Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1903, Blaðsíða 12

Eimreiðin - 01.01.1903, Blaðsíða 12
12 fyrir búsafurðir o. s. frv. Alt þetta hefir reynst bræðraþjóð vorri Dönum hin öflugustu hjálparmeðul til að lyfta búnaði þeirra á hærra stig, og það svo, að þeir eru nú taldir fremstir allra þjóða í þeirri grein. Hlutverk fyrirmyndarbúanna hjá oss ætti þá að vera hið sama og »herragarðanna« dönsku, að ganga á undan með góðu eftirdæmi og ráðast í þær framkvæmdir og tilraunir, sem hinum fátækari bændum er annaðhvort ofvaxið, eða sýnilegt er, að þeir muni ekki leggja út í, meðan engar sannanir liggja fyrir um árangurinn. Almennur bóndi hefir ekki ráð á að leggja fé í tilraunir, sem ef til vill mishepnast hraparlega í fyrsta sinn, þó síðar kunni betur að takast. Til þess að gera þetta eru fyrir- myndarbúin nauðsynleg. Og þegar þau eru búin að ryðja braut- ina og sýna með tilraunum sínum, að eitthvað er happasælt og arðvænlegt, þá munu bændurnir skjótt leggja á vaðið á eftir. Yfir höfuð er þannig gengið frá stefnuskrá Framsóknarflokks- ins að því er landbúnaðarmálið snertir, að það mætti heita mikil fyrirmunun, ef nokkur íslenzkur bóndi yrði til þess, að greiða at- kvæði á móti þeim, sem henni vilja fram fylgja; því hann yrði þá um leið að greiða atkvæði á móti öllum þeim beztu ráðum, sem mönnum hefir enn tekist að finna, til þess að bjarga þeim at- vinnuvegi, sem hann á sjálfur að lifa á. En það er þó sízt fyrir að synja, að þeir kunni að finnast, sem meta meira að hanga í frakkalöfum valdsjúkra afturhaldsseggja eða skósveina þeirra, en að styðja það, sem miðar til að efla þeirra eigin velferð, kvenna þeirra og barna. Pau önnur mál, sem Framsóknarflokkurinn auðsjáanlega leggur mesta áherzlu á og ætlar að láta sitja í fyrirrúmi fyrir öðrum, eru mentamálin (nr. 7), skatta- og toll-löggjöfin (nr. 9) og fá- tækralöggj öfin (nr. 10). Petta sézt ljóslega af þvi, að í þess- um málum er stefna flokksins miklu greinilegar afmörkuð en í öðrum málum. Að því er tvö síðari málin snertir, þá getur enginn verið í neinum vafa um það, hverja leið' flokkurinn vill halda í þeim. En að því er til mentamálanna kemur, má kannske segja, að stefnan sé nokkru óákveðnari. Par er að vísu skýrt tekið fram, í hverja átt breyting á hinni æðri skólamentun eigi að fara (minkun forntungnanáms o. fl.); en um alþýðumentunina er það eitt sagt, að flokkurinn vilji beitast fyrir gagngerðri breyting á skipun hennar, án þess uppi sé látið, hvernig henni skuli fyrir komið. Pessi varkárni stafar auðsjáanlega af þvi, hve lítt þetta mál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.