Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1928, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1928, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 45 Edison og Ford. Fyrir nokkru kom Edison gamli lil Detroit, til að skoða verk- smiðjur Henry Fords. Sjást þeir lijer á myndinni ]>ar sem ]>eir eru að virða fyrir sjei' eina af hinum mörgu vjelum, sem notaðar eru við smíði hinna nýjn endurbættu Ford-bifreiða. Lurfti Ford að finna upi> og láta finna upp ótal nýjar og hugvitsamlega gerðar vjelar, áður en hann gat byrjað á ]>ví að smíða hina nýju vagna, og er hver þeirra fcins mikið meistaraverk og vagninn sjálfuT. Edison varð 8‘.) ára í gær. anda. Ásamt stórvezír sínum Djáfar og böðlinum Masrur, geng- ur hann í dula'rklæðum um Bag- dad og ratar í mörg æfintýri. í rauninni var Djáfar ekki. stór- vezír, heldur aðeins hirðmaður, sem hafði verið falið ]>að mikil- væga starf af hinum duglegu stór- vezírum, Jahja föður sínum og Fadl hróðnr hans, að halda kal- ífanum við gott skap og koma í veg fyrir, að hann -skifti sjer af ríkisstjórninni og spilti þannig starfi vezíranna. í þessum sögum frá Bagdad eru allar yfirnátúr- legar verur horfnar. í stað þeirra keinur kalífinn, sem fullkomnandi rjettlætisins og efnið er einkum sorgir og raunir elskenda, sem ná saman að lokum, því að gott æf- intýri á að enda vel. Þegar Mongólar unnu Bagdad 1258, misti sú borg þá vegsemd að vera miðstöð a’rabiskrar menning- ar, en Kairo kom í stað hennar. Þar fekk Þiisund og ein nótt loks sitt núverandi form á 14.—15. öld, og var þá bætt við hana þriðja sagnaflokkinum. Mikið af þeim sögum er um óþokkamenni og þorpara, sem segja með mestu ánægju frá fífldirfsltulegum prakkarabrögðum, þjófnaði og svikum. Bera þær einkarljóst ein- kenni slíkrar þjóðar, sem Egyftar eru, sem alt frá orustunni við Pelusium 525 f. Kr. hafa verið undir erlendri áþján og hafa því ávalt þurft að beita refjum og undirferli til þess að standa liin- um útlenda hnefarjetti á spotði. Mjög vel einkennandi er síðasta sagan í Þúsund og einni nótt um Máruf skóbætarann, sem lýgur og gortar svo lengi af auðæfum sín- um, sem eru alls ekki til, að hann trúir ekki einungis sínum eigin sögum að lokum, heldur fær kon- ungsdótturina fyrir konu. Ein- kennilegt er það og hjer, eins og í sumum öðrum egyfsku æfintý’r- unum, að höfundurinn kemst að lokum í hálfgerð vandræði. Til þess að ráða fram úr þeim verður hann að láta Máruf finna töfra- grip, sem gerir honum fært að eignast hin miklu auðæfi. 1 þess- um æfintýrum koma yfirnáttúrleg- ar verur nefnilega aftur til sög- unnar. Þó lcoma þær ekki fram gjálfstætt, eins og í indversku og persnesku æfintýrunum, heldur að eins sem náttúruandar, sem eru bundnir við töfragripi og verða að hlýða þeim, sem hefir ]>á á valdi sínu. Með þessu er hinni eiginlegu Þúsund og einni nótt lokið, en eftir þetta hafa þó ýmsir afritarar bætt inn nýjum æfintýrum, sem eiga. í raun og veru annarstaðar heima, eins og t. d. sögunni af liinum sjö vezírum og sæfaranum Sindbad. Þessar sögur voru upp- liaflega sjálfstæðar, svo að þær eru til í mörgum misjafnlega nákvæm- um útgáfum. Mussolini heyir einvígi við tengdason konungsins. Hann fer í stálbrynju innanklæða svo eigi bitu hann vopn. Nýlega fór fram einvígi í Róm milli Mussolinis og Calvi g'reifa, tengdasonar konungsins. Ráðið ákvað fyrir nokkuru, að tveggja liru peningarnir skyldu bera andlitsmynd Mussolinis. Kon- ungurinn neitaði að skrifa undir, svo að ]>etta ákvæði gæti orðið að lögum, en rjeð Mussolini til þess að semja við ríkiserfingjann. Ríkiserfinginn fekk Calvi greifa til }>ess að taka þátt í samning- unum, en meðan á ]>eim stóð, ljet Mussolini nokkur óþingleg oW5 falla. Ríkiserfinginn gekk út úr lurberginu, en Calvi greifi skor- aði alræðismanninn á hólm upp á líf og dauða. Daginn eftir fór einvígið fram í lundi einum skamt frá dýragarð- inum í Róm. Calvi er einhver besti skylmingamaðurinn í ítalska hern- um. Mussolini vair kunnugt um ]>að og þess vegna fcr hann í stál- brynju milli klxða. — Hann lijelt því fram, að hann hefði altaf ver- ið þannig búinn síðan lionum var sýnt tilræði síðast. ) Einvígið hófst, og ekki leið á löngu áður en Calvi greifi kom lagi á Mussolini í brjóstið vinstra megin — en sverðið hrökk í sund- ur! í bræði sinni kastaði greifinn sverðsbrotinu í andlit Mussolinis og særði hann lítillega á kinn- inni. En síðan hefir Mussolini lát- ið sem minst á sjer bera.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.