Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1903, Blaðsíða 34

Eimreiðin - 01.01.1903, Blaðsíða 34
/ 34 eða ötufæra hesta, til þess að etja þeim og reyna afl þeirra og áræði. Oft höfðu þó þeir, sem áttu framúrskarandi víghesta af góðu kyni, fyrir fram komið sér saman um að etja ákveðnum hestum saman, til að sjá, hver beztan ætti hestinn. t’ví þá þótti það ekki minni sómi, að vera eigandi að hesti, sem sigrað hafði í mörgum hestavígum, en það nú þykir í útlöndum að eiga frá- bæran veöhlaupahest. Víghestar vóru líka í miklu hærra verði en aðrir hestar. Peir vóru metfé, en verð á öðrum hestum var lögákveðið. Sala á hestum af ágætu kyni, sem búið var að fá orð á sig, var svo ábatasöm, að sumir höfðu það fyrir atvinnu að ala upp góða víg- hesta og græddist drjúgum fé á því. Annars hafði hér um bil hver bóndi, sem var nokkurn veginn efnum búinn, sitt eigið stóð, og væri hesturinn af góðu kyni, létu menn sér jafnan mjög ant um að halda stóði sínu þannig til haga, að það ekki kæmi saman við önnur hross, svo síður væri hætt við að kynið blandaðist. Samkvæmt fornlögum Dana áttu að minsta kosti 12 hross að vera í hverju stóði. Á íslandi er og getið um 12 hryssur í einu stóði; en það er undantekning. I stóðum þeim, sem talað er um í íslenzku sögunum, eru vanalega 1 hestur og 3—4 hryssur. Mest þótti var varið í, að öll hrossin í hverju stóði hefðu sama lit, eða þá að minsta kosti að hesturinn hefði einn lit og allar hryssurnár annan. Einlitir hestar þóttu fegri en skjóttir eða mislitir. Peir, sem áttu fallega stóðhesta, lögðu það í vanda sinn, jafnvel þótt höfðingjar væru, að ganga sjálfir út í hagann til að skoða þá, og skemtu menn sér þá oft við að leika sér að hestunum með margs konar gælum, klappa þeim, strjúka þá og jafna fax þeirra með inanskærum, sem menn höfðu hangandi við belti sér. Sumir virðast jafnvel hafa gamnað sér með að flétta fax hestanna og ennistopp og skreyta fléttingana með silfur- eða gullsnúrum (búa gullhlöctum). Og til þessa eiga máske hestanöfnin Gullfaxi, Gulltoppur og Silfrintoppur rót sína að rekja (sbr. Skin- faxi). Par sem svo mikið þótti varið í að eiga hugaða víghesta, gátu menn naumast gefið vini sínum kærkomnari gjöf en slíkan liest, enda eru þess ótal dæmi í sögunum, að menn gáfu öðrum víghesta og stundum heil stóð. Pess er og stundum getið, að íslenzkir víghestar vóru sendir norskum höfðingjum og jafnveL sjálfum konunginum að gjöf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.