Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Blaðsíða 10

Eimreiðin - 01.05.1896, Blaðsíða 10
9o allt af fyrir hugskotssjónum. Stöðugt hugsaði hann í sig meiri og meiri gremju. Og af því að hann kom því ekki nema sjaldan við, að láta gremjuna bytna á lækninum, þá kom hún að mestu niður á Margrjeti. Og það því fremur, sem honum þótti ekki trútt um, að sam- dráttur ætti sjer stað milli læknisins og dóttur hans. III. Pví var líka svo varið. í fyrstu hatði læknirinn veitt Margrjeti lítið athygli, enda hafði hann átt annríkt. Fólk hafði skyndilega farið að verða vart við ýmsa sjúkdóma hjá sjer, þegar auðvelt var orðið að ná til læknis- ins. Hann hafði naumast tekið eptir öðru en að hún var há, föl- leit, ljóshærð, mikið fremur lagleg stúlka. En honum gazt ekki að húsbóndanum og ætlaði sjer ekki að komast í neitt náin kynni við Hólsfólkið. Svo staldraði hún einu sinni dálitla stund við inni hjá honum, var að bíða eptir einhverju, sem hann hafði beðið hana að hafa burt með sjer. Hún horfði út um gluggann þegjandi. Honum varð litið utan á vangann á henni, og honurn flaug í hug, hvað hann væri fölur —• allt of fölur, fannst lækninum — og hvað hann væri fallegur, ef hann væri dálítið bústnari — ekki mikið, en ofur- litla vitund ávalari. Hann færði sig ofurlítið til, til þess að sjá betur framan í hana, án þess hún yrði þess vör. Það var skarð í hökuna, munnurinn luktist ekki alveg saman, efri vörin brettist undur lítið upp í miðjunni, nefið var beint en heldur veiklegt, og augnaráðið var hálf-barnalegt, en alvarlegt, þunglyndislegt og draurn- kennt. Hann hafði kynnzt konum allmikið — sumum heldur til mikið — og hann bar næg kennsl á augnaráð kvenna til þess að geta gert sjer grein fyrir því, að bak við þetta augnaráð væru ógrynni af óljósum eptirlöngunum og ósaddri forvitni um lífið. Og hann fór að hugsa um, að þessi kona þyrfti ekki nema dálitið af sólskini, ofurlítið af lífsnautn til þess að verða ein af fallegustu konunum, sem hann hafði nokkurn tíma sjeð. Hann gat ekki stillt sig um að yrða á hana, og það svo nær- göngult, að hann var steinhissa á sjálfum sjer jafnskjótt sem hann hafði sleppt orðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.