Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Page 99

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Page 99
FRÁ STEPHANI GUTTORMSSYNI 99 Margt mætti óefað skrifa og skeggræða um þýðingu og framtíð- arhorfur hins íslenzka menntalífsvísis, sem bólar nú á við Wesley- skóla undir handarjaðri kirkjufélags Vestur-íslendinga. En spá- mannleg andagift er ekki öllum lagin, og læt ég því framtíðina eiga sig. Hugmyndin um alíslenzka menntastofnun í landi þessu álít ég að sé bæði falleg og þörf, ef hún dregur einhvern dilk eftir sér. Þessi hugmynd, eftir því sem ég kemst næst, mun upprunalega ekki vera spunnin af toga kirkjufélagsins, heldur mun það hafa fengið hana að láni hjá öðrum, kannske hjá Frímanni B. And- erson, sem mörgu þarflegu hefir stungið upp á, þó ekki sé honum goldið með öðru en álygum og tuddaskap. Jæja, hvað sem þessu líður, þá hefur hugmyndin fengið aðhlynning frá hálfu kirkjufé- lagsins, af því það félag er borið á örmum almennings og hefur þannig valdið og máttinn til þeirra stórræða, sem félagsskap þarf til að hrinda af stað. En þegar félag þetta er rúið því framkvæmd- arafli, sem samheldni og eining gefur því, og partar heildarinnar, en ekki heildin sjálf, eru teknir til greina, þá finnst mér óþarfi að ljúga því upp á einstaklinga félagsins, að hjörtu þeirra hafi staðið í ljósum loga af heitri sannfæring og brennandi áhuga á máli þessu. Mér finnst kirkjufélagið hafa tekið mál þetta á stefnuskrá sína og unnið að því svona yfirleitt með líkum hætti og pólitískir flokkar í landinu vinna að því að leggja járnbrautir og brúa ár. Svo er nú ekki allt unnið með því, þó að einhver skólanefna komist á fót. Ef hún verður eins konar eftirmynd sams konar menntastofnana hérlendra, sem hætt er við hún verði undir forystu þeirra, sem aldrei fá sig fullþreytta á því að góna á enskinn, þá tel ég hana lítinn gróða fyrir íslenzkt þjóðlíf eða íslenzkar bókmenntir. Það er og hætt við, að á henni yrði aristókratasnið og auðvaldsblær, því kirkjan er oftast sjálfri sér lík. En ef hún eltist og dafnaði, gæti hún ef til vill slitið af sér alla kirkjufjötra. I mínum augum nær engin menntastofnun tilgangi sínum, nema hún fullnægi þessum skilyrðum: að vera óháð öllum flokkum, að veita ríkum og fátækum jöfn tækifæri, að skipa ekki fyrir, hvað eða hvernig hver og einn skuli læra né fitja upp margbrotna og rígbundna flokkaskipting námsmanna, að vera eins konar bók- hlaða eða samsafn andlegra fjársjóða, sem hver hefði aðgang að og gæti fært sér í nyt eftir eigin vild, að hlynna að frumgáfum og séreðli. Af okkur íslenzku menntamönnunum norðan „línunnar“, sem göngum á Wesleyskóla, er fátt að frétta. Við erum orðnir dálagleg-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.