Dagur - 02.02.1950, Blaðsíða 2

Dagur - 02.02.1950, Blaðsíða 2
2 D AGUR Fimmtudaginn 2. febrúar 1950 Hvað á að láta Eftir FINN Alir hafa gott af að vinna, því vinnan er undirstaða alls, og þeir sem vinna eru hornsteinar mann- félagsbyggingarinnar og stoðirn- ar, sem halda uppi hinu glæsta musterl menningar og framfara. Án erfiðis er óhugsandi að menn þekki þá sælu sem hvíldin veitir (gömul spakmæli). Það er engu síður nauðsynlegit fyrir böm en fullorðna að vinna. Ef þau hafa ekkert nytsamt starf til að slökkva sinni athafnaþrá með, kemur hún fram í skemmd- arstarfsemi og öðru því sem síður skyldi, því starfsþrána er ekki unt að stöðva. Sú breyting hefur orðið á þjóðlífi okkar síðustu ára- tugina, að nú býr meiri hluti þjóðarinnar í bæjum og þorpum í stað sveitarinnar áður. Þessi breyting hefur haft þau áhrif að óhugsandi er að börn og ungling- ar geti tekið þátt í störfum full- orðna fólksins eins og áður tíðk- aðist, á meðan flestir störfuðu að sinni eigin framleiðslu. Þau börn sem nú alast upp í kaupstöðum eru nokkurs konar auðnuleysingjar heimilanna, þar sem fátt er hægt að finna sem þeim hentar að staría við. Þetta aðgerðaleysi unglinganna véldur foi-eldrunum margri ai-mæðu- stund, því þeim er það vel ljóst að götu-uppeldi og aðgerðaleysi hefur alla jafnan skaðleg áhrif á hug og háttu æskunnar. Þar sem litlar líkur eru til að starfshættir kaupstaðanna breyt- ist það mikið á næstu árum að æska þeirra geti fengið störf við sitt hæfi, verður maður að líta svo á, að nauðsyn beri til að for- ráðamenn bæjanna geri allt sem í þeirra valdi stendur til að skapa þessum ungu borgurum vinnu- viðfangsefni er hafi þroskandi á- hrif á þá, og forði þeim frá því að lenda á braut iðjuleysis og spill- ingar þeirrar, sem svo oft vill sigla í kjölfar þess, hjá óþrosk- aðri æsku. Það ætti því að vera stolt hverrar bæjarstjórnar að búa svo að ungmennum sínum, að sem allra fæstir lendi á villigöt- um. Því stolt og afkoma hvers staðar er fólgin í því að eiga vandaðan og duglegan æskulýð. En vöndun og dugnaður fæst ekki ætíð með löngum skólaverum, þar verður vinnan sigursælasti skóli lífsins. Því án vinnugleði og dugnaðar verður enginn nýtur borgari. Hér á Akureyri er fjöldi ung- menna á aldrinum frá 10 til 16 ára, sem lítið eða ekkert hafa fyr- ir stafni þann tíma sem skólarnir geyma þá ekki. Margir af þessum æskumönnum eru sí og æ að leita sér að einhverjum starfa, því viljinn til að gera gagn er þeim í blóð borinn. En þegar þeir fá ekkert nytsamt til að starfa að, kemur athafnaþráin fram í strákapörum og illri umgengni, enda er það álit manna hér að skemmdarstarfsemi fari ört vax- andi í bænum. Það er því ekki að ástæðulausu að maður vill reyna að beina huga og athafna- þrá barna þessa bæjar inn á nyt- æskuna sfarfa? Arnason samari brautir. Og þá sérstaklega beina þessum hugleiðingum til þeirra manna sem nú verða valdir til að hafa á hendi forustu bæjar- málanna, en það er undir skiln- ingi og velvild þeirra komið, hvaða bjargráð þeir velja til úr- bóta þessa vandamáls. Mér, sem þessar línur skrifa, er það vel ljóst að erfitt mun reynast að útvega mörgum ungl- ingum næga vinnu yfir sumar- tímann, en betur sjá augu en auga, og því full ástæða til að ætla að heppilegrar lausnar verði að vænta, þegar margir snjallir ljá málinu lið. Eg vil þó benda á nokkur atriði sem mér finnst for- ráðamenn bæjarins ættu að ljá sitt liðsinni til. 1. Að hvetja foreldra til að koma börnum sínum í sveit yfir sumarið. 2. Að stofna skólagarð í ná- grenni bæjarins, þar sem hvert barn fengi ákveðinn reit til að rækta og hugsa um. Þar að auki sameiginlegt svæði til kartöflu og rófnaræktar. Um þetta mál hef eg áður skrifað bæjarstjórn og ræði því ekki meira um það hér. 3. Lögð verði áherzla á að kl»ða brékkurnar hér inn með bænum skógi og nota tií þessa starfs skólaæskuna og aðstoð kennaranna í •samv-ínnu við þau félög er vinna að sama marki. 4. Hver verkstjóri og flokks- stjóri, sem hjá bænum er, verði skyldaður til að hafa minnst einn ungling með sínum vinnu- flokk til snuninga og léttustu starfa, svo þeir kynnist vinnu- brögðum þeim, er bærinn hefur með að gera. í vinnuflokka þessa séu teknir stálpaðir drengir. 5. Unglingavinna verði sett á stofn undír yfirstjórn kennara eða annarra góði-a manna. 6. Að fjölga leikvöllum og bæta úr leiktækjaskorti, svo börnin geti unað þar við hollar og þrosk- andi æfingar. Norskur skíðakennari væntanlegur Norskur skíðakennari, Jeppen Erikson, kom til Akureyrar um síðustu helgi og fór til Siglufjarð- ar á þriðjudaginn. J. Erikson er ráðinn til Siglufjarðar 2—3 mán. og kennir fyrst og fremst skíða- stökk. Sjálfur er hann ágætur stökkmaður, sigraði á móti í Sví- þjóð (Finnar, Norðmenn, Svíar) rétt áður en hann flaug til ís- lands. Stökk hann þar 68 metra í sinni betri ferð. J. Erikson leizt vel á aðstöðuna hér við Akureyri og lét í ljósi að hann vildi gjarnan kenna hér um tíma. Skíðaráð Akureyrar hefur tek- ið málið til athugunar og útlit er fyrir að samningar muni takast — við kennarann og Siglfirðinga — og að Erikson verði um tíma með skíðamönnum hér. á Akur- eyri og þá sennilega í marz. — Kosningin á Akureyri (Framhald af 1. síðu). Frímannsson ,Þorsteinn M. Jóns- son og dr. Kristinn Guðmunds- son. Af C-lista Elísabet Eiríks- dóttir og Tryggvi Helgason og af D-lista Helgi Pálsson, Jón Sólnes, Guðmundur Jörundsson og Sverrir Ragnars. Nokkuð bar á tilfærzlum og út- strikunum á öllum listunum, en ekki breytti það þó úrslitum eða röð manna. Osigur kommúnista. Kosningarnar hér eru mark- verðastar fyrir ósigur kommún- ista. Flokkurinn er minnkandi flokkur í bænum. Er það nú stað- fest eftirminnilega að hin hrak- lega útreið er þeir fengu í Al- þingiskosningunum í sumar var ekkert stundarfyrirbrigði, heldur þrep á leið flokksins til hrörnun- ar og áhrifaleysis í bænum. Kommúnistar hafa tapað miklu fylgi hér síðan 1946. í bæjar- stjómarkosningunum þá urðu þeir stærsti flokkur bæjarins, en nú eru þeir þriðju í röðinni og langt fyrir -aftan borgaraflokkana tvo. Munu þeir ekki eiga sér uppreisnar von hér í bæ. Alþýðuflokkurinn fékk endurgreiðslu. Fylgi Alþýðuflokksins hér hef- ur einnig hrakað verulega frá því í síðustu bæjarstjórnarkosning- um, en að þessu sinni hlaut flokkurinn nokkra endurgreiðslu frá íhaldinu á láninu frá í haust, er þessi markverði „alþýðu- flokkur“ gekk í lið með því til þess að forða því að Framsókn- armenn ynnu kjördæmið. En reynslan ætlar að verða sú, að bandalag lítils flokks við stóran flokk í kosningum, reynist litla flokknum hættulegt og mun ríða honum að fullu, ef ekki er snúið við í tíma. Virðist það ætla að taka alþýðuforingjana hér langan tíma að átta sig á þessum stað- reyndum. Fylgi Framsóknarmanna. Miðað við síðustu bæjarstjórn- arkosningar er útkoma Fram- sóknarflokksins að þessu sinni góð. Flokkurinn hefur' aukið fylgi sitt um 170 atkvæði síðan 1946. Að vísu náði flokkurinn ekki eins góðri útkomu nú og í Alþingiskosningunum í haust, enda var kjörsókn minni nú en þá, og jafnan er nokkuð önnur útkoma á fylgi flokkanna í bæj- arstjórnarkosningum en í alþing- iskosningum. En úrslitin nú sýna glögglega að flokkurinn á traust og vaxandi fylgi í bænum. — Sjálfstæðisflokkurinn hefur einn- ig bætt aðstöðu sína verulega síðan 1946 og vann nú fulltrúa- sæti frá kommúnistum, enda þótt rösklega 200 atkvæði vantaði á að útkoma flokksins nú væri eins góð og í alþingiskosningunum í haust. - Kosningaúrslitin (Framhald af 1. síðu). 134 atkv. 2 fulltr., Framsóknarfl. 87 atkv. 1 fulltr., Sjálfstæðisfl. 83 atkv. 1 fulltr.). Seyðisfjörður. Alþýðufl. 110 atkv. 3 fulltr. (118 atkv. 2 fulltr. 1946, flokkur- inn hafði þá tvo lista í kjöri). Framsóknarfl. 53 atkv. 1 fulltr. (74 atkv. 1 fulltr. 1946). Sósíalistafl. 51 atkv. 1 fulltr. (92 atkv. 2 fulltr. 1946). Sjálfstæðisfl. 152 atkv. 4 fulltr. (153 atkv. 4 fulltr. 1946). Siglufjörður. Alþýðufl. 440 atkv. 3 fulltr. (473 atkv. 3 fulltr. 1946). Framsóknarfl. 212 atkv. 1 full- tr. (1942 atkv. 1 fulltr. 1946). Sósíalistafl. 519 atkv. 3 fulltr. (495 atkv. 3 fulltr. 1946). Sjálfstæðisfl. 349 atkv. 2 fulltr. (360 atkv. 2 fulltr. 1946). Úrslit í nokkrum kauptúnum A-listi (Alþýðufl. og sós.) 164 atkv. 2 fulltr. B-listi (Framsóknarfl. og óháð- ir) 148 atkv. 2 fulltr. C-listi (Sjálfstæðisfl.) 76 alkv. 1 fulltr. Árið 1946 urðu úrslit þessi: Óháðir borgarar 156 atkv. 3 full- tr. Listi Verkalýðsfélagsins 141 atkv. 2 fulltr. Óháðir bændur 42 atkv. enginn fulltr. Blönduós. Sjálfstæðisfl. 150 atkv. 4 fulltr. Samvinnumenn 69 atkv. 1 full- trúa. 1946 buðu lýðræðisfl. þrír sam- eiginl. fram og hlutu 175 atkv. og 5 fulltr. Sósíalistar fengu þá 30 atkv. og engan fulltr. Vestmannaeyjar. Alþýðufl. 280 atkv. 1 fulltr. (375 atkv. 2 fullti-. 1946). , Framsóknaríl. 404 atkv. 2 full- tr. (157 atkv. enginn fulltr. 1946). Sósíalistafl. 371 atkv. 2 fulltr. (572 atkv. 3 fulltr. 1946). Sjálfstæðisfl. 737 atkv., 4 fulltr. (726 atkv. 4 fulltr. 1946). í Vestmannaeyjum unnu Fram- sóknarmenn glæsilegaata k,osn- ingasigur þessara kosninga, fengu 2 fulltr., en höfðu engan áður. — Fylgið hrundi af sósíalísku flokkunum. Ólafsfjörður. Alþýðufl. 79 atkv. 1 fulltr. (87 atkv. 1 fulltr. 1946). Framsóknarfl. 102 atkv. 2 full- tr. (135 atkv. 2 fulltr. 1946). Sósíalistafl. 100 atkv. 1 fulltr. (109 atkv. 2 fulltr. 1946). Sjálfstæðisfl. 171 atkv. 3 fulltr. (121 atkv. 2 fulltr. 1946). Húsavík. Alþýðufl. 163 atkv. 2 fulltr. Sameiginlegur listi Framsókn- arfl. og Sjálfstæðisfl. 258 atkv. og 3 fulltr. Sósíalistafl. 196 atkv. 2 fulltr. f kosningunum 1946 höfðu lýð- ræðisfl. þrír sameiginlegan lista og hlutu 349 atkv. og 5 fulltrúa. Sósíalistar 202 atkv. og 2. fulltr. Sauðárkrókur. Alþýðufl. 144 atkv. 2 fulltr. (142 atkv. 2 fulltr. 1946). Framsóknarfl. 120 atkv. 2 full- tr. (95 atkv. 1 fulltr. 1946). Sósíalistafl. 53 atkv. enginn fulltr. (55 atkv. 1 fulltr. 1946). Sjálfstæðisfl. 208 atkv. 3 fulltr. (162 atkv. 3 fulltr. 1946). Keflavík. Alþýðufl. 414 atkv. 3 fulltr. (323 atkv. 3 fulltr. 1946). Framsóknarfl. 152 atkv. 1 full- tr. (112 atkv. 1 fulltr. 1946). Sósíalistafl. 73 atkv. enginn full- tr. (87 atkv. enginn fulltr. 1946). Sjálfstæðisfl. 417 atkv. 3 fulltr. (323 atkv. 3 fulltr. 1946). Borgarnes. Alþýðufl. 45 atkv. 1 fulltr. (28 atkv. enginn fulltr. 1946). Framsóknarfl. 98 atkv. 2 fulltr. (99 atkv. 2 fulltr. 1946). Sósíalistafl. 72 atkv. 1 fulltr. (61 atkv. 1 fulltr. 1946). Sjálfstæðisfl. 170 atkv. 3 fulltr. (165 atkv. 4 fulltr. 1946). Stykkishólmur. Alþýðufl. og Framsóknarfl. 172 atkv. 3 fulltr. Sjálfstæðisfl. 223 atkv. 4 fulltr. Úrslit 1946 urðu þessi: Alþýðu- fl. 70 atkv. 1 fulltr. Framsóknarfl. 76 atkv. 2 fulltr. sósíalistar 33 at- kv. enginn fulltr. Sjálfstæðisfl. 173 atkv. 4 fulltr.). X ýmsum kauptúnum voru ekki hrein flokksframboð, heldur list- ar óháðra, samsteypulistar o. s. frv. og er erfitt að átta sig á hverjar pólitískar línur liggja þar á bak við. Sandgerði. Alþýðuflokkurinn 155 atkv. og 3 fulltrúar (144 atkv. og 3 fulltr.), Kommúnistaflokkurinn 36 atkv., en enginn fulltrúi (bauð ekki fram), Sjálfstæðisflokkurinn 96 atkv,- og 2 fulltrúa (122 atkv. og 2 fulltrúa). Suðureyri. Alþýðuflokkurinn og óháðir 92 atkv. og 3 fulltrúar (61 atkv. og 1 f ulltrúi), F ramsóknarf lokkurinn 38 atkv. og 1 fulltr. (69 atkv. og 2 fulltr.), Sjálfstæðisflokkurinn 54 atkv. og 1 fulltr. (70 atkv. og 2 fulltr.). Bolungavík. Alþýðuflokkurinn 97 atkv. og 2 fulltr., Framsóknarflokkurinn 72 atkv. og 1 fulltr. (sameiginlegur listi' Alþýðufl. og Framsóknarfl. 110 atkv. og 2 fulltr.), Sjálfstæð- isflokkurinn 168 atkv. og 4 fulltr. (159 atkv. og 4 fulltr.). Alþýðuflokkurinn vann eitt sæti af Kommúnistafl., sem 1946 fékk 1 fulltr., en bauð nú ekki fram.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.