Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Síða 70

Eimreiðin - 01.05.1896, Síða 70
150 á landi 2 járnbrautir og akbrautir út frá þeim, en á sjó smáskip með ströndum fram, að minnsta kosti einn gufubát i hverjum landsfjórðungi, en engar samfeldar hringferðir með stórum gufuskipum. Vjer vorum nýlega að lesa í hinni ágætu ritgerð »Um framfarir Islands« eptir Einar sál. Asmundsson i Nesi, og gladdi það oss mjög að sjá, hve hjartanlega hann var oss samdóma. Oss virðist því vel til fallið, að benda lesendum EIMR. á, hvað þessi glöggskyggni maður, sem allra manna bezt hefur ritað um framfarir vorar, segir um þetta efni. Hann segir meðal annars svo: »Þegar menn aptur líta til þess, að landið er umflotið af sjó áalla vegu, og byggðin á því að kalla eingöbgu á ströndunum, þá virðist liggja i augum uppi, að aðalþjóðvegurinn fyrir alla vöruflutninga og megin-samgöngur innanlands ætti að vera á sjónum. En til þess að nota þennan þjóðveg sem bezt, þarf að hafa gufuskip, er gangi aptur og fram með ströndum landsins allan þann hluta ársins, sem fært er fyrir ísum og illtíiðrum, en það er við suðurstrendur landsins hjer um bil þrír fjórðu hlutar ársins, og við norðurstrendumar venjulega svo sem hálft árið. Til þessa mundi fyrst um sinn nægja að hafa eitt lítið gufuskip, en með framtíðinni, þegar þarfirnar vaxa, mundu þau þurfa fleiri, því eins og nú hagar til og lengi mun til haga hjá oss, verður hentugra að hafa heldur til þessa fleiri skip og smærri, en fœrri og stœrri. Sumir ætla, ef til vill, að sjórinn sje svo illur við Island, að eigi dugi að hafa til flutninga umhverfis landið nema stór gufuskip; en þetta er ástæðulaus imyndun, þvi smáum skipum er ekki hættara að tiltölu en stórum, ef þau á annað borð eru sterk og vel löguð; eins og hafnir vorar eru nú, er stórum skipum einmitt miklu hættara á þeim.............. . . . Reglubundnar og tiðar milliferðir og flutningsferðir milli helztu staða á landinu eru þjóðfjelaginu eins nauðsynlegar og blóðrennslið í líkama mannsins er honum nauðsynlegt, til þess að hann geti lifað og þrifizt. Þjóðfjelagið getur því trauðlega varið nokkru fje betur en því, sem það ver til að koma á og halda við slíkum skipaferðum, sem hjer er ráð fyrir gjört, milli hafnanna á landinu ............ Hvenær sem eitthvert lag kemst á stjórnarhætti og fjármál Islands, og öllu verður eigi haldið lengur í slíkum rig og ramdrætti sem nú, hlutaðeigendum til minnkunar og skaða, þá er ekkert, sem Islendingar þurfa fyr og með meira örlæti úr að bæta, en samgönguleysið............... Vor hjartans sannfæring er, að á engu sje brýnni nauðsyn nú þegar, en að gjöra samgöngur og viðskipti i landinu svo greið, sem framast má verða, og þvi höfum vjer einkum ætlazt til eigi alllitils í þeirri grein. Geti þetta bráðlega lagazt eptir þörfum, þá mun, að von vorri, fjelagsandi og fram- taksemi vakna hjá þjóðinni, og hvers konar framfarir i öllum greinum koma með timanum eins og af sjálfum sjer«. Siðan þetta var ritað er liðinn rúmur fjórðungur aldar, og þá datt engum járnbrautir í hug; annars mundi Einar sálugi hafa tekið líka fram nauðsyn þeirra, að minnsta kosti fyrir þann hluta landsins, er eigi gæti notið skipaferðanna nema »svo sem hálft árið«. HÁSKÓLINN ÍSLENZKI. Eins og kunnugt er, berja forvígismenn háskólans islenzka þvi blákalt fram, að ef lagaskóla sje komið á fót i

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.