Dagur - 02.02.1950, Blaðsíða 6

Dagur - 02.02.1950, Blaðsíða 6
6 D AGUR Fimmtudaginn 2. febrúar 1950 '/VVvTVVVvVs/s/VV-/VWVVVVVVVVVVVs/s/y^Vs/VVNA/W^Í LÁTTU HJARTAÐ RÁÐA! Saga eftir Sarah-Elizabeth Rodger iWvwvwwwvwwvwwwv'# <NWWVWWWWWWWWWW /vwwwwwwwwvwwwvv 9. DAGUR. róttir Og útilíf (Framhald). ekki haft mikla peninga undir liöndum og það er dýrt að búa á hóteli. Eg ætla því að leggja til að eg búi til kvöldverðinn heima hjá mér. En á sama augnabliki og hún opnaði dyrnar, lagði matarlykt- ina á móti henni. „Það er lauksúpa,“ sagði Terry. „Sérgrein mín. Bíddu bara þang- að til þú hefur fengið þér bragð!“ Kvöldverðurinn var nær því íilbúinn. Terry hafði sett upp svuntu og var búinn að leggja dúk á spilaborðið hennar úti í gluggakróknum. Borðið fór raunar ágætlega þar. Alison undraðist að henni skyldi aldrei hafa dottið það í hug. „Þú ert hreinasta gersemi, Terry,“ sagði hún. „Hverju orði sannara! Nú er bara að vita, hvort þú gerir þér það fyllilega ljóst.“ Alison náði sér í pils og peysu innan úr skáp og fór því næst inn á baðherbergið til þess að hafa fataskipti. „Það er ekki þægilegt fyrir tvo að vera í einu herbergi — eg á- við að þ?að sé lítið næði til að vera út af fyrir sig,“ sagði Terry, er hún kom aftur inn í stofuna. „Það er ein af ástæðunum til þess að við ættum að gifta okkur hið íyrsta.“ . „Terry! Þú lofaðir mér að tala ekki um giftingu fyrst um sinn.“ „Eg veit það. En eg gleymdi því í augnablikinu." „Og ef eg giftist þér,“ sagði hún í striðnistón litlu seinna, „mundi það eingöngu að þakka því, að þú ert ágætur matreiðslumaður. — Þetta er ljómandi góð súpa.“ Kvöldið leið. Þau voru í góðu skapi og skemmtu sér sem góðir vinír og félagar. Þegar þau höfðu lökið uppþvottinum, gripu þau í spil. Rags teygði úr sér á gólf- ábreiðunni. Klukkan hálf tíu stóð hann upp og kvaddi. Hún kyssti hann á kinnina að skilnaði. „Þakka þér fyrir kvöldið Terry. Það hefur verið sérlega ánægjulegt.“ • „Bíó annað kvöld?“ spurði hann. Hún brosti og kinkaði kolli. Margar vikur liðu áður en hún fl-étti nokkuð af högum þeirra Rush og Jenny. Henni hafði þá tekist að grafa minninguna um Rush svo djúpt í huga sér, að hún mundi ekki eiga þangað aftur- kvæmt, a. m. k. ef ekkert sér- stakt kæmi fyrir. Það var Jane frænka hennar, sem hringdi til hennar. „Við höf- um saknað þín svo mikið, Ali- son,“ sagði hún. „Eg verð í borg- inni á þriðjudaginn. Viltu ekki borða með mér hádegisverð á Colonyveitingahúsinu klukkan eitt? Þú þarft ekki að vera lengi.“ Hún þakkaði boðið. Hún vildi heldur heyra Jane frænku segja fréttirnar en nokkurn annan. Jane Towne var hæglát kona og húsmóðir. Henni féll betur að sinna störfum sínum heima og hirða garðinn sinn, en standa í því að koma dóttur sinni á fram- færi í samkvæmislífinu. Alison vissi, að frænka hennar hefði heldur óskað að Jenny hefði haldið áfram skólavist sinni, en Jenny hafði sjálf engan áhuga fyrir því, og faðir hennar lét hana jafnan ráða. „Þetta er eins og mótvægi," sagði Jane. „Stúlkum á þessum aldri finnast unglingsárin langt að baki, og þær ráða sér ekki fyrir fögnuði yfir því að vera orðnar fullorðnar. Og glundroðaástandið í heiminum hefur sín áhrif á þær. Eg hef heyrt þær segja, að bezt sé að skemmta sér duglega áður en atómstríðið sprengi jarðkúl- una í loft upp. Mér finnst lífs- stefiia ungá' fólksins vera einmitt þessi: Að skemmta sér.“ Alison renndi huganum til baka til þess tíma,v«k.Jenny Var lítil stúlka með fléttur,'og bar Háriá saman við ungu stúlkuna í dag. Og hún sagði við frænku sína, að Jenny mundi vaxa upp úr þessu, mundi brátt fá leið-á því. Auðséð var að Jane frænka var áhyggjufull. „Við höfum ákveðið að flytja til borgarinnar og búa hér í vetur,“ sagði hún. „Jenny vill endilega vera hér.“ „Þú munt sakna sveitarinnar," sagði Alison. „Já, eg mun gera það, og Philip líka, þótt hann vilji ekki játa það. Honum finnst hann ekki fá frið og öryggi fyrr en hann er kominn heim, og heima er þar, en ekki hér. En hann er staðráðinn í því að Jenny skuli fá öll þau tæki- færi, sem ungum stúlkum í henn- ar stétt er hægt að veita.“ Alison svaraði ekki. Hún fann að Jane leið ekki vel. „Það er aðeins eitt, sem eg skil ekki í þessu öllu saman,“ sagði Jane. „í hverju hef eg brugðizt Jenny? Eg hef brotið heilann um þetta en árangurs- laust. Eg sé það ekki.“ „Elsku Jane, þú mátt ekki tala þannig. Jenny er ung og hraust, og full af kátínu og lífsfjöri og það verður að fá útrás. Það stefnir kannske ekki í rétta átt þessa stundina, en þegar hún verður komin í höfn, lagast allt af sjálfu sér.“ „En hvar er hennar höfn?“ spurði Jane hrygg í bragði. „Að giftast of ung og þá ekki réttum manni?“ Hún greip hönd Alison og horfði beint í augu hennar. „Eg verð að segja þér það, enda þótt þú vitir það sennilega þegar. Hún vill giftast Rush.“ Alison lét sér hvergi bregða. „Eg veit það,“ svaraði hún. Komið í íþróttahúsið! Nú líður óðum á veturinn, dag- inn lengir smátt og smátt og birt- an fer vaxandi. Enn um sinn er íþróttafólkið þó aðallega innan dyra við sínar æfingar. Skauta- svell eru léleg og skíðafærið stopult, a. m. k. hér í nánd við bæinn. Stórhríðarmótið bíður enn. Hlauparar og aðrir, sem stunda frjálsar íþróttir æfa sig inni. Hið sama mættu skíðamenn gjaman gera. Þar gefst ágætt tækifæri til að styrkja fæturna með göngu, hlaupi og hoppum, auka þolið og þrautseigjuna, sem í skíðagöng- unni eru fyrstu skilyrðin til sig- urs, æfa upp jafnvægi, taugastyrk og dirfsku á slá, í köðlum og með stökkum og klifri í rimlum. Reyndar er það svo, að mikill hluti þess fólks, sem stundar í- þróttir hér í bæ, eða telur sig til þess hóps, mætir og æfir í hús- inu. En það er bara miklu fá- mennari hópur, en vera ætti í svona fjölmennum bæ. íþróttahúsið er því nær allan daginn í notkun, oftast einhverj- ir tímar. Þar er miklu til kostað í hita, upplýsingu, umsjón og kennslu. En gallinn er, að oft njóta miklu færri af þessu en mætti vera með sama tilkostnaði. Fimleikatíminn getur t. d. verið ■hverjum einum því nær eins góð- ur, þótt 20 séu í hópnum í stað 12. Og með ríflegri þátttöku mætti smátt og smátt lækka útgjöld ein- staklinga og félaga. Alls vegna væri æskilegt að enn fleiri leit- uðu stund og stund í íþróttahús- ið, og þeir, sem þegar eru þar að starfi, ættu því að reyna að laða aðra með sér á þann samkomu- stað bæjarins. Til hlauparanna. „Spretthlauparaþjálfunin er fremur fótaleikfimi en hlaupa- æfingar," segir Gösse Holmér. Þeir verða að æfa í hlýju, inn- húss, „start“ og leiftursnögga spretti. Hér fylgir æfingaseðill: 1. Gangur — venjulegur göngu- hraði. 2. Gangur á tánum. 3. Hlaup — löng, f jaðrandi skref — rólega. 4. Hopp á staðnum — mjúkt. 5. Hællyfta. 6. Hnélyftur. 7. „Sippa“. 8. Létt hlaup með smáhoppi í hverju skrefi. „Eg hef sagt henni, að það mundi reynast hörmuleg mistök, en hún vill ekki hlusta á mig. — Faðir hennar er henni samþykk- ur, ef hún geymir það til vors að tilkynna trúlofunina, og síðan standi brúðkaupið í júní.“ „En hvers vegna ert þú þessu andvíg?“ spurði Alison. „Rush er mjög hrifinn af henni. Hann hef- ur sagt mér það sjálfur. Og Jenny er yfir sig hrifin af honum — maður þarf ekki nema líta á hana til þess að sjá það.“ (Framhald). 9. Gangur, snöggir hlaupasprettir á milli með mjög hárri hnélyftu. Þá á hlaúparinn að vera orð- inn rennsveittur — fyrir baðið. Evald Mikson, sem verið hefir þjálfari íþróttamanna á Akureyri, hjá K.A. s. 1. sumar, Þór í vetur, eru nú á förum til Rvíkur. Hann mun ráðinn sem þjálfari hjá í. R. um óákveðinn tíma. Utan úr heimi. í des s. 1. var getið um það hér í þættinum að Svíar hefðu farið til Brasilíu til að keppa í knatt- spyrnu og hefðu þótt standa sig illa þar vestra. Þeir virtust þó heldur sækja sig er á leið og síð-' ustu 10 mínútur síðasta leiks — 20. desember við Flamings í Rio de Janeiro — skoruðu þeir 3 mörk glæsilega og varð það geysileg uppreisn, sbr. „allt er gott þá endirinn allra beztur verður". Þegar 10 mín. voru eftir, stóð leikurinn 7 :1 fyrir Flamin- go, en niðurstaðan varð 7:4 mörkum. Það var nærri því eins og norrænu víkingarnir sneru heim sigrandi eftir síðasta-sprett- inn! Svíar voru einnig í Indlandi í des. með knattspyrnuflokk (frá Helsingborg). Asíubúar voru stórhrifnir af sænskri knatt- spyrnu og hefur verið samið um þrjá leiðangra næsta haust: Ja- pan, Persíu og Filippseyjar. Indverjarnir, sem leika ber- fættir, vöktu og hrifningu Sví- anna. Þeir skrifa t. d. um einn, Ahmed Khan: „Það var ekki það til, sem hann gat ekki með sínum beru fótum“, lék sér með Sví- ana, var öllum fljótari á spretti og skotvissari. Annars virtist Ind- verjana helzt vanta skot. Og sig- urför Svíanna var næsta órofin, unnu alla 12 leikina og skoruðu 37 : 8 mörkum. En Ahmed Khan, sem af frásögnum að dæma virð- ist öllum knattspyrnumönnum fremri (23 ára Banglore-búi, á- gætur enskumaður og tungu- málakennari), vill koma til Sví- þjóðar — mest vegna knatt- spyrnunnar — og dvelja þar í 5 ár. Og ekki virðast standa á f- þróttafélagi Helsingjaborgar að taka á móti honum, svo að vel má gera ráð fyrir að Ahm'ed Khan fái jafnvel að sýna listir fóta sinna — og heila — á íslandi eitthvert næstu ára — með Svíum! (Já, hver veit, nema Akureyringar fái að mæta honum í leik t. d. 1953, á sínu íþróttasvæði, sem þá verð- ur, samkv. áætlunum þeirra, er þessa daga keppa eftir sæti í bæjarstjórn Akureyrar, gróið í sessi og hefur verið gott öllum til þjálfunar og leika um árabil! Ahmed Khan og nýja bæjar- stjórnin lengi lifi!) — Síðasti leikur ferðarinnar var við úrvalslið Alexandriu- borgar á heimleiðinni. Heimalið- ið var sterkt og byrjaði vel, setti mark á 5. mínútu. í síðari hálf- leik stóð lengi 2:2, en þegar 2 mín voru eftir af leik, tókst Sví- um að skora sigurmarkið, — 3 : 2 mörkum úrslit. Handknattleiksmeistarar Norð - udlands í kvennaflókki. Fremst: Ragnheiður Oddsdóttir, miðfram- herji, Eygló Einarsdóttir, Anna Sveinbjarnardóttir og Guðrún Friðgeirsdóttir. Aftasta röð frá v.: Ása Ásgrímsdóttir, Árnína Guð- laugsdóttir, Unnur Berg Árna- dóttir, María Guðmundsdóttir og Guðrún Magnúsdóttir. Flokkurinn er úr Knattspyrnu- félagi Akureyrar.- SVIGMÓT k: a. Sunnudaginn 29. janúar 1950. Karlar: A„ B. og C. flokkur. (Keppendur 12): 1. Magnús Brynjólfsson A„ 59.5 2. Baldvin Haraldsson A., 63.4 3. Sigtryggur Sigtryggss. C„ 64.3 4. Haukur Jakobsson C„ 65.3 5. Höskuldur Karlsson C„ 72.8 Konur. (Keppendur 5): 1. Ásdís Karlsdóttir 55.2 2. María Guðmundsdóttir 75.7 3. Unnur Berg Árnadóttir 79.0 Drengir: 1. Skjöldur Tómasson 42.6 2. Hilmar Jóhannsson 44.1 3. Þráinn Karlsson 53.6 Skautafélag Akurcyrar hefur ákveðið að reyna að koma upp skautamóti í næsta mánuði, ef veðurskilyrði verða nægilega hagstæð. Gert er ráð fyrir að mótið fai-i fram sunnudaginn 12. febr. verði sæmilegur skautaís til undirbúningsæfinga. Félagið hef- ur haldið uppi æfingum öðru hvoru í vetur, ýmist í hólmunum í Eyjafjarðará, eða á leirunum, en veðráttan hefur verið óstöðug og því erfitt að halda við nothæfu æfingasvelli. Gert er ráð fyrir keppni í eftir- farandi greinum í hinu fyrirhug- aða móti: 300 m. hl. drengja innan 14 ára 500 m. hlaup drengja 14—16 ára 500 m. hl. karla 1 6ára og eldri 1500 m. hl. karla 1500 m. boðhlaup (2x200, 2x300 og 1x500 m.) og ís-hockey Eins og frá var skýrt í síðasta íþróttaþætti á Skautamót íslands að fara fram í Reykjavík næstk. sunnud., 5. febr., og á Skautafélag Reykjavíkur að annast fram- kvæmd þess. Ekki er enn vitað hvort af því getur orðið, en veðr- áttan mun hafa verið óhagstæð þar til undirbúnings og sjaldan gott skautasvell. Frásögn um svæðið á Krókeyr- inni er í þættinu mí Degi 7. des. síðastliðinn. Gott herbergi til leigu í Norðurgötu 60 (uppi).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.