Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Blaðsíða 28

Eimreiðin - 01.05.1896, Blaðsíða 28
io8 »Já, þjer hafið beztu vonir — já, jeg vissi það.—Jú, jeg segi yður satt, hún er hraust, stálhraust, blessaður verið þjer. Hún er lík mjer með það eins og fleira. — Er það ekki undarlegt, að mönnum sýnist hún ekkert lík mjer? — Hún hefur heilsuna mína. Hún hefur aldrei legið neina legu, svo teljandi sje. Af hverju ætti hún svo sem að vera óhraust?« »Það er ekki gott að segja, af hverju það er. En maður gæti t. d. hugsað sjer bæinn hjerna eina orsökina. Hann er bæði kaldur og dimmur. Og svo hefur —•« »Og svo hefur hvað?« Læknirinn hafði verið rjett búinn að sleppa orðunum: »Og svo hefur hún ekki átt sem bezt atlæti.« En hann gat ekki fengið af sjer að særa karlinn með þeim í sorg hans, sem var svo ber- sýnileg. Svo hann sagði í þess stað: »Og svo varð henni kalt í gær og komst í geðshræring í morgun.« Sigvaldi þagði við ofurlitla stund og sagði svo: »Já, en hún er svo hraust,« —Hann var auðheyrt að streitast við að telja sjer trú um þetta, til þess að láta ekki hugfallast. — »En heyrið þjer — var mjög áríðandi meðalið, sem þjer senduð eptir?« »Já, það eru mikil likindi til, að það hefði dugað betur en nokkurt meðal, sem jeg hef. Mjer þykir mjög fyrir að svona skyldi fara. En ef til vill tekst að ná í það seinna. Bara það verði þá ekki um seinan. Nú hefði óneitanlega verið þægilegt að hafa brúna.« Brúin! brúin! Kom hún ekki þarna aptur! Það var eins og hún elti hann líkt og vofa í þessum raunum hans. Hann gat ekkert meira sagt, enda var einskis frekara að spyrja. Hann skildi það vel, að læknirinn gat ekki sagt neitt meira, en hann hafði sagt, og að dóttir hans lá fyrir dauðanum. Hann rölti því út úr stof- unni, nokkuð valtur á fótunum, og um leið og hann fór út úr dyrunum, heyrði læknirinn hann tauta fyrir munni sjer: »Hún er svo hraust.« Sigvaldi fór inn til dóttur sinnar, settist þar niður, studdi ol- bogunum á borð og tók báðum höndum fyrir andlit sjer. Hann hafði engan frið fyrir brúnni. Allt í einu hatði honum skilizt það, að hún væri annað en óþarfi og eyðsla, þegar hann var farinn að gera sjer í hugarlund, að hún kynni óbeinlínis að hafa getað orðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.