Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1928, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1928, Blaðsíða 6
46 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Gðmnl ísiaudslýsing í E bliotheque Municipale í Tours. í frönskum skjalasöfnum eru l'úsundir handrita, sem aldrei hef- ir verið minst á, annarstaðar en í skjalaskrám safnanna. Skjal það, Sem hjer fer á eftir, hefir norskur maðiir, Per Skansen, fundið í Bib- lioíheqqe Municipaie í Tours o" biríir það ásamt nokkrum athuga- semdum í „Tidens Tegn“ hinn f). janúar þessa árs. ITann telur að höfundurinn muni hafa verið munkur, og ræður það af orðalag- inu í upphafi skjalsins. Þykir hon- um merkilegt hvað höfundur hefir v'frið vei að sjer um landaskipun á norðurhveli jarðar, en þar sem hann segi frá landi sunnan við Grænland, þar sem sje mikil vötn og stórfljót, þá muni þar átt við Kanada. Og Rinmareh, landið þar fyrir snnnan, hyggur liann vera Vínland hið góða — nafnið liafi þannig afbakast. Þykir honum þá staðfestast sú frásögn, að Kolum- bus muni hafa haft frjettir af landafundi Leifs heppna. Þykir honum mjög sennilegt, að Kol- umbus hafi vandlega kynt sjer alt, sem menn vissu á þeim dög- uin í landafræði, og úr því að menn í Frakklandi vissu svo mik- ið, sem þetta skjal ber með sjer, þá sje mjög sennilegt og nær alveg víst. að Kolumbus bafi vitað, að meginland var hinum megin At- lantshafs áður en hann lagði á stað árið 1492. En handrit ]iað sem hjer er sagt frá, er ritað á 15. öld. Skjalið. Háheilagi faðir! Mjer virðist sem þií hafir ekki fyllilega kynt þjer enn, það sem gamlir rithöf- undar liafa skrifað, og að þótt þú eigir einhverjar bækur þeirra í hirshtm þínum og skápum, þá lesi enginn þær nje kynni sjer þær. Þannig hefir margt merkilegt gleymst og fallið í dá, vegna þess að þú hefir ekki kynt þjer þess- ai ágætu bækur og rit. En ef þú læsir rit þeirra Titus Livius frá Padus, Demosþenes hins gríska, eða Pomponius frá Bretagne, sem framar öllum öðrum og ítarlegar hefir ritað um afrek Norðurlanda- þjóða, þá mundir þú komast að þeirri niðurstöðu, að það, sem jeg hefi áður skrifað um konungs- rikið Norwergue (Noreg) og þjóð- ir þess, sje hvorki óverulegt, ónyt- samlegt nje ósatt. Þú segir að stjörnufræðingar og aðrir, sem þekkja hnattstöðu jarð- arinnar, telji ]iað undarlegt að jeg skuli hafa sagt, að lönd Noregs konungs sjeu við Norðurpól. — Þarna eru íslöndin, sem svo eru köJluð vegna ]iess, að á vetu'rnar eru þar hafþök af ís alt af fimtíu rnílur til hafs eða meira. Þessi ís bráðnar og hverfur aftur í júní- mánuði fyrir hinum mikla hita og hinum miklu vindum, sem þá eru á þessum slóðum. Þetta land er nú kallað Yslande (Island), en áður kölluðu skáldin það Thile. íbúarnir hafa djúpsæar og liðugar gáfur; þeir eru sterkir og risa- vaxnir, vopnfimir og trúhneigðir. Þar er fjöldi kvikfjenaðar, engjar góðar og frjósamir liagar. Þó vex ]>ar elvlvi hveiti nje aðrar korntegundir, sem hafðar eru til manneldis. íbúarnir veiða ógrynni af fiski, þurka hann við sól og ge'ra úr honum brauð. Þeir þekkja hvorki vín nje eplamjöð og drekka ekki annað en vatn og mjólk. — Ávexti þekkja þeir ekki. Þar eru •jyo há fjöll, að þau ná næstum upp í mitt gufulivolfið. Fri fjöUunum koma stórár og hefir v.Pnið í þeim merkilega náttúru. Hv.er grein eða trje, sem vökuar í þe.iin, verður að steini, að minsta kosli það sem blotnar, en það sei.i ekki bjotnar heldur sinni náttúru. í ijallahellum eru krystallav ur vatni, sem hefir orðið að ís fyrir æfalöngu. Þar eru brennisteins- námur, blý, silfur og koparnámur. Á vissu dýpi finnast skeljar, sein eru með kamb og stjel eins og lianar og innan í þeim eru stórar, fagrar og lýsandi perlur. Á fjöll- unum eru kletta'r og sjest þar ekki stingandi strá. Þar hafast við hauk ar, snjóhvítir, stærri en okkar haukar og betri til_ veiða. Þar eru engin vilt dýr nema alhvítir refir, og ísbirnir stórir sem naut, koma með hafísnum til íslands. Þar eru tröllvaxnir og undarlegir fiskar; sumir líkjast hestum, að framan, nautum, hjörtum, geitum og hund- um. Aðrir líkjast mönnum, eða konum, en eru að aftan með hreystri og hafa sporð. Þár eru stórhveli. Þau hafa fjórar tennur, langar og gildar að því skapi___ Þar eru heitar laugar og er vatnið úr þeim gott við ýmsum sjúkdóm- um...... Ríki Noregs nær svo langt til vesturs, að á vissum slóð- um sest ]iar ekki sól frá því í júní og þangað til september. En á öðrum slóðum sjer ekki sól frá ]>ví i desember og þangað til í febrúar. Og á Grænlandsströndum, þar sem búa ófreskjur í mannsmynd, kaf- loðnar, og þeir kalla villumenn, sjest aldrei sól allan ársins hting. Þó vaxa þar trje og allskonar vilt dýr eru þar. En syðst í þessu landi búa Pigmiens. Það eru dvergar og þeir smjúga í holur sínar og liella þegar þeir sjá aðra menn. Þeir lifa á hráu kjöti og fiski. — Þegar komið er lengra suður þá eru ]>ar stórfljót, og þar er evja ]>ar sem risar búa, stórir og sterk- ir. Þeir eru ]>ar eins og í útlegð, ]>vi að þeir komast ekki yfir fljót- in. Þeir kunna ekki að smíða skip, nje nota þau. Þetta land nær svo langt norður og austur að sólar- geislarnir eru þar eins og moíg- unroði hjá okkur. Því næst kemur maðut til hinna skógi vöxnu hjeraða í Rinmarche. Er ekki hægt. að komast í gegn um þá skóga fvrir tjörnum og kviksyndi og í þeim eru blóðiglur eins stórar og álar. Þær sjúga sig fastar á menn og dýr og sjúga svo úr þeim blóðið að þau deyja að lokum. í þessum skógarhjéruðum eiga. heima heiðingjar af þrennu kyni og hefir hver flokkur sína siði....... Töframaöurinn hafði brögð í frammi. Hann ljet jarða sig í glerkistu í 120 tíma. Fyrir skömmu vakti töfra- maður, að nafni To Kha, mikla athygli á sjer í Stuttgart, með því að láta jarða sig lifandi í gler- kistu, sem átti að vera loftþjett, og hafast þar við í 120 tíma. — Þótti þetta ganga kraftaverki næst, En skömrnu síðar ætlaði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.