Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Qupperneq 105

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Qupperneq 105
FRÁ STEPHANI GUTTORMSSYNI 105 að ráða, mundu einstaklingarnir umhverfast í tannhjól og ása, er mundu snúast sínar andlausu hringferðir innan mannfélagsheild- arinnar. Við að lyfta björgum stælast vöðvarnir, en hjartað verður þá oft að steini. Sama hlið mannsandans, er þreif sér í hönd beizli gufunnar, mundi, ef hún væri þess orkandi, gera fjallsgnýpur að reykháfum, blómlegar hlíðar og sléttur að sótugum smiðjugólf- um, sólarylinn að aringlæðum og hin hljómþýðu andköst hláku- þeysins að fýsibelgjum. - Það þarf ekki langt að fara til þess að sjá merki þessa: jafnvel inn í eigið hugskot vill aldarandinn seilast með sótugum krumlunum; og allt í kring eru öskuhrúgur og blásin brunahraun. Hér í höfuðborginni er annars fátt, sem lýtur í uppbyggingarátt- ina. Landar eru að veslast upp úr samkomu- og prógrammssýki. Engin andleg tilþrif. Allt stælt, lánað. Söngurinn, sem ætti og gæti verið þjóðlegur, skælir sig í framan, fettir og brettir sig og afmyndar kokið eftir enskum mælikvarða. (Sá yrði samt krossfest- ur, sem léti sér slíkt um munn fara á prenti.) Undantekningar, og þær nokkuð góðar, eru til; enda finnst hérlendum smekkmönn- um, sem þó eru nokkrir til, til um það sem minnst er stælt. Svíar hér í bænum, þó þeir séu margfalt fámennari en landar, skara langar leiðir fram úr þeim, hvað sönglist snertir. Það sem gengur að landanum, er þetta gamla: ef hann getur gargað á harmoníku „ræl“ eða „polka“ rykkjalítið, þá hallar hann undir flatt og leggur árar í bát. Þykist svo hafinn upp yfir þá, sem ekkert garga. Þetta ætti þó að lagast og mun lagast. — Það er með herkjum, að hægt er að heyra leikin fræg lög. „Waldstein-sónötu" Beethovens heyrði ég nýlega leikna vel. Hrikalegri og stórfelldari fegurð er víst ekki hægt að hugsa sér. En svo er með hana eins og vígahnött, sem brunar um loftið í allri sinni tign. Hún skilur eftir í huganum óljósa minningu um eitthvað ægilegt og mikilfenglegt, en hafi varað aðeins skamma stund. Til þess að slík lög hafi áhrif, þyrfti auðvitað að heyra þau leikin oft. Sú unun veitist þeim aðeins, sem hafa skildinginn. Hvað sem annars þessu líður, þá finnst mér sönglög Skandínava taka öllu öðru söngkyns fram að þessu leyti, hvað þau eru einföld, en um leið frumleg og mergjuð. I einu óbrotnu sönglagi hjá þeim felst oft margfalt meira en í hávaðasömum og langdregnum lagsmíðum annarra. Bellmann t.d. er snillingur að þessu leyti. — En svo er um hina „krítísku“ hæfileika mína eins og annað, þeir hafa ekki haft annað til að nærast á en það sem ég hefi getað gripið á hlaupum. Bækur á ég engar nema lærdómsskræður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.