Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Side 56

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Side 56
56 GUNNAR SVEINSSON hana Sveini Sölvasyni lögmanni, 11 enda ber 3. erindið með sér, að Hálfdan getur naumast verið höfundur þess. I handriti einu segir, að kvæði þetta hafi fundizt í Snorrabúð á alþingi 1761.12 Annars er sumt af þessum kveðskap eignað ýmsum skáldum, aðallega prest- um, og sumt fleirum en einum höfundi eins og gengur. Þegar Jón Helgason biskup vann að samningu ævisögu Hálf- danar Einarssonar, hefur hann fengið léðan kafla Hannesar Þorsteinssonar um Varúðarvísudeiluna og skrifað ýmislegt upp úr honum. En hönd Hannesar getur verið torlæs óvönum, enda eru þarna ýmsar villur, sem stafa sýnilega af mislestri. Þess vegna er sumt ótraust, sem þar segir um þessa sennu.13 Varúðarvísudeilan tengdist einnig ýmsum atburðum, sem áttu sér stað á Hólum um þessar mundir, en óþarft er að rekja hér. Hins vegar skal nú tekinn upp þráðurinn aftur um samskipti þeirra Gunnars Pálssonar og Hálfdanar Einarssonar. Gunnar brást mjög hart við Varúðarvísu og orti Varúðargælu á móti henni árið 1758, og var hún prentuð í Kaupmannahöfn árið eftir.14 Þetta er langt kvæði, 71 dróttkvætt erindi. En Gunnar lét ekki þar við sitja, því að hann orti fimm önnur varúðarkvæði,15 þannig að alls varð skerfur hans í þrætukveðskap þessum um 1500 vísuorð. Fyrst framan af hefur Gunnar ekki vitað um höfund Varúðar- vísu. I bréfi, sem hann og sr. Vigfús Jónsson í Hítardal skrifuðu Finni biskupi Jónssyni sameiginlega 4. júlí 1760, þar sem þeir kvörtuðu yfir villum í nýlega prentuðum bókum á Hólum, segir, að farið sé að eigna sr. Bjarna Gizurarsyni Varúðarvísu, og eru færð þar rök gegn því.16 En auðvitað hlaut að koma að því, að Gunnar frétti, að Hálfdan væri höfundurinn. Fyrrgreint bréf Gunnars til hans 4. jan. 1759 er ritað af fullri vinsemd og Varúðarvísa ekki nefnd. Þó hafði Gunnar ort Varúðargælu gegn henni árið áður. Enn hefur vinfengið haldizt 1. júní 1759, þegar Hálfdan segir í bréfi til sr. Erlends Jónssonar á Hrafnagili, að hann hafi verið beðinn „af góðum vin, próíþasti] sr. Gunnari“ að ráðstafa bréfi.17 Það er því augljóst, að sumarið 1759 hefur Gunnar frétt, hvernig í málinu lá. Þá hófst áðurgreint tímabil samskipta- leysis milli þeirra lærdómsmannanna. Engum blöðum er um það að fletta, að sambandsrofið hefur komið sér mun verr fyrir meistara Hálfdan en Gunnar. Astæðan var sú, að Hálfdan þurfti að viða að sér efni í tvö mikil verk, sem hann hafði í smíðum, ágrip íslenzkrar bókmenntasögu og presta-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.