Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Síða 81

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Síða 81
VIÐTÖKUR ÍSL. BÓKMENNTA í JAPAN 81 hiro Sugawara (1942-) atkvæðamestur. Auk nokkurra málvís- indalegra verka hefur hann þýtt Gunnlaugs sögu ormstungu, Bandamanna sögu, Hrafnkels sögu, Völsunga sögu, Islenzkar þjóðsögur og ævintýri Jóns Arnasonar, ritið Nordisk hedendom eftir F. Ström og Saga Mind (1990) Steblin-Kamenskijs. Hann er prófessor við eina ríkisháskólann, er hefur deild norrænna fræða. Jafnframt hefur hann stundað nám í Svíþjóð, Danmörku og á Islandi. Tímaritið „Norden“ var stofnað 1972. Kom það sér vel, því að flestir norrænufræðingar rituðu í það margar greinar um mál, bókmenntir, sögu og félagið. Mér hefur verið það mikið gleðiefni, að yngri fræðimönnum hefur íjölgað. Því miður hætti tímaritið að koma út eftir nokkur ár. Árið 1975 sendi Sugawara út spurningalista um norræn fræði í Japan. Ég held, að það hafi orðið fyrsta skrefið til stofnunar íslenzks fræðafélags í Japan. Við þýzkufræðingar, norrænufræð- ingar, enskufræðingarogsagnfræðingar stofnuðum 1981 Félagtil rannsókna á miðaldabókmenntum og sögu. Tala félagsmanna var aðeins 14. Kumaro, sagnfræðingur, er fjallaði um gildi rannsókna hins nýja fræðafélags, og ég, sem fékkst við heim skáldanna, höfum flutt opinbera fyrirlestra. Þá efndum við því næst til ánægjulegrar samkomu. Það var ógleym- anleg kvöldstund. Félagsmönnum, er komu hvaðanæva að úr Japan, fannst, þótt þeir væru nýliðar, sem þeir væru gamlir tryggðavinir íslands, jafnframt því sem þeir ræddu í ákafa um eigin rannsóknir. Félagsmenn, sem orðnir eru 45, fást nú við enn ljölbreyttari viðfangsefni. Ekki aðeins þeir, sem stunda íslenzk fræði, heldur og allir, er við Norðurlandafræði fást, sækja árlega ráðstefnu og gefa út fréttabréf og ritgerðasöfn. I þessum háskólaskýrslum, sem orðnar eru um 50 talsins, er fjallað um margvísleg efni, mál, sögu, goðsagnir og þjóðfræði, og þær sýna, hvar þessar fræðiiðkanir eru á vegi staddar í Japan. í tilefni af norrænu menningarsýningunni, Scandinavia Today, er efnt var til í Tokyo 1987, var mér falið að sjá um útgáfu norrænnar sýnisbókar. Nokkrir félagsmanna tóku að sér þýðingu ákveðinna verka. Af 18 nútímahöfundum frá Norðurlöndum voru þrír Islend- ingar, og er hér skrá urn þá, verk þau, er kynnt voru, og þýðendurna:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.