Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Síða 90

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Síða 90
90 FINNBOGI GUÐMUNDSSON reynt til að kæfa niður sjálfsbjargarlöngun einstaklingsins; svo ég sneri við blaðinu og fór að ganga á latínuskóla. Þar kynntist ég tveimur af prófessorunum, sem eru sannnefndir heiðursmenn og sem reyna að glæða frumgáfur í stað þess að kyrkja þær. Þú segir í bréfi þínu, að margir vísindamenn virði skáldskap að vettugi og sér til tjóns. Þetta er dagsanna. Camille Flammarion getur þess í „Uraniu“, að Le Verrier hafi skopazt að skáldlegum draumórum og andagift. En Le Verrier, þó mikill vísindamaður væri, kemst í engan samjöfnuð við þá Newton, Descartes, La Place eða Pascal. En hjá þessum mönnum var framúrskarandi vit samfara auðugri ímyndun og næmum tilfinningum, sem myndar að minni hyggju hugvit á hæsta stigi. Lítilmótlegir menn eins og ég, sem láta sér nægja tína hnetur í aldingarði þekkingarinnar, geta aðeins dáðst að viti því, sem felst í verkum þeirra og sem maður á nóg með að skilja. — Svo verður bezt unnið að sönnum framförum mannkynsins, að skáld og vísindamenn kunni að meta hvorir aðra og starfi í einingu að sama marki. Eg fer svo að hætta þessu og bið þig að fyrirgefa ruglið. Vænt mundi mér þykja um að fá að sjá bréf frá þér einhvern tíma, þegar þú kemst til. Með vinsemd og virðingu, Stephan Guttormsson. 10. maí 1901 Góðkunningi minn, Kristján Stefánsson smiður að 410 Ross St. Winnipeg, fékk nýlega bréf frá Guðmundi Friðjónssyni skáldi. Kristján kom til mín og bað mig að tilkynna þér það í bréfinu, sem lyti að þér, því hann vissi, að við höfðum skrifazt á. Ég set því hér orðrétt þann kafia í bréfi Guðmundar, sem er þér viðkomandi. Hann hljóðar svo: „Ég hefi farið þess á leit við dr. Valtý fyrir nærri ári síðan, að hann tæki mynd Stephans G. Stephanssonar í Eimreiðina, og bauðst ég um leið til að rita um hann greinarstúf sem skáld. - Þessu tók hann allvel, ef ég fengi hann til að yrkja í tímar[itið]. Sjálfur kvaðst hann eigi geta skrifað honum, því hann þekkti eigi bústað hans. Hann sagði, að St. væri ókunnur hér á landi a.m.k., að hann yrði að yrkja jyrst í Eimr., „og svo skal ég slá til.“ Ég hefi ætlað að rita St. um þetta og biðja hann um mynd og æviágrip og að senda Eimr., sýnishorn gegnum mig. Og vil ég nú biðja þig að talfæra þetta við skáldið í bréfi, því að ég þykist vita, að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.