Dagur - 02.02.1950, Blaðsíða 8

Dagur - 02.02.1950, Blaðsíða 8
8 Daguk Fimmtudaginn 2. febrúar 1950 Ifalía er nú stærsti saltfisk- kaupandinn Spánverjar og Portúgalar auka mjög fiskveiðar sínar í yfirliti um saltfiskframleiðslu heimsins (Annual Review of the Salt Coldfish Trade), sem firmað Hawes & Co. í London gefur út, er greint frá saltfiskframleiðslu Kanada, Danmerkur, Grænlands, Færeyja, Frakklands, Bretlands, íslands, Nýfundnalands og Nor- egs. Samkvæmt frásögn þessa rits, var heildarsaltfisksframlejðslan 1938 363000 t'onn, 1946 258000 tonn og 1948 306000 tonn. í þessu sambandi er bent á, að fiskfram- ieiðslulöndin hafi breytt um verkunaraðferðir síðan 1938 og séu nú miklu meira fiskmagn fryst en þá var og verður sam- dráttur saltfiskframleiðslunnar 1948, miðað við 1938, að nokkru skýrður með því. Þá er þess getið, að þau lönd, sem aðallega kaupa saltfisk, hafi stóraukið framleiðslu sína, eða úr 17500 tonnum 1938 í 56000 tonn 1948. Þá er greint frá því, hvaða magn aðalinnflutningslöndin hafi keypt árin 1939 og 1948. Segir þar: 1939 1948 Grikkland 10.623 t. 13.070 t. ítalía 35.892 — 54.616 — Portúgal 39.642 — 24.069 — Spánn 9.934 — 5.567 — Samtals 96.291 — 97.422 — Heildarinnflutningsmagnið er því svipað orðið nú og var fyrir stríð. ítalía hefur mjög aukið saltfiskkaup, en Spánverjar og Portúgalar minnka þau. Ástæð- an til þess er m. a. mjög aukin fiskveiði frá þessum löndum. Ár- ið 1939 framleiddu Portúgalar með 1 togara og 48 öðrum fiski- skiþum 12.129 tonn, en árið 1948 áttu þeir 12 togara og 48 önnur fiskiskip, og öfluðu 24.522 smál. (í ár eiga þeir 17 togara). Spánn átti 5 togara 1938 en á nú 17 og eru margir þeirra nýir og ágæt skip. Framleiða þeir nú um 20000 tonn á ári. Færeyingar eru stærstir selj- endur á ítalska saltfiskmarkaðin- um. Seldu þeir 21472 tonn þangað ás. 1. ári. Alls keyptu ítalir af Færeyingum 40% af þeim fiski, er þeir flytja inn. Einmuna góðviðri - akvegir greiðfærir Einmuna góðviðri hafa verið hér um slóðir nú að undanförnu, sunnan hlýviðri á degi hverjum, enda er snjór horfinn úr byggð í innsveitum og lítill snjór er á fjallvegum. Greiðfært er yfir OOxnadalsheiði og Þingeyingar sækja hingað á jeppum sínum yf- ir Vaðlaheiði. Segja þeir hana sæmilega færa og auðvelt að gera hana greiðfæra með því að beita ýtu á riokkur höft á veginum. — Engin hreyfing í þá átt sést samt hjá veganv.lastjórninni. Geysismenn syngja enn í kvöld Geysismenn hafa tvisvar sungið fyrir fullu húsi og við mikinn fögn- uð áheyrenda. Hafa söngskemmtanir þeirra orðið mjög vinsælar hjá bæjarbúum. í dag, fimmtudag, syngja þeir í síðasta sinn í Nýja- Bíó kl. 9 e. h. Búast piá við að aðgöngumiðarnir seljist á skömmum tíma, en sala þeirra hófst í Bókaverzlun Axels í gær. Söngskráin er nokkuð breytt að þessu sinni, en hún samansíendur af 21 lagi alls, 6 tvísöngvum og 15 einsöngslögum. Allt þetta tekurjpkki nema rúma klukkustund. Er það mjög óvenjulegt, að konsertar hér gangi svo greiðlega ,en þetta bendir meðal annars til þess, hve söngskemmt- unin er vel undirbúin í alla staði. Aulc hins vel æfða og fagra söngs sjömenninganna vekur píanóleikur Árna Ingimundarsonar sérstaka cg verðskuldaða athygli. Söngskemmtunm verður ekki endurtekin. Vopnahlésneíndir S. Þ. staría enn í PalestínU I fjórum vopnahlésnefndum, sem enn starfa í Palestínu og gæta þess að ekki blossi ófriður á ný upp milli Araba og Gyðinga, starfa fulltrúar Sameinuðu þjóðanna. Til vinstri sjást meðlimir einnar nefnd- arinnar við yfirgefinn skriðdreka í eyðimörkinni. Til hægri eru fulltrúarnir viðstaddir uppgröft fall- inna hermanna, sem til bráðabirgða voru grafnir í eyðimörkinni, en eru nú fluttir til legstaða í heima- löndum sínum. Eyfirzkir bændur mófmæla fram- frusnvarpi um breytingu á Rætt um stofnun byggðasafns Frá félagsráðsfundi K. E. A. sl. mánudag Hinn árlegi félagsráðsfundur KEA var haldinn hér í bænum sl. mánudag. Sóttu hann fulltrúar úr flestum deildum félagsins, auk stjórnar, framkvæmdastjóra og allmargra gesta. Á fundinum flutti Jakob Frí- mannsson bráðabirgðayfirlit um rekstur og hag Kaupfélags Ey- firðinga á sl. ári og urðu um það allmiklar umi-æður. Útdráttur úr ræðu framkvæmdastjórans er birtur á 5. síðu blaðsins í dag. Auk ýmsra atriða varðandi verzlun félagsins og fram- kvæmdir í einstökum atriðum, ræddi fundurinn tvö mál, er lík- leg eru til að vekja athygli. Fjórskiptafrumvarpi mótmælt. í tilefni af frumvarpi því um breytingar á fjárskiptalögum, sem fram er komið á Alþingi, samþvkkti fundurinn eftirfarandi tillögu með öllum greiddum at- kvæðum: ,,Út af frumvarpi um breyting- ar á gildandi fjárskiptalögum, sem lagt hefur verið fyrir Alþingi það, sem nú situr, lýsir Félags- ráðsfundur KEA, haldinn 30. jan. 1950, yfir því, að hann telur ákvæði 4., 5. og 6. greinar frum- varpsins miklu óhagstæðari en núgildandi lög fyrir bændur, sem neyðst hafa til þess að skipta um fjárstofn, vegna sauðfjárpestanna. Einkum og þó aðallega það ákvæði frumvarpsins, að heimila að greiða verulegan hluta bót- anna með vaxtalausum ríkis- skuldabréfum, sem innleysist eigi fyrr en fimm árum eftir útgáfu- dag. Sérstaklega leggur fundur- inn þó áherzlu á, að með því eru framin rangindi gegn þeim bænd- um, sem skorið hafa fjárstofn sinn niður, en eiga bætur þar fyrir enn ógreiddar hjá ríkissjóði og treystu því, að bótaákvæði þau, er í gildi voru, er atkvæða- greiðslan fór fram, myndu að minnsta kosti gilda um bætur þær, er þeim bæru. Því skorar fundurinn á Al- þingi að fella ofangreindar grein- ar úr frumvarpinu.“ Byggðasafn. Á síðasta ársfundi Mjólkur- samlags KEA var m. a. rætt um byggðasafn í Eyjafix-ði og mögu- leika á því að samvinnusamtökin legðu því menningarmóli lið. í tilefni af þeim umræðum lagði stjórn KEA eftirfarandi tillögu fýrir fundinn: „Með tilvísun til samþykktar, sem gerð var á síðasta ársfundi Mjólkursamlagsins vill stjórn Kaupfélags Eyfirðinga leggja til, að Mjólkui-samlagsfundur 1950 samþykki að verja nokkru fé.til einhvers konar framkvæmda, sem miði að því, að varðveifa sem bezt minninguna um búskapar- háttu, matargerð og mjólkui'iðn- að foi-feðra vorra. Gagnlegustu og heppilegustu leiðina í þessum efnum telur stjórnin vera þá, að byggður sé sveitabær í gömlum stíl og þar vei'ði komið fyrir þeim áhöldum, sem algengust voru á sveitabæj- um og notuð voru í sambahdi við matai-gei'ð og dagleg heimilis- stöi'f. En sveitabæ þessum verði valinn staður í hinu fyrirhugaða byggðasafni Eyfirðinga. Til framkvæmda þessu máli leggur stjói'nin til, að Mjólkur- samlagið leggi fram, þar til öðruvísi verður ákveðið, 1/3 hluta úr eyri á hvern mjólkur- lítra, sem því berst til vinnslu- meðferðar ái'lega. Fé þetta skal vera í vöi'zlum Kaupfélags Eyfirðinga, þar til framkvæmdir eru hafnar, en út- boi-gast þá eftir nánari reglum, sem stjórn félagsins setum í umboði aðalfundar. Jafnfi-amt sé’ skorað á sýslu- nefnd Eyjafjarðarsýslu, bæjar- stjórn Akureyrai'kaupstaðar og félagasamtök í bæ og sýslu að styðja og vinna ötullega að stofnun alhliða byggðasafns inn- an Eyjafjarðarsýslu.“ Eftir allmiklar umræður var samþykkt að vísa málinu heim til hinna einstöku deilda til umræðu og ólyktunar og vei'ður það væntanlega lagt fyrir Mjólkur- samlagsfund og aðalfund kaup- félagsins að þeirri afgi-eiðslu lok- inni. Fimm méhii fórost með bv. ..Yerði64 Annað höi'mulegt sjóslys hefur orðið sunnan við land í þessum mánuði. Togai-inn Vöi'ður frá Patreksfirði sökk sl. sunnudags- kvöld 165 sjómílur suðaustur af Vesímannaeyjum, á leið til Bret- lands með fiskfarm. Fimm sjó- menrv di'ukknuðu, en togarinn Bjai-ni Ólafsson frá Akranesi bjai'gaði 14 mönnum af áhöfn skipsins. Þessir fórust: Jens Jens- son, 1. vélstjóri, Patx'eksfirði, Jó- hann Jónsson, 2. vélstjói-i, Pat- í-eksfh'ði, Guðjón Ólafsson, 2. stýi-imaður, Patreksfii'ði, Halldór Árnason, kyndari, Pati-eksfirði og Ólafur Jóhannss., háseti, Tálkna- firði. Orsök slyssins er sú, að mikill leki kom að skipinu á sunnudaginn. Tókst ekki að stöðva hann né hafa undan með austi'i og dælum. Veour var vont, hvasst og mikill sjór. Skipverjar á Bjax-na Ólafssyni hafa unnið mikið björgunai-afrek með því að ná 14 mönnum af „Verði“ úr haf- inu við mjög ei'fiðar aðstæður. Vörður var 625 srnál. skip, byggð- ur í Þýzkalandi 1936, keyptur hingað til lands frá Bi’etlandi af Vatneyi'ai'bræði'um árið 1947.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.