni frá þessu, en segðu að hann liafi fengið slag í þriðja valsinum. Frú Pringler hafði þann sið á dansleikum, að nauða altaf á manni sínuni að dansa við sig. M.: Hafið þjer heyrt, frú Pringl- er, live hórmulega fór fyrir Hup- flom ? Frúin: Nei! M.: Veslings maðurinn dansaði átta valsa í einum rykk og dó af hjartaslagi í þriðja valsinum. 150 aftökuir á dag í tvo mánuði. Breskt skip bjargaði síðast í desembermánuði 3 prestum, 2 ítölskum og einum kínverskum og 7 mönnum, sem voru tekin til fanga þann 22. des. af kommún- istum í Swabu fyrir það að hafa prjedikað og boðað kristna trú. Yoru þau leidd um göturnar og urðu að þola hæðni og spott skrílsins. Þvínæst voru þau sett í fangelsi, en trúboðsstöðin, barna- hælið og klaustrið voru rænd og að því búnu var þeim lokað. l’r fangelsisgluggunum voru prestarnir sjónarvottar að aftök- um kommúnistástjórnarinnar, sem er daglegur viðburður ekki aðeins í þorpum og bæjum Hoifung-hjer- aðsins, heldur líka úti um sveitirn- ar. Þeir, sem taka átti af lífi voru oft teymdir um göturnár bundnirv með hringa í nefi og eyrum. Jóla- morguninn voru 13 teknir af lífi, þar á meðal 4 konur. Prestarnir telja að um 150 af- tökur hafi farið fram á dag und- anfarna tvo mánuði. Höfuð hinna líflátnu eru sett upp á múrana kringum aðalstöðvar kommúnist- anna svo sem til skrauts. Stjórn- armeðlimirnir eru 15-18 ára gaml- ir drengir og telpur. Einn 18 ára gamall drenghnokki í Hoifung ber ábyrgð á 90 aftökum, annar á 30, en stelpukrakki einn gortaði af því að hafa látið drepa 10 menn. Læknirinn, segir við mann, sem þ.jáist af svefnleysi: — Jæja, fylgduð þjer ráðinu, sem jeg gaf vður, að telja þangað til þjer sofnuðuð. Sjúklingurinn: Já, jeg taldi upp að 584.923. Læknirinn: Og þá hafið þjer loksins sofnað? Sjúklingurinn: Nei, nei, þá var kominn fótaferðartími. Skákþrantir. IV. Eftir H. Hafstein. Hvítt leikur og mátar í 3. leik. Lausnir á skákþraut III. Smælki. M.: Pringler, hefir þú heyrt hvernig fór fyrir Hupflom vini okkar ? Hánn dansaði átta valsa í einum rykk, fjekk hjartaslag af ]>ví og dó. 1. Rel—d3 2. Dcl—dl 1........ 2. Dcl—c5 1........ 2. Dal—c4 Kd4xd3 mát. Kd4—xdð mát. R færður mát.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.