Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Page 91

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Page 91
FRÁ STEPHANI GUTTORMSSYNI 91 þið séuð kunnugir á einhvern hátt.“ Sem ástæðu fyrir því, að hann sjálfur hafi ekki skrifað þér til um þetta færir Guðmundur fyrst í bréfinu. „Eg hefi ekki utanáskrift hans, svo ég sé viss um að rétt sé, þess vegna ekki ritað honum.“ Utanáskrift Guðmundar Friðjónssonar er: á Sandi, Aðalreykjadal, Suður-Þingeyjarsýslu. Sjálfur hefur Guðmundur mikið álit á þér sem skáldi, segir, að þú sért „stórskáld“ og að hann hafi komizt að orði, er þeir Guðmundur Hannesson læknir ræddu um kvæðabálkinn A ferð og fiugi: I þeirri bók einni saman er meiri skáldskapur en í allri kvæðabók Matthíasar.“' En Guðm. Hannesson hafi viljað ganga feti framar. Eg tel víst, að þú verðir við tilmælum Guðmundar, enda er hann líklegastur allra núlifandi rithöfunda að skrifa svo um þig sem skáld, að við megi una. Og það sem mest á ríður, hann er ekki hleypidómafullur eins og mörgum „gagnrýnurum“ hættir til að vera. Eg byrjaði ekki fyrr en í ótíma að skrifa þetta bréf, og verður það því ómyndarlegar úr garði gert en ég befði viljað. Nú fer póstur bráðum að fara, og verð ég því að hafa hraðar hendur. - Þú biður mig í bréfi þínu að láta þig vita, hvort ég hafi ekki verið sá hinn sami, sem reit grein þá í „Svövu“, sem þú minnist á. Jú, allt er sama persónan. Ég var hér á árunum nokkurs konar „hárjárn“, og var mér tamt að fetta fingur út í hitt og þetta, sem ég sá og sem ekki kom að öllu heim og saman við mína eigin „kokkabók“. Magnús hafði ég hvorki heyrt né séð, svo að persónulegur óvildarhugur frá minni hálfu gat ekki komið til mála. En ég var innblásinn einhverjum „fítonsanda“ gegn öllu því, sem mér fannst meiða mína þjóðernistilfinningu, einkum ef mér þótti slíkt runnið að einhverju leyti frá „Enskinum“. En svo var ég nú of hársár og of öfgafullur. Ég met Magnús meira nú en ég matti hann þá. Reyndar hefur mér alltaf þótt kvæði hans mörg lipur og lýsa góðum tilfinningum. Og flest, sem frá honum kemur, finnst mér góðra gjalda vert og þess vert, að hlynnt sé að honum sem skáldi. Mér hefur þótt vænt I Ée set betta eftir minni. Getur skeð það sé ekki alvee orðrétt. En meininein er óbrjáluð. S.G.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.