Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Page 69

Eimreiðin - 01.05.1896, Page 69
i49 »Nei! hennar ljúfa, ljúfa hönd skal leiða hjeðan af minn huga, viija, ást, og önd, og allt, sem lífið gaf. Jeg tek á arm mitt fagra fijóð, ef förin verður ströng, og þú skalt, heimur, heyra ljóð um hana, mörg og löng. Hún ein í hjarta, ein í ást og söng«. Hans hugur kom af langri leið um ljós og fögur ár, er vorsins dís að víði reið um vestur-heiðar blár; og brúðar skrautið bjóst nú í hvert blóm um foldarslóð. Hann varð að yrkja önnur ný, og önnur fegri ljóð. Hin gömlu, daufu brunnu á bjartri glóð. Úr hreiðrum mændu höfuð smá, en höfðu ei fjaðra dug; þeirn sýndi Glóey geiminn blá og gaf þeim öllum flug; og móðir heima í hreiðri beið; hún heyrði nýjan brag; þeir ungu hjeldu hærri leið, og höfðu fegra lag. Þeir flugu langt í sól og sumardag. þ. E. Raddir framliðinna. SAMGÖNGUR. Vjer höfum í i. árg. EIMR. (bls. n—14) haldið því fram, að samgöngurnar væri hyrningarsteinninn undir allri velmegun og framförum hverrar þjóðar; þær væru undirstaðan, sem fyrst yrði að hlynna að og mesta rækt við að leggja, því upp af henni spryttu allar aðrar framfarir. Vjer tókum og fram, að til þess að samgöngur vorar innanlands gætu komizt i viðunanlegt horf, þyrftum vjer að fá

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.