Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1928, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1928, Blaðsíða 2
LESBÓK MORGUNBLAÐSM' 42 óþæg, gerði mönnum erfitt fyrir, og var furðulega árvökur og trú að fylgja ættmennum og afkom- endum H. nokkuð fram yfir síð- ustu aldamót. En nú mun hún ekki hafa látið á sjer bera um nokkurra ára skeið. Hjer fara á eftir nokkrar sög- ur um Gunnu. Á Ingvörum, bæ einum í Svarfaðardal, sat stúlka kvöld eitt á vökunni við sauma. Hafði hún sest upp á borð undir glugga til þess að hafa betri not ljóssins í baðstofunni en ella. Meðan hún situr þarna við verk sitt, verður henni litið út í gluggann. 1 sama vetfangi steypist hún fram af borðinu í öngviti. Meðan fólk var að stumra yf- ir henni, var guðað á sama g^luggann. Var þar kominn bróð- ir H. Á eftir sagði stúlkan frá því, að hún hefði sjeð kvenmanns- andlit á glugganum, en tor- kennilegt mjög, því höfuðið hefði verið hulið eða vafið ein- hverju öðru megin, og hefði hún ]>ví raunar ekki sjeð nema hálft andlitið. Þóttust menn þar þekkja Gunnu með sköturoðið. Öðru sinni bar svo við, að kona ein kom ríðandi síðla kvölds í tungsljósi heim til sín. Þegar hún kemur að bæjardyr- unum stendur Gunna þar. Kon- an horfir á hana um stund, en eftir stutta stund lætur Gunna i’allast aftur á bak og inn í dyrnar og hverfur síðan. Oftar ljek Gunna þann leik, að koma á glugga á bæjum, eða líklega svo oft, sem fólk af ætt H. þurfti að gera vart við sig á þann hátt. Því hún vissi hvað það ætlaðist fyrir. Eitt sinn var maður, sem Jó- hann hjet, staddur niður við svo- nefnd Hólsnaust á Upsaströnd. Var þetta að vetrarlagi, og hafði Jóhann broddstaf í hendi. Hann var að taka inn línu, og m :ð*io hann er að því, sjer hanr, hvar Gunna kemur og snýst þar í kring um hann. Honum verður ónota- lega við, og tekur árástil bæjar. Maðurinn var frábær ljettleika- maður og bar hratt yfir. Var hann aðeins nokkrar mínútur heim á hlað á Hól. En þegar hann kemur að bæjardyrunum og ætlar inn, stendur Gunna þar, og gerir sig fyrirferðarmikla í dyrunum. Jóhann fyllist skelf- ingar-tryllingi, tvíhendir brodd- stafinn og rekur hann á undan sjer inn í dyrnar. Þá hvarf Gunna. Öðru sinni var Jóhann á ferð heim að Hól sunnan frá Upsum. Þegar hann kemur út á svokall- aðan Merkisgarð, finnur hann einhvern óskiljanlegan þunga leggjast á sig, svo að hann má sig varla hreyfa. Ekkert heyrir iiann og ekkert sjer hann óvenju- legt. Þessum ofurþunga ljettir ekki af og finst Jóhanni hann muni hníga niður í hverju spori. En þó dregur hann sig með herkjubrögðum heim að Hól, og að bæjardyrum. Þegar þangað kemur hverfur þessi óskiljanlega byrði af Jóhanni, og ætlar hann ]>á að snara sjer inn í dyrnar. En þá sjer hann þar eldblossa og hrjóta úr honum eldglæring- ar í allar áttir, ]>ví líkast sem skoti væri hleypt úr byssu. En í miðjum blossanum stendur Gunna og er kát á svip. Af Jóhanni er það að segja, að hann sentist örvita af hræðsiu inn bæjargöngin og hafði Gunna ekki meira af honum. Eitt sinn, haust eitt, voru nokkrir menn á leið til sjávar, og ætluðu að fara að beita línu undir næsta róður. Snjór hafði íallið allmikill stuttu áður, og var alhvítt, en glaða tunglskin var og heiður himin, og því bjart nær því sem um hádag. Einum mannanna, Birni að nafni, dvaldist eitthvað heiman- íörin, og varð hann nokkuð á eftir hinum, og einn alla leiðina. Um 10 mínútna gangur var frá heimili hans niður að sjóbúðinni. Þegar hann var tæplega hálfn- aður, var kastað snjókúlu í bak hans. Hann leit við og sá ekki nokkra veru. Asi var á mann- inum, svo að hann veitti þessu enga' sjerstaka athygli. En rjett á eftir kemur önnur kúla á hlið hans, sú þriðja jafnskjótt á hina hliðina og fjófða örlitlu síðar , framan á brjóst hans. Honum i'laug strax í hug, að fjelagar hans hefðu lagst niður sitt hvoru megin slóðarinnar og væru nú að glettast við hann. En hann sanm, íærðist fljótt um það, að svo var ckki. Leiðin lá þarna yfir egg- .újettar mýrar, og gat ekki svo mikið sem köttur dulist sjónum hans. Þótti honum þetta snjókast furðulegt, en hjelt þó áfram. En [>á hófst hríðin fyrir alvöru. Snjó kúlum svo mörgum, að hann gat kki tölu á komið, rigndi yfir hann frá öllum hliðum og svo ört og títt, að því líkt var, sem Lundruð manna köstuðu. En eng- an sá Björn að heldur. Þóttist hann nú skilja, að þarna væri Gunna að verki og tók að hraða ierð sinni. En altaf harðnaði hríðin. Stundum komu kúlurnar af allmiklu afli, eins og þeim væri kastað úr lítilli fjarlægð, stundum fann hann varla til þeirra, því líkt sem skotmaður- inn hefði naumast dregið að hon- um. Þetta snjókast hjelt áfram þar ril Björn gat skroppið inn í sjó- búðina til fjelaga sinna. Fjellu ]>eir í stafi af undrun, er þeir sáu hann allan fannbarinn frá hvirfli til ilja, og skildu ekki, hverju þetta sætti í öðru eins veðri. En þeir fengu mjög skjótlega ráðningu á þessu. Björn þurfti að bregða sjer út fyrir búðar- dyrnar að ná í bjóð sitt. Þegar liann er að snúa við aftur inn í búðina, kemur snjókúla aftan á hann. Hann leit við, og stóð þá fyrir aftan hann einn sonur H. þess, er Gunnu varð að bana. Þóttust menn þá fá fulla vissu fvrir því, að Gunna hefði verið að boða þessa kúlu frá einum þeim, sem hún fylgdi trúlega. Ýmsar sögur fleiri eru til um Ounnu. En ]>ær eru flestar á þá leið, að hún gerði aðeins vart við sig á undan komu þeirra, sem hún fylgdi, birtist í draumi eða l.iet heyra til sín á þeim leiðum. sem komumenn fóru um. ---------------—

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.