Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Side 75

Eimreiðin - 01.05.1896, Side 75
155 blað hafi þegar 2. marz 1895 skýrt lesendum sínum frá sýningunni, 2. ágúst flutt greinilega skýrslu um byrjunarhátíð hennar og 4. okt. grein um hluttöku íslenzkra kvenna í henni, og beri henni vel saman við lýsingu herra B. Th. M., þótt lýs- ing hans sje af auðskildum ástæðum miklu fullkomnari og nákvæmari. C. KÚCHLER: GESCHICHTE DER ISLANDISCHEN DICHTUNG DER NEUZEIT (1800—1900). I. Heft. 'Novellistik. Leipzig 1896. Ritdómur um þessa bók, sent er um sögu íslenzks skáldskapar á þessari öld, kemur í næsta hepti EIMR. CATALOGUE OF WORKS OF VOYAGES AND TRAVELS frá Skandi- navisk Antikvariat (Gothersgade 49, Khöfn). í bókaskrá þessari er meðal annars talinn upp fjöldi bóka, er snerta ísland, og eru sumar þeirra ekki auðfengnar annars staðar. Bókaskráin verður send ókeypis hverjum sem óskar þess. ANTIKVAR-KATALOG OVER NORDISK SPROGVIDENSKAB etc. frá Herm. H. J. Lynge & Sön (Walkendorfsgade 8, Khöfn). í bókaskrá þessari er talinn mesti sægur af íslenzkum bókum, bæði eldri og yngri, og má þar fá rnarga bók, sem nu mun erfitt orðið að fá á íslandi. Þar eru talin eigi allfá íslenzk handrit, sem þessi bókaverzlun hefur á boðstólum, og eru sum þeirra eigi ómerkileg. ÍSLAND OG ÍSLENZKAR BÓKMENNTIR ERLENDIS: ÚTGÁFUR FORNRITA. Fyrir nokkrum árum tóku tveir Þjóðverjar og einn Svíi, þeir háskólakennararnir dr. H. Gering, dr. E. Mogk og dr. G. Cederschiöld, sjer fyrir hendur að gefa út handhægar útgáfur af fornsögum vorum, sem eiga að innihalda góða texta án orðamunar, en með skýringum neð- anmáls bæði yfir efnið og einstök orð og vandskildar setningar, í líking við út- gáfur þær af latneskum og grískum fornritum, er ætlaðar eru til skólanáms. Þetta ritsafn heitir »Norrænt sögusafn« (Altnordische Saga-Bibliothek), og hafa þegar birzt í því útgáfur þriggja fomrita: »íslendingabók Ara fróða« eptir dr. IV. Golther (1891), »Örvar-Odds saga« eptir dr. R. C. Boer (1892) og »Egils saga Skallagrímssonar« eptir dr. Finn Jónsson (1894). í ár (1896) hefur bætzt við út- gáfa fjórða ritsins »Laxdæla saga« eptir dr. Kr. Kdlund. Er textinn hinn sami sem í Khaínar-útgáfu hans (1889—91), en ffaman við er auk efnisyfirlits langur inngangur, þar sem skýrt er frá meginþráðum sögunnar, aldri hennar og hand- ritum, uppruna og samansetning o. s. frv. Aptan við útgáfuna er og ýtarlegt nafnatal: manna, staða, þjóða, dýra og hluta. Neðan máls eru ágætar og mjög fróðlegar skýringargreinir, og höfum vjer lesið þær allar til þess að vita, hvort vjer fyndum þar ekkert að athuga, en það hefur ekki orðið ferð til fjár að því leyti. Þó viljum vjer geta þess, að oss virðist sennilegra, að auknefnið buna tákni fremur »uxa- eða bjarnarfót« (sbr. orðabók Bjarnar Halldórssonar) eða eitthvað í þá áttina, heldur en »vatnsbunu«. Á bls. 7 —8 er höíð nelhifallsmyndin Mœri, en rjettara væri Mœrr, því svo er hin upprunalega nefnifallsmynd (beygist eins og mýrr), þó þolfallsmyndin verði seinna ofan á. Á bls. 24 er reiba skýrt með »útborga« eiginlega »sveifla«, en á þessum stað væri betra að segja: eiginlega »vega« (sbr. bls. 255: »reiða nú silfrit, ok váru þat 3 merkr vegnar«). Á bls. 109 er sagt, að orðið at sje líklega atviksorð, en það er óefað forsetning. Á bls.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.