Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Blaðsíða 14

Eimreiðin - 01.05.1896, Blaðsíða 14
94 um. Og því fór fjarri, að henni þætti það miður, að læknirinn minntist aldrei á að dansa eða leika sjer, enda treysti hún sjer naumast til þess; fjörið var svo lítið og þrótturinn. Hún þreifaði óafvitandi á þeim óyggjandi sannleika, — sem opt virðist annars dyljast mönnum — að fyrir ungt, gáfað, kyrlátt, barnslegt og óreynt fólk er naumast önnur nautn innilegri en sú, að eiga tal við lipran og vel menntaðan mann um helztu öflin í mannssálunum — á hverri öld sem þær sálir hafa verið hjer í heimi — og að finna skilnings- og hluttekningargróðurinn í hug sínum fara vaxandi. Og svo margfaldast nautnin auðvitað, þegar eins stendur á og hjer. Því 'að það duldist ekki einu sinni Margrjeti sjálfri, að henni var farið að þykja vænt urn lækninn. Hún fann það bezt tvo daga, sem hann var að heiman, hve órótt henni var, hvað þráin eptir heimkomu hans var innileg, hvað kvíðboginn fyrir því, að hann yrði lengur að heiman, en hann hafði gert ráð fyrir, var hjartanlegur. Aldrei kom hún svo til hans fram í stofuna, að henni hitnaði ekki um hjartaræturnar á leiðinni; og aldrei fór hún svo frá honurn, að hún þættist ekki hafa fúndið nýja sönnun fyrir því, hvað hann væri góður maður. Ut úr fornsögunum barst tal þeirra á þá fáu útlendu rómana, sem hún hafði lesið, og þaðan á það litla, sem hann hafði sjeð af lifinu í öðrum löndum. Hann hafði verið 8 mánuði í Kaupmanna- höfn, og hann sagði henni frá glæsilega manngrúanum á götunum, kirkjunum, leikhúsunum, málverka- og standmyndasöfnunum, höll- unum, lystigörðunum og annari fegurð þar, sem hafði fest sig i huga hans. Auðvitað hafði hann sjeð ljótari hliðina að nokkru. En hennar gat hann að engu. Hann fann, að hugur hennarveitti henni ekki viðtöku. Hann var of barnslegur, einfaldur, óæíður; ímyndunarafl hennar stóð í of lausu samanhengi við önnur öfl í sál hennar til þess að spillingin gæti vakið hluttekning hjá henni, eða ljótleikurinn á nokkurn hátt samrýmzt fegurðinni. Eitt kveld, þegar hún hatði staldráð við hjá honum í rökkrinu, sagði hann henni frá sjóferðinni. Hún hatði aldrei á sjó komið. Hann hafði ekki verið sjóveikur, að eins kulsæll nokkuð og lystar- lítill. A annari leiðinni hafði himininn verið skafheiðríkur fyrstu dagana og sjórinn spegilsljettur. En þau ógrynni, sem hann hafði þá líka getað gleypt í sig af ljósi! Svo var það einn morguri, þegar hann kom út á þilfarið, að gnýr var í lopti; himininn var orðinn grár og garalegur, skýstrókarnir ruku saman, vötðust hver
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.