Dagur - 02.02.1950, Blaðsíða 5

Dagur - 02.02.1950, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 2. febrúar 1950 DAGUR 5 var erfilt ár fyrir verzlun landsmanna Nokkur atriði úr ræðu Jakobs Frímannssonar framkvæmdastjóra, á félagsráðsfundi K. E. A. síðastliðinn mánudag En það eru því miður fyrir okkur, sem við félagið störfum, að mestu óviðráðanlegar orsakir, sem valda þessum versnandi hag. — Allur kostnaður við verzlun- arreksturinn vex hröðum skref- um vegna hækkandi dýrtíðar og þar af leiðandi hækkandi kaup- gjalds og óteljandi nýrra skatta og álaga frá ríkisins hálfu. Á sama tíma er álagningu haldið niðri í lægsta lágmarki og allri verzlun gert eins örðugt fyrir eins og framast má verða. Við verðum því, góðir félags- menn, enn um sinn að horfast í augu við mikla örðugleika og gera okkur það ljóst, að svo getur farið, að þeir eigi enn eftir að vaxa. Frjáls verzlun: Þó er ég þess fullviss, nú eins og eg hef ætíð verið, að eina úr- ræðið til að komast út úr þeim ógönguirp sem verzlun og við- skipti þessarar þjóðar er komin í, er að gefa verzlunina sem mest frjálsa, leysa af henni viðjar inn- flutningshafta, skömmtunar og verðlagseftirlits og munu sam- vinnufélögin þá áreiðanlega, í frjálsri samkeppni, vera fær um að annast vörudreifingu og halda niðri verðlagi, betur en nokkrar ríkisskipaðar, pólitískar nefndir. í því trausti, að við samvinnu- menn megum sem fyrst fá tæki- færi til þess að sýna, hvað við getum gert í frjálsri verzlun, kveð eg og árna yður öllum hjart- anlega góðs, nýbyrjaðs árs og þakka trausta samvinnu á und- anförnum árum.“ Helga Fríinaimsdóttir í Baugaseli MINNINGARORÐ Eins og greint er frá annars staðar í blaðinu í dag, var hinn árlegi félagsráðsfundur KEA haldinn hér í bænum sl. mánu- dag. Flutti Jakob Frímannsson framkvæmdastjóri þar bráða- birgðayfirlit um rekstur og hag Kaupfélags Eyfirðinga á sl. ári, svo sem venja er á félagsráðfund- um. f ræðu sinni sagði fram- kvæmdastjórinn m. a.: „.... Árið 1949 má segja að hafi verið mjög erfitt verzlunar- ár. Gjaldeyrisskorturinn var meiri en nokkru sinni fyrr og örðugleikar með að fá innfluttar vörur til landsins þar af leiðandi stöðugt vaxandi%eftir því sem leið á árið. Kaupgetan var mikil allt árið, þar sem kaupgjald fór enn hækkandi og afurðaverð ýmist stóð í stað eða hækkaði nokkuð. Einnig gerði hinn mikli niður- skúrður á sauðfé hér í sýslunni sitt til að auka kaupgetuna, sem aftur kemur bændum í koll á yfirstandandi ári í minnkandi af- urða-innleggi. Vörusalan hefur þó enn staðið nokkurn veginn í stað hvað heildar peningaverðmæti snertir og má sjálfsagt rekja það að nokkru til aukinnar dýrtíðar og hækkandi vöruverðs, en salan að vörumagni farið lækkandi. Framleiðsla verksmiðjanna hef- ur aukizt, sérstaklega þó fram- leiðsla sápuverksmiðjunnar, kaffibrennslunnar og efnagerðar- innar. Stafar þetta aðallega af því, að hrávöruinnflutningur þessara verksmiðja hefur verið nokkru meiri sl. ár en 1948. Framleiðsla landbúnaðarvara: í sláturhúsum félagsins var slátrað alls 38.961 kind og nam kjötþunginn alls 638.618 kg. — Nokkuð af þessu kjöti mun verða að sendast héðan til sölumeð- ferðar. Alls voru innlagðar 51.138 gærur, er vógu 171.128 kíló. Alls voru innlögð 13.178 kíló af ull. Kjötbúðin tók til sölumeðferð- ar, af framleiðendum, landbún- aðarvörur og fisk, svo sem kjöt, smjör, egg, ýmiss konar græn- meti, jarðepli, lax, silung og freð- fisk fyrir samtals kr. 3.367.256.49. Mjólkursamlagið veitti mót- töku alls 7.176.218 lítrum mjólkur og hefur greitt fyrir það til inn- leggjenda kr. 8.613.285.76, er ger- ir kr. 1.20 á lítra. Mjólkurmagnið hefur enn auk- izt um rúmlega 8%, og meðal út- borgun verið rúmum 6 aurum hærri á Htra en árið 1948. Á árinu seldust 33.7% af mjólkurmagninu sem neyzlumjólk, en 66.3% fóru til vinnslu. Sjávarafurðir 1949: ísfiskur: Lítið eitt var flutt út af ísvörðum fiski frá vorvertíð- inni, en ekkert um haustið. Var það Fisksölusamlag Eyfirðinga, sem hafði þann útflutning með höndum, en eins og fyrr hafði Útgerðarfél. KEA framkvæmda- stjórn þess og bókhald. Alls flutti samlagið út ca. 560 smálestir, er seldust fyrir ca. kr. 322.000.00. Auk þessa fór m.s. „Snæfell“ 2 ísfiskferðir, að mestu með eigin afla. Voru það alls a. 193 smálest- ir, er seldust fyrir ca. kr. 140.000- 00. Hraðfrystur fiskur: Unnið var á þremur frystihúsum félagsins, í Hrísey, Dalvík og Ólafsfirði. Nam framleiðslan alls um 487 smálest- um af frystum fiski til útflutnings að verðmæti ca. kr. 1.400.000.00. Auk þessa var lítið eitt fryst til neyzlu innanlands. Saltfiskur: Alls voru saltaðar á vegúm félagsins ca. 1275 smálest- ir fullstaðinn fiskur að verðmæti ca. kr. 2.850.000.00. Eýsisframleiðsla: Tekið var á móti ca. 235.000 lítrum lifrar á bræðslustöðvunum í Hrísey, Dal- vík og Grímsey. Úr því voru framleidd 595 föt af lýsi. Verð- mæti lýsisins er ekki unnt að tilgreina að svo stöddu. Saltsíld: Á söltunarstöð h.f. Njarðar á Siglufirði voru saltaðar 3191 tunnur (uppsaltaðar). Við pökkun lækkaði tunnutalan nið- ur í 2865 tunnur í útflutnings- hæfu ástandi. Uppbætur frá 1948: Uppbót á innlagða lifur 1948 hefur ekki verið gerð upp enn, en mun senni lega verða frá henni gengið fyrir reikningslokin 1949. Söltuð þunnildi: Framleidd voru 12875 kg. af söltuðum þunn- ildum að verðmæti ca. kr. 25.000.00. Verklegar framk væmdir: Vegna fyrirsjáanlegra örðug- leika á útvegun lánsfjár til fram- kvæmda og mjög óvissrar af- komu félagsins, hefur ekki verið ráðist í neinar nýjar framkvæmd- ir á síðastliðnu ári. Haldið hefur verið áfram með þær byggingar, sem í smíðum voru í byrjun ársins, og er nú lokið við innréttingu pylsugerð- arinnar í gamla smjörlíkisgerðar- húsinu og sú starfsemi flutt þangað og tekin til starfa. Þá er lokið við byggingu ketU- stöðvarhússins og verið að koma fyrir gufukötlum og vélum og útbúnaði þeim tilheyrandi. Fiski- mjölsverksmiðjan á Dalvík má heita fullgerð ,en hún getur þó ekki tekið til starfa fyrr en nýja ketilstöðin er komin í gang, þar eð hugmyndin er að nota þar gufuketil, sem nú er notaður hér á Akureyri, en losnar, þegar nýju kaltarnir taka til starfa. Tala félagsmanna —Nýtt kaupfélag í Ólafsfirði: Tala félagsmanna var í árslok 4.765, en sú breyting verður á félaginu nú frá áramótum, að Ólafsfjarðardeild gengur úr fé- laginu og stofnsetur nýtt kaup- félag í Ólafsfirði. Fækkar félags- mönnum KEA þá um ca. 200 manns, sem teljast gengnir úr Kaupfélagi Eyfirðinga um leið og Deir gerast félagar hins nýja fé- lags. Fullt samkomulag varð um skipti milli gamla félagsins og Ól- afsfjarðardeildar, og árnar Kaup- félag Eyfirðinga hinu nýja félagi allra heilla og vonar, að stofnun þess megi verða Ólafsfirðingum til farsældar. Lakari útkoma: Eins og eg gat um í upphafi þessarar skýrslu, get eg ekki enn neitt sagt um efnalega afkomu ársins 1949. — Þykist eg þó sjá, að hún muni verða mun lakari en ársins 1948, og eru það óneit- anlega mjög alvarlegar horfur, ef afkoma félagsins fer stöðugt versnandi, eins og raun hefur borið vitni um undanfarin síðustu 3 ár. V iðskiptasamnmgar Rússa og Spánverja? Fréttastofufregn frá Madrid, sem birt er í blöðum á Norður- löndum nú skömmu fyrir mán- aðamótin, hermir að Spánverjar séu að leita fyrir sér um við- skiptasamninga við Rússa. — Fregnir eru á kreiki um að dipló- matískir sendimenn Franco- stjórnarinnar og Moskvustjórn- arinnar eigi í samningum um þessi efni í Cairo og París. Rúss- ar ætli að láta Spánverja fá hveiti, en fái í staðinn wolfram og olífuolíur. Sagt er að samn- ingar þessir fari fram með milli- göngu pólska sendiráðsins í París. r Utflutningur s. L árs nam aðeins 289 millj. króna Heildarverðmæti útflutnings þjóðai'innar á sl. ári nam aðeins 289,2 millj. ki'óna, segir í skýrsl- um hagstofunnar, en innflutn- ingsins 423,9 millj. kr. Viðskipta- jöfnuðui'inn varð því óhagstæður um 134,7 millj. kr. Þess ber að gæta, að á árinu voru flutt inn skip fyrir um 40 millj. — Minna má á í þessu sambandi, að „ný- sköpunar“-stjói'nin áætlaði að innflutningur þjóðai'innar mundi komast í allt að 800 millj. kr. á áiá. Virðist sú áætlun byggð á jafntraustum grunni og lýsis- geymarnir í Siglufirði. Hinn 6. janúar sl. var til graf- ar borin ekkjan Helga Frímanns- dóttir frá Baugaseli, að Myi'ká í Hörgárdal, og sungin til moldar af sóknai-prestinum, síra Sigurði Stefánssyni á Möðruvöllum. Helga var háöldruð kona, eða á níunda aldursári hins tíunda tugar, er hún lézt. Hún var fædd á Ásgerðarstöðum í Hörgárdal, dóttir Þóru Tómasdóttur, er síð- ar bjó með manni sínum, Jóni Sigurðssyni, að Hálfdanartung- um í Norðurárdal. Helga var ekki hjónabandsbarn. Faðir hennar var Fi'ímann Ágústsson Jónsson- ar prests að Grundai'þingum, Jónssonar prests, er þar var áð- ur og auknefndur var hinn lærði og þjóðkunnur er. Helga ólst eigi upp með móður sinni og stjúpa, heldur í Baugaseli, hjá Sigfúsi Sigui'ðssyni, er þar bjó á 19. öld. Var hann barnlaus og afhenti próventu sína Lofti og Þor- björgu, foreldrum Guðnýjar á Þúfnavöllum. Var Helga vinnu- kona hjá þeim í mörg ár. Um nokkurra ára skeið bjó hún í Baugaseli með manni sínum, Zophóníasi Sigurðssyni, og eru báðar dætur hennai', Una og Sig- urlaug, fæddar þar. Síðustu ára- tugi ævi sinnar dvaldist hún í Baugaseli á vegum tengdasonar síns, Friðfinns Sigtryggssonar. Af þessu stutta ági'ipi er ljóst, að Helga gerði ekki víðreist um dag- ana, heldur dvaldi alla ævi í Hörgárdal og lengst af í Bauga- seli. Baugasel í Bai-kárdal er af- slcekktasta býli Skriðuhrepps, sem nú er í ábúð. Mun þaðan vera um klukkutíma fei'ð til næstu bæja, sem nú eru byggð- ir. Ætla rná af þeim aldax-anda, sem nú ríkir, að lífið þar þyki ekki eftirsóknai'vei-t eða margt þar um þau menningai'vei'ðmæti, sem nú eru mest á orði. Gera má sér í hugarlund aðstöðu þeirra, sem þar ólust upp fyrir nærri heilli öld. Umkomulaus stúlka á slíkum stað á öldinni sem leið, varð að vinna fyrir sér strax og kraftar leyfðu, og ekki hefur ver- ið mikill tími afgangs til bóknáms né önnur tækifæri. Mætti af þessu ætla, að Helga hafi verið fáfróð, en því fór fjari'i. Hún var prýði- lega gx'eind kona og vel lesin. Andlegum kröftum sínum hélt hún furðu lítt skertum fram til hinztu stundar. Viku fyrir andlát hennar ræddi ég mai'gt við hana og kom þá glöggt í Ijós, að hún mundi margt fi’á fyrri tíð og ræddi um það. Voru líkamskraftar hennar þá mjög þrotnir. Rifjuðum við í þetta sinn upp nokkur vei-s úr passíu- sálmunum og þurfti ekki að minna hana á. Helga var alla ævi vel hraust, en rúmföst mun hún hafa vei'ið þi’jú síðustu æviárin sökum elli- hrumleika. Hinn háa aldur bar hún vel, og ekki var hún um- kvörtunarsöm. Að líkum lætur þó, að þeir, er ná svo háum aldri sem hún, verði engu fegnari en hvíldinni þegar þeir sjá og finna, að starfsþrekið er farið og þeir verða frekar til byrði en léttis fyrir aðra. Ekki mun þetta sízt eiga við um fólk, sem unnið hef- ur öll sín stöi’f af dugnaði og stakri trúmennsku, eins og Helga Frímannsdóttir gerði. Allir, sem kynntust Helgu, Ijúka upp einum munni um að hún hafi verið sérlega vönduð og góð kona, viðmót hennar var að- laðandi, glatt og hlýtt og aldi'ei mun hún hafa átt óvildarmann, en margir áttu henni gott að þakka og þó enginn meira en ég. Á ég enga betri ósk böi'num mín- um til handa, en að þau megi erfa þá miklu og góðu mann- kosti, er hún bjó yfir. Hinn 21. desember sl. kom sendimaður frá Baugaseli að Flögu og flutti andlátsfregn Helgu. — Jólaundii'búningurinn stóð þá sem hæst. Helfregn er aldrei aufúsugestur og þó sízt á jólum. En andlátsfíegn þessarar háöldruðu konu var samt gleði- fx-étt. Við vissum, hvað hún þráði heitast og hvei-nig hún óskaði að halda þessi jól. Blessuð sé minning hennar. Aðalsteinii Guðmundsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.