Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1903, Qupperneq 63

Eimreiðin - 01.01.1903, Qupperneq 63
63 um að lifa í gleði og glaum, en hann svaraði, að hann yrði að deyja. Pá lamdi hún hnefanum í borðið, og sagði honum meiningu sína afdráttarlaust. »Já, já, þú vilt deyja, það vilt þú. Ég skyldi ekki furða mig á því, ef þú bara værir lifandi. En líttu á þennan skinhoraða skrokk, á máttlausu útlimina og dauflegu augun og heldurðu svo, að þú eigir nokkuð eftir til að drepa. Heldurðu að maður þurfi endilega að liggja í líkkistu til að vera dauðurf Trúir þú því.ekki, að ég standi hér og sjái, hversu dauður þú ert? Gústaf Berling, dauður?« »Ég sé þú hefur hauskúpu í stað höfuðs, og mér sýnast ormarnir skríða út úr augnatóftunum. Finnur þú ekki, að þú hefur munn- inn fullan af mold? Heyrir þú ekki, hversu hringlar í beinunum, þegar þú hreyfir þig? — Tú hefur drekt þér í brennivíni, Gústaf Berling, og dauður ertu. — Pað, sem nú er eftir af þér, er bara beinagrind, og henni viltu ekki lofa að lifa, ef slíkt getur kallast líf? Éað er alveg eins og þú gætir ekki unt hinum dauðu að dansa yfir leiðin í tunglsljósinu.« • Skammast þú þín fyrir að hafa verið prestur, fyrst þú vilt nú deyja? Pað væri þó heiðarlegra, ef þú vildir nota hæfileika þína og gera eitthvert gagn á Guðs grænni jörð, skal ég segja þér. Hversvegna komstu ekki strax til mín, þá skyldi ég hafa komið öllu í gott lag fyrir þig. Nú væntir þú þér víst mikils heiðurs af að verða hjúpaður líkblæju, lagður í hefilsspæni og kallaður fal- legt lík.« Förumaðurinn sat rólegur, næstum brosandi, meðan hun lét dæluna ganga. Engin hætta, hugsaði hann, engin hætta! Skógarnir eilífu bíða og hún hefur engan þrótt til að snúa sál þinni frá þeim. En majórsfrúin þagnaði og gekk nokkrum sinnum fram og aftur um gólfið; svo settist hún við arninn, lagði fæturna upp á eldstóna og studdi olnbogunum á hnén. »Skollinn hafi það,« sagði hún og hló ofurlítið við, »það er svo satt sem ég segi, að ég hef tæpast tekið eftir því sjálf. Held- urðu ekki að flestir í þessum heimi séu dauðir eða hálfdauðir? Heldurðu ég lifi? Ónei, ónei?« !>Já horfðu bara á mig. Ég er majórsfrúin á Eikabæ, og ég verð að halda að ég sé ríkasta frúin á Vermalandi. Bendi ég með einum fingri, þá hleypur landshöfðinginn, bendi ég með
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.