Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Síða 82

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Síða 82
82 YUKIO TANIGUCHI 1) Guðbergur Bergsson: Hin útvalda (K. Sugawara) 2) Svava Jakobsdóttir: Saga handa börnum (Sadao Kaneko) 3) Halldór Kiljan Laxness: Sjöstafakverið (Y. Taniguchi) Þetta er tíunda árið frá stofnun félagsins okkar. Við ráðgerum útgáfu tveggja verka. I öðru verða valdar sögur, í hinu fræðilegar greinar. Til fyrra verksins leggja til efni auk mín sex ungir menn, er stundað hafa íslenzk fræði í Danmörku, þýzkalandi, Englandi eða á Islandi. Þeir eru lifandi tákn um þær vonir, sem gera má sér um viðtökur íslenzkra bókmennta í Japan á komandi árum. Að lokurn vil ég ennfremur geta um þær viðtökur, sem þessar bókmenntir hafa fengið utan háskólanna. Japanir hafa bæði fyrr og síðar verið miklir útgefendur goðsagna. Bækur þær, sent í er vikið að einhverju leyti að goðsögnum Eddu, eru óteljandi. Edda er t.a.m. ein í flokki bóka, sem nefndar eru „101 sérstæð bók“. Eg sjálfur hef orðið að skrifa kafla urn Eddu í ferðabækur um ýmis lönd. Og margar eru þær bækur, sem skrifaðar hafa verið eða þýddar um víkinga. Eg sem einn höfundur þess háttar rita hef reynt að bregða upp sannri mynd af víkingum, ekki aðeins sem grimmum sjóræningjum, heldur og sem kaupmönnum, landnem- um og ævintýramönnum. Japanskir sagnfræðingar nýta sér Eddu og sögurnar, þegar þeir fjalla um þjóðfélagsfræðileg efni á mið- öldum eða germanska þjóðfræði. Ég hef kannað tölu íslenzkra skálcla í alfræðibókum. í stóru alfræðibókinni frá Heibonsha-útgáfunni, 33. bindi 1985, eru aðeins talin fímm nöfn. I alfræðibókinni frá Shogakkan-útgáf- unni, 25. bindi 1989, eru þau orðin 15. Þann kafla hef égskrifað. í stóra lexiconinum frá sama útgefanda, er koma á út 1993, hef ég ljölgað þeim í 35. En hvað um myndlistina? Frú Hiroko Nakamura (1952-) rnynd- skreytti Baldursgoðsögnina (1980). Yamamura lagði til japanska textann. Hún elskaði Island og dvaldist nokkrar vikur á bóndabýli og vann að frumdrögum. Shotaro Ishimori (1938—), einn vin- sælasti teiknimyndahöfundur í Japan, hefur teiknað langa teikni- myndaröð, „Cyborg 009“. Eitt bindi í þeirri röð nefnist Edda. Cyborgen héldu til íslands, heimkynna margra óvætta á borð við Gram í leit að trölli. Ég skil ekki almennilega efnið. En nokkrir miðskólanemendur hafa skrifað mér bréf og sagt, að teiknimynd- irnar hafí vakið áhuga þeirra á Eddu. „Hið skæra sverð“ eftir ungfrú Ryo Azumi (1960-) er löng teiknimyndaröð. Það er eins konar fræðsluskáldsaga af hetjunni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.