Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1928, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1928, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSlNS töframaðurinn að endurtaka þessa list sína í Breslau, en þá kom það i ljós, að hann liafði haft brögð í tafli. Læknarnir, sem áttu að skoða töframanninn áður en hann legðist í svefndvala sinn, uppgötv- uðu nefnilega, að kistan, sem hann ljet grafa sig í og sagði vera al- gerlega loftþjetta, var þan*ig út- búin, að á annari hlið hennar var allstór blettur úr „gaze“, en svo var frá því gengið, að það leit alveg út eins og gler, fljótt á litið. Það kom og í ljós við nánari tann- sókn, að loft gat komist á fleiri vegu inn í kistuna. Trúardeilur I fieilehem. Áflog og ryskingar milli kaþólskra og grísk-kaþólskra presta í kirkjum og bænahúsum. Samkv. frásögn ítalska blaðs- ins „Corriera d’Italia“, urðu grimmileg áflog og ryskingar í kirkjunni í Betlehem, fæðingar- stað Krists, á jóladaginn, milli rómverks-kaþólskra reglubræðra og grískra presta. Pransiskus- munkarnir höfðu leyfi til að lesa messur í kirkjunni þangað til 25. desember kl. 5 að morgni og þá átti röðin að koma að grísku rjett- trúnaðarprestunum. En þeir komu fyr en þeim bar og heimtuðu ásamt áhangendum sínum með ógnunarorðum, ópum og óhljóð- um, að þeir kaþólsku skyldu taf-- arlaust hætta guðsþjónustu sinni. Fyrír milligöngu lögreglunnar tókst þó að koma í veg fyrir handalögmál í það sinn. Seinni part dagsins höfðu grísku prestarnir tekið undir sig svæði hirðanna og leyfðu þeim kaþólsku að halda þar guðsþjcnustur í að eins fimm mínútur. Að þeim liðn- um rjeðust grísku prestarn- ir á hina "kaþólsku embættisbræður sína, veltu um koll ölturum þeirra og gerðu þeim ýmsan annan óskunda. Ensku yfirvöldin neyddu grísku prestana til þess að biðjast afsök- unar, en friðurinn stóð skamma stund, því að tveim dögum síðar rjeð.ust tveir grískir prestar á ka- þólskan prest, sem var að lesa messu frammi fyrir alt'arinu í fæð- iugarkirkju Krists, slógu hann niður með stórum vaxkertum, svo að hann lá eftir blóðugur og með- vitundarlaus. Tveir reglubræður, sem ætluðu að koma lionum til hjálpar fengu sömu meðferðina. Hlutaðeigandi yfirvöld hafa tek- ið málið til meðferðar og kaþólsk- ir menn lieimta að rjettur þeirra í landinu helga sje viðurkendur að fullu. Störf njósnarkvenna (ófriðnum. Pyrir skömmu var afhjúpað með mikilli viðhöfn minnismerki Louise de Bettignies. — Var það frönsk stiilka, sem njósnaði fyrir Euglendinga á ófriðarárunum. Hún átti jjeima í Lille og var þar meðan Þjóðverjar hjeldu borginni í október 1914. Þaðan fór hún fótgangandi til Hollands og þaðan með skipi til Polkestone, ásamt mörgu fólki, sem var að flýja land sitt. Allir þessir flótta- menn voru yfirheyrðir vandlega, og þótti hún svara bæði skýrt og skilmerkilega öllum spurningum, sem fyrir hana voru lagðar. Hún talaði þýsku, frönsku, ensku og ítölsku prýðisvel. Afleiðingin af yfirheyrslunni var sú, að daginn eftir var hún ráðin til þess að hafa á hendi njósnir fyrir Eng- lcndinga á leiðinni milli Lille og Folkestone. Starf hennar var erfiðara og hættulegra en frá megi segja. Hún varð að taka í þjónustu sína um 100 aðstoðarmenn og alt varð að fara fram með mestu launung. Hún varð að safna skýrslum frá þessu fólki og afrita þær á þunn- an pappír og koma þeim til Hol- lands yfir herlínu Þjóðverja tvis- var á viku. í fyrstu hafði hún þetta starf ein á hendi, en seinna tók hún aðra unga stúlka í fjelag með sjer. Hún hjet Leonie van Houtte frá Koubaix. Þær ferðuðust fram og aftur sem sölukonur undir ótal raismunandi nöfnum, sífelt í lífs- hættu. Á annað ár tókst þeim að fara þessu fram, án þcss að nokk- ur af þýsku vörðunum næði í skýrslur þeirra, sem þær geymdu i handfanginu á sólhlífum sínum, skónum og á öllum liugsanlegum stöðum. Þær fundu upp aðferð til að skrifa alt að 1500 orðum á ósýnilega filmu, sem líma mátti á gleraugu og var skriftin síðan framkölluð og stækkuð af bresku yfirvöldunum. í september 1915 var Leouie tekin föst og send til Bruxelles, þó að engin skjöl fyndust á henni og skömmu síðar var Louise einn- ' ig tekin til fanga. Henni tókst þó að gleyjta hina glæpsaiulegu skýrslu, áður en lienni var náð. Mánuðum saman var stúlkunum lialdið í varðhaldi og j>ýska lög- rcglan reyndi á allan liátt, að fá j ær til að meðganga eða þótt ekki væri nema að Ijósta því upp að ]>ær jjektust. Loks var belgisk stúlka, sem njósnaði fyrir Þjóð- verja látin tala við Louise. Hún taldi hana á, að skrifa Leonie og hvetja hana til að þegja yfir öllu og vera hugrakka. Belgiska stúlk- an sagði Þjóðverjum j)egar frá ]>essu. Hún framdi síðar sjálfs- morð. Sannanirnar voru nú svo aug- Ijósar, að ekki var til neins að neita lengur. Játuðu þa-r sökinni, en ]>ær ljetu ekki uppi nafnið á einum einasta aðstoðarmanna sinna og sögðu yfirleitt ekki neitt, sem ætla mátti, að Þjóðverjum væri hagur í að vita. Þær voru *,áðar dæmdar til dauða og skyldu þær vera skotnar. En spánski sendiherrann kom því til leiðar, að hegningu ]>eirra var breytt. Fekk Louise æfilangt fangelsi, en Leonie 15 ára fangelsi. Louise de Bettignies veiktist í fangelsinu og dó í júlímán. 1918 í Köln. Fjelagi hennar var látin laus, er vopna- hljeð komst á og nú býr hún í Roubaix, hæglát og róleg, eins og ekkert hefði í skorist. En yfir Louise de Bettignies, sem dó fáunt mánuðum áður en friður komst á, hefir nú verið reist veglegt minnismer]ji. t*afoldan>rent«mlBJa h.f,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.