Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Blaðsíða 2

Eimreiðin - 01.05.1896, Blaðsíða 2
82 orðið, lá stálgrá hjelubreiða yfir jörðinni, og hún varð ekki að vatni fyr en komið var fram undir dagmál. Dagarnir voru hreinir, hlýir og sólauðgir. En samt sem áður fjekk eltingin kolbrand af þessum næturkalsa, og vallgresið átti nóg með að geta haldið heils- unni. Um rjettaleytið spilltist veðrið til fulls og alls, svo að varla var hundi út sigandi dag eptir dag og viku eptir viku — sífelldar krapa-slettings-hríðar. Bleytan lá eins og límkennd skán utan á mönnum og skepnum, sem úti þurftu að vera, hlussaðist eins og hrákar á gluggarúðurnar og bæjaþilin, sat, með sinni alkunnu drottnunargirni, um hverja einustu smugu — og þær voru margar — seitlaði þar inn með hægð og í makindum, en með stökustu kostgæfni, lagði undir sig veggina eins og kóngsríki, og sendi svo herskara af votum, köldum ódaunsögnum inn í vitin og dapurleik inn í sálirnar, til þess að geta lagt mennina undir sig líka. Ekki var ljósið til að ónáða hana eða hepta sigurför hennar. Islendingar hafa langoptast byrgt það svo vel úti, sem þeir hafa treyst sjer til. Og það var gert jafn-rækilega á Hóli eins og annars staðar. Það var fremur leiðinlegt á Hóli. Ollum fannst það, en þó einkum Margrjeti, einkadóttur bóndans þar og jafnframt ráðskonu hans, því að hann var ekkjumaður — alveg ótrúlega leiðinlegt. Henni hafði aldrei þótt heimilið skemmtilegt, frá því að hún fyrst mundi eptir sjer, en þó aldrei jafn-leiðinlegt og nú. Hún hafði líka verið tvo undanfarna vetur á kvennaskólanum í Reykjavík, og henni hafði þótt skemmtilegt í höfuðstaðnum. Pví meira fann hún nú til þess, hve óyndislegt var heima hjá henni. Fyrst var nú bærinn sjáifur ekki sem bezt fallinn til að ljetta skapið: Stórar bæjardyr, niðurgrafnar, sífullar af skrani, og þangað rann bleytan af hlaðinu, einkum í leysingum, svo að allstórt stöðu- vatn var þar með köflum. Stofa og skáli, sitt til hvorrar handar, út úr bæjardyrunum og kolsvartir, stuttir gangar gegnum veggina inn í þau herbergi. Göngin löng og dimm. Búr og eldhús, sitt til hvorrar handar, út úr miðjum göngunum. Innst í þeirn her- bergi á báðar hliðar og upp úr innri endanum á þeim örmjór stigi upp í baðstofuna, lága og dimma. Eina herbergið i bænum, sem var viðunanlegt, var stofan, og svefnherbergi inn úr henni. En þar var naumast nokkurn tíma litið inn, nema þegar gestir voru komnir. Stofan var ekki fyrir heimafólk, ekki einu sinni fyrir heimasætuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.