Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1928, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1928, Blaðsíða 1
6. tölublað. Sunnudaginn 12. febr. 1928. III. árgangur Upsa-Bun Árið 1813 fluttist prestur einn, B. að nafni, frá Grenjaðar- stað í Þingeyjarsýslu að Upsum í Svarfaðardal. Árið 1819 fæddist sjera B. sonur, sem H. hjet. Þegar þessi sonur var 11 ára, henti hann það siys, að verða óviljandi vinnu- konu foður síns, Guðrúnu að nafni, að bana. Högun\ Guðrúnar var þann veg háttað, að hún var heitin manni einum, og var skamt til brúðkaups þeirra. Var unnust- inn á leið frá Akureyri með \eisluföngin einmitt þennan dag, sem slysið vildi til. Upsir eru svo í sveit settir, að þær standa kippkorn frá sjó, uppi undir fjallshlíð. Blasir við frá bænum Eyjafjörður, J>ar sem hann er breiðastur austur yfir sundið milli Árskógsstrandar og* Hríseyjar, og sjást skipa- og bátaferðir allar götur inn að Birnunesnöfum. Daginn, sem unnusti Guðrún- ar var á leiðinni heim, kom hún fram í bæjardyr á Upsum. Sá hún þá til bátsins og unnust- ans, koma innan sundið og upp Ðalvíkina. Er ekki ólíklegt, að lienni hafi hlegið hugur við þeirri sýn, og að hún hafi ein- mitt þessa stundina kosið sjer langt líf. H. sonur prestsins var í bæj- ardyrunum. Hann þreif byssu, er Eftir jón Ðjörnsson. þar hjekk, og hann áleit óhlaðna, setti hvellhettuna á pípuna, mið- aði vopninu á höfuð Guðrúnar, í vælni og glensi, og kallaði: „Á jeg að skjóta þig, Gunna?“ Skotið reið af og Guðrún hnje niður örend með klofið höfuð. Mælt er, að skotið hafi heyrst fram á víkina, og unnusti Guð- rúnar hafi spurt, þegar hann heyrði hvellinn: „Hvað er nú verið að skjóta heima á Ups- um?“ Eins og að líkindum lætur, varð mönnum mikið um þennan atburð. En haft var sem hljóðast 'im það, með hverjum hætti Guð- rún hefði látist. Var ]>að og lengi vel fyrst, að það var á fárra manna vitorði. I>ó mun einhver c>rðasveimur hafa slæðst út um sveitina um slysið. Alt var þó kyrt um hríð. Guð- rún var jörðuð, og leit út fyrir, að atburðurinn ætlaði að falla í gleymsku og fyrnsku. En sá, sem þarna átti um sárast að binda, unnustinn, var ekki úr sögunni. Hann mun hafa fengið einhvern pata af því, að ekki væri alt með feldu um fráfall unnustu sinnar. Sneri hann sjer til sýslumanns- ins á Akureyri, og kærði. Ýtti hann svo fast á rannsókn máls- ins, að sýslumaður vatt sjer út i Svarfaðardal, ljet grafa upp lík Guðrúnar og hóf yfirheyrslur í málinu. n a. Líkið bar það ótvírætt með, sjer, að Guðrún hafði orðið fyr- ir skoti, — sást það greinilega á höfðinu og sömuleiðis á umbún- aði þeim, sem gerður hafði ver- ið á því, þegar hún var kistu- lögð. Hafði sköturoði verið vafið um höfuðið öðru megin til að hylja sárið og beinin. En ekki varð neitt um frekari málarekstur, og var alt látið nið- ur falla. Var og heldur ekki ann- an til sakar að sækja en 11 ára gamalt barn. En skömmu eftir að Guðrún liafði verið grafin upp, þótti mönnum sem hún mundi ekki kyr liggja. Sáu menn hana ganga Þósum logum um Upsabæ. Hún þótti og vera tryggur fylginautur JI. og fólks hans. Þurfti enginn rveitarmanna að ganga þess dul- inn, ef von var H. eða einhvers frá Upsum á aðra bæi sveitar- innar, því Guðrún gerði jafnan \art við sig áður á einhvern hátt. Og oftast var hægt að segja um með fullri vissu, hvernig komu- maður mundi haga sjer, hvar hann gengi um bæinn, hvað hann gerði, á hverju hann snerti, því Gunna — eins og hún hefir jafn- an verið kölluð þar nyrðra — bafði sýnt allan hans feril um bæinn áður en hann kom. Gunna varð aldrei svæsinn draugur, en hún var glettin og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.