Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Blaðsíða 11

Eimreiðin - 01.05.1896, Blaðsíða 11
9i »Haldið þjer, að þjer þykktust við mig,« sagði hann, »ef jeg spyrði yður, um hvað þjer eruð að hugsa núna?« Hún hrökk ofurlítið við og roðnaði. Henni fór einstaklega vel að roðna. »Hvers vegna í ósköpunum spyrjið þjer að því?« sagði hún. Hann varð að halda áfram, úr því út í þetta var komið, og svaraði hálf-vandræðalegur: »Jeg spyr að því bara af því, að jeg fjekk allt í einu svo mikla löngun til að vita það. En vitaskuld kemur mjer það ekkert við, og — jeg bið yður fyrirgefningar.« I sama bili rjetti hann það að henni, sem hún var að bíða eptir. Og hún fór tafarlaust út. Hún gat ekki haft hugann af þessu litla atviki allan daginn. Svo lækninn langaði til að vita, hvað hún var að hugsa um. Hún hálfskammaðist sín fyrir, að hún hafði ekki verið að hugsa um neitt — hafði bara staðið og glápt út í gluggann, án þess að vita i þennan heim nje annan, eins og flón. Talið skyldi nú hafa orðið lengra, og hún skyldi hafa glæpzt á að segja honum satt, að hún hefði ekki verið að hugsa um nokkurn skapaðan hlut — ætli hann hefði ekki farið að hugsa, að hún væri heldur gáfuð stúlka, eða hitt þó heldur? Svo lækninn langaði til að vita, hvað hún var að hugsa um. Honum kom það líka mest við! Hvern þremilinn varðaði hann um, hvað hún var að hugsa um? Var það ekki stök ósvífni af honurn, ókunnugum manni, að fara upp úr þurru að spyrja hana, hvað hún væri að hugsa um? Gat hann ekki hugsað um sitt verk og sjeð hana í friði, þar sem hún stóð í meinleysi og grannleysi? Hvað hún var að hugsa um — ekki nerna það þó! Svo lækninn langaði til að vita, hvað hún var að hugsa um. Ofurlítið hugsaði hann þá um hana. Einhverja vitund tók hann eptir henni. En stóð henni ekki alveg á sama, hvort læknirinn tók eptir henni eða ekki? Hvað varðaði hana um lækninn? Hann gat stungið söðulbakaða nefinu á sjer inn í eitthvað annað en hennar hugsanir. — En því Ijet hún svona? Hann sem hafði beðið hana fyrirgefningar svo undur fallega og kurteislega. Ekki gat það talizt nein ósvífni af honurn að yrða á hana. Það væri nokkuð drumbs- legt, ef hann talaði ekkert við hana allan veturinn. En hann gat talað um eitthvað annað en hugsanir hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.