Dagur - 02.02.1950, Blaðsíða 4

Dagur - 02.02.1950, Blaðsíða 4
1 D A G U R Fimmtudaginn 2. febrúar 1950 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason, Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Marínó H. Pétuisson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi cr l..júli. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. r Urslit bæjarstjórnarkosninganna ÚRSLIT BÆJAIiSTJÓRNARKOSNINGANNA um land allt benda til þess að einnig hér á landi fari tiltrú almennings til sósíalismans þverrandi og eru það raunar gleðileg afturbatamerki í þjóð- félaginu. Upp úr stríðslokum varð sósíalistum víða um Vesturlönd vel ágengt í áróðri sínum og flokkar þeirra fengu meiri völd en áður. Áhrif þessarar þróunar hefur og mátt sjá hér á íslandi. Báðir sósíalísku flokkarnir fengu sæti í ríkisstjórn þeirri, sem hér sat að völdum er stríðinu lauk og eyddi meira á skemmri tíma en nokkur ríkis- stjórn á íslandi fyrr og síðar. Þessir flokkar fengu hrundið ríkisvaldi og bæjarfélögum út í meira og minna vafasaman rekstur og þeim tókst að koma á hvers konar opinberri íhlutun og nefnda- og ráðavaldi í stærri stíl en áður hefur þekkst hér. En x-eynslan af kenningum sósíalismans í fram- kvæmd með lýðræðisríkjunum, hefui- ekki orðið sérlega glæsileg nú eftir styrjöldina. Jafnaðar- menn eru nú víða í varnaraðstöðu og kommúnist- ar hvarvetna á undanhaldi um hinn frjálsa heim. Sums staðar hafa jafnaðarmenn algerlega tapað meirihlutaðstöðu sinni, t.' d. Ástralíu og Nýja- Sjálandi, og eftir fjögra ára stjórn í Bretlandi er sósíalisminn einnig í varnarstöðu og-óvíst um úr- slitin þar í kosningunum nú í þessum mánuði, enda þótt jafnaðarmenn sigruðu með miklum yf- irburðum 1945. EFTIR BÆJARSTJÓRNARKOSNINGARNAR 1946 fengu sósíalistar aðstöðu til þess að setja meiri svip á bæjarmálefnin víða um land en áður hafði verið. Hlutú t. d. meirihluta í Vestmanna- eyjum og víðar. Var þá lagt út í ýms vafasöm fyr- irtæki á vegum bæjanna og þá hélt innfeið sína hin ógætilega fjármálastjóm, sem virðist vera einkenni sósialista hér. Eftir fjögra ára reynslu kváðu íbúar kaupstaðanna upp dóm sinn um ágæti hinna sósíalísku kenninga. Og sá dómur var á þá lund, að þær hefðu ekki gefist vel í framkvæmd og ekki orðið til heilla né hags fyrir bæina. í Vest- mannaeyjum sviptu kjósendur jafnaðarmenn og kommúnista meirihlutaumboðinu. Víða annars staðar gekk fylgi þeirra saman og fulltrúum þeirra fækkaði. Miðað við atkvæðaaukníngu þá, sem orðið hefur í kaupstöðum síðan 1946, hafa báðir sósíalistaflokkarnir tapað verulegu fylgi en borgaraflokkarnir unnið á. Meginlínur bæjar- stjórnarkosninganna eru því þæi’, að borgaraleg stjórn er í sókn en sósíalistar á undanhaldi. HÉR Á AKUREYRI er þróunin hin sama. Bæði jafnaðarmenn og kommúnistar hafa tapað veru- legu fylgi síðan í bæjarstjórnarkosningunum 1946 og þeir misstu nú fulltrúa til íhaldsins. Framsókn- armenn eru hér í öruggri sókn og juku verulega fylgi flokksins frá síðustu bæjarstjórnarkosning- um. Þó hefur Sjálfstæðisflokkurinn unnið meira á. Er augljóst að stjórnmálabaráttan hér er meir og meir að færast yfir á það svið, að hún standi um stefnu samvinnumanna annars vegar og einka- hagsmunanna hins vegar, meðan sósíalistaflokk- arnir báðir eru í hrörnun og fara minnkandi að áhrifum og fylgi. Mun sú þróun verða örari eftir því sem bilið milli þeirra og borgaraflokkanna lengist. Vafalaust mun alþýða þessa bæjar sjá það betur, er fram líða stundir, að hagsmunum hennar vex-ður bezt boi-gið með því að skipa sér í sveit samvinnumanna. Að því rekur að hvorugur sósíalista- flokkui’inn vei'ður þess megnug- ur að halda uppi hagsmunamei'ki almennings gegn ásókn íhalds og gróðavalds. Til þess verður Fram- sóknarflokknum einum ti’eyst- andi. Úrslit kosninganna benda til þess að almenningur sé að átta sig á þessari staði-eynd, en meira þai'f þó til, ef verulegur árangur á að nást. í næstu kosningum þarf alþýða þessa bæjar að sain- einast um að hi'inda yfirráðum íhaldsins í bænum. Það er hægt, en áðeins með einu móti, með því að skipa sér um samvinnustefn- una og senda samvinnumenn á þing og veita þeím aukið braut- ai'gengi í bæjarstjórn. Það verð- ur næsta vei-kefni alþýðu manna hér á Akureyri á stjórnmálasvið- FOKDREIFAR Áburður og garðagróður. HBL- - ***** Finnur Ái'nason garðyrkju- ráðunautur skrifar blaðinu: ÞÁ BÆJARBÚA, sem hafa eða ætla sér að fá kartöflugai'ða hjá Akureyrarbæ á næsta vori, vil eg minna á að panta tilbúinn áburð í gai'ðland sitt næstu daga á skrifstofu KEA. Án ábui'ðar er tilgangslaust að setja niður kart- öflur né annan garðagi'óður. Þeir sem panta sitja fyrir áburði, ef höi'gull verðui' á honum, eins og líkur benda til. Sökum þess að gai'ðeigendur vei'ða að gefa upp stærð garða sinna, er þeir panta ábui'ðinn, vil eg taka það fram að þeir sem ætla að fá garða hjá bænum næsta vor og hafa ekki haft garða áður, geta ekki reiknað með að fá stæri'i stykki en 2—300 m2 sökum takmarkaðs garðlands. Eftirtalið áburðarmagn á að vera nægilegt í 100 m2 garðland, og þessar tegundir áburðar taldar gefast betur en aðrar til kartöflu- ræktar. Af brennisteinssúru ammoní- aki þarf 8 kg. á 100 m2. Af Fosforsýru (þrífosfati) þarf 5 kg. á 100 m2. Af Brennisteinssúru kalí þarf ÍV2 kg. á 100 m2. Sé húsdýraáburður notaður að hálfu, þá aðeins helming af ofan- greindu ábui'ðarmagni. Allar teg- undir húsdýi-aáburðar er góður í garða, en mjög ai-fasækinn og því illa liðinn, og nýjan húsdýi'a- áburð ætti ekki að nota í nýja garða. Fiskibeina- og síldarmjöl er ágætur áburður í kartöflu- garða, en það þarf að bera það á að hausti eða vetri og er því ágætt að nota þennan tíma, þar sem gai’ðar eru nú auðir, og ráðlegg ég mönnum að nota tækifærið á meðan autt er og bera þetta í gax-ða sína, ef þeir geta fengið aðrahvora tegundina. Fiskimjöl tel ég bezt. Full ábui'ðargjöf af fyri-nefndum tegundum er 10 kg. á 100 m2 lands. Ómalaður fiskúr- gangur, svo sem hausar, dálkar o. fl. er einnig ágætur áburður, og ráðlegg ég mönnum að nota sér það; sem hér berst á land af þess- um úrgangi, í garða sína. Þeim mönnum, sem hafa mikið af fífla- blöðku í lóðum sínum ráðlegg ég að bera síldarmjöl á lóðirnar, það eyðir blöðkunni og gerir grasvöxtinn mjúkan og fínan. — Munið að dreifa því jafnt og vel, því ef hrúgur myndazt maðkar það strax og hitnar í veðri. Nán ari upplýsingar í síma 497 á kvöldin. Þeir bæjarbúar, sem ætla að fá mig til að klippa og gi'isja tré og runna, ættu að hafa tal af mér sem fyrst. Einnig þeir, sem ætla að láta úða garðagróður sinn gegn ágangi skordýra á næsta sumri með vetrai'lyfinu Onicide ættu að panta úðunina sem fyrst, því aðeins vei'ður úðað eftir pönt- unum og gegn staðgreiðslu. Mun ið, að allur gróður þai'f góða næringu til að gefa góðan árang- ur. Gleymið því ekki áburðinum né nauðsynlegum vai-narráðstöf- unum til þess að gróðurinn dafni éðlilega og verði ykkur til yndis og unaðar. • . . .7 . ,| „Fremur í sókn“ — afturábak. SAGT ER að Vestur-íslend ingur nokkur hafi gert sér það til dundui's á heimsstyrjaldarárun- um fyrri, að stinga út á kortinu framsókn herja stríðsaðilanna nákvæmlega samkvæmt frétta tilkynningum þeii’ra beggja hverju sinni. Var svo komið í lok stríðsins ,að herir Bandamanna voru komnir vestur á Biskaya- flóa, er herir Miðveldanna út á Eysti-asalt Þessi saga rifjast upp við lestur Alþýðumannsins í gær. Segir þar í feitletraðri fyrirsögn, að flokkur alþýðunnar sé „víðast fremur í sókn“. Minna mátti það nú ekki vera í hex'stjórnartil- kynningu! Eins og greint er frá annars staðar í blaðinu, hefur flokkur þessi hvergi nærri haldið í horfinu í stæi'stu kaupstöðun- um síðan 1946, miðað við aukn- ingu greiddra atkvæða frá 1946. Hefur hann því vei'ið „fi'emur í sókn“ afturábak síðan hann gekk í náið sálufélag við íhaldið og er vísast að þessí þróun haldi áfram undir vei-ndai'væng hinna ný- stárlegu alþýðubandamanna úr íhaldsflokknum. Mun þá svo fara, er málgagn flokksins hér birtir herstjórnai'tilkynningar í framtíð inni um að flokkurinn hafi sótt svo og svo mörg skref fram á við í átt til alþýðuríkisins, að sóknin reynist öll afturábak, unz því marki er náð, sem' foringjar flokksins vii'ðast nú helzt stefna að, að þuri-ka hann algjörlegá út meðan þeií hagi-æða sér sem dyggilegast á mjúkum hægindum ríkisembætta undir öruggri vernd ai'hendi íhaldsins. Yngið upp gamla kjólinn! FLESTAR KONUR EIGA EITTHVAÐ af fötum, hangandi inni í skáp, sem efu gömul orðin og þarfnast endui’nýjunar. Sumar þessar flíkur eru að mestu úr sér gengnar, aðrar eru of stuttar eða of þröngar og'sumar kunna að vera óslitnar og nægi- lega stórar en þó er eitthvað að, sem gerir það að vei'kum, að við látum þær hanga og komum sjaldan eða aldrei í þær. Margar konur eru svo lagtækar, að þær sauma einhverjar nothæfar flíkur upp úr gömlu kjólunum, annað hvort á sjálfar sig eða börn sín og tekst það oft pi’ýðilega. Oft er hægt að gera eitthvað fyrir gamla kjólinn með litlum tilkostnaði, svo að hann fái nýjan og glaðlegan svip. Söngskemmtun „Geysismanna“ er kvöld eins og auglýst er ann- ars staðár í blaðinu. Látinn er hér í sjúkrahúsinu Björn Arngrímsson fi'á Dalvík, forfnaður Verkalýðsfélagsins þar og forstöðumaður Pönfunarfé- lagsins í Dalvík. Vísitala framfæi’zlukostnaðar í janúar er, samkvæmt tilkynningu hagstofunnar, 234 stig. Vinnu við skjólgarð dráttar- brautarinnar á Gleráreyrum er haldið áfram. Er stórikrani bæj- arins að verki þár nú við að hlaða grjóti í garðinn. Hér er góð hugmynd, sem ekki er erfið í fram- kvæmd, og mér dettur í hug, hvort hún geti ekki hjálpað til að lífga upp gamlan kjól, sem e. t. v. hefir snjáðar ermar eða slitnar. Hugmynd þessi er komin frá Ameríku og ryður sér nú mjög til rúms víða, ekki einungis á gömlum kjólum heldur engu síður þeim nýju. Kragar og uppslög eru mjög smekklegt og oft klæðilegt skraut á kjólum og blússum, röndóttum og tíglóttum en helst úr efni, sem er nokkuð stift en þó ekki um of. En kragar og uppslög verða að vera vel hrein og strokin, ef nokkur prýði á að vera að þeim. Það er þess vegna bezt að hafa hvort tveggja laust, svo að auðvelt og fljótlegt sé áð taka það af og setja á aftur. Eins og myndin sýnir eru uppslögin saumuð með treyju að ofan, svo að hægt er að setja þau á sig á einni svip- stundu og taka þau af aftur. Kvennadálkurinn væntir, að hugmynd þessi geti orðið til þess að yngja upp marga kjóla, sem fái aftur að koma fram í dagsins ljós. P. Meira um hrísgrjónin í SÍÐASTA KVENNADÁLKI var rætt nokkuð um hrísgrjón og notkun þeirra. Til viðbótar því, sein þar var sagt, eru hér nokkrir fleiri réttír úr hrís- grjónum, sem vert er að minna á. Hrísgrjónabúðingur með súkkulaðisósu. (H. S.) í afgang af hrísgrjónagraut er hrært sykri, vanillu og gróft söxuðum möndlum. Rétt áður en borða á, er stífþeyttum rjóma (2-2V2dl rjómi í 1 djúpan dislc af soðnum hrísgrjónagraut) blandað í hann. Settur í skál og borðaður með súkkulaðisósu. HRÍSGRJÓNALUMMUR. í afgang af hrísgrjónagraut er hrært 1—2 egg, svolítill sykur, hveiti og salt. Sett með matskeið á pönnu og bakað ljósbrúnt. Borðað með sykfi og sultu. Notað bæði með kaffi og sem eftirréttur. Margir hrísgrjónaréttir eru ótaldir enn, en þetta verður að nægja að þessu sinni. P.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.