Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Síða 64

Eimreiðin - 01.05.1896, Síða 64
144 Menn. Og bók sína og ritföng hún Ragnheiður bar og rak sig á fólkið, sem alls staðar var að utan og innan á sveimi. Það sá, að hún kom þar með brosið á brá og blíð, eins og vant er, og glaðleg að sjá; en hitt vissi enginn, hvað inndælt hún sá í álfanna skínandi heimi. Þeir sáu ekki landið, hve sællegt það var, nje sólina fögru og himininn þar, þann heiða, þann bláheiða boga. Þeir sáu ekki vorið, sem við henni hló, nje vininn hinn fagra, — hann leiddi hana þó, þvi gekk hún svo öruggt og andaði í ró, en augun — þau tindruðu i loga. En fram undan sjer hún nú föður síns dyr, og fóturinn hikar og stendur þar kyr, og höndin sig heptir, in smáa; því veröldin öll var svo inndæl og hlý, en eins og það kulaði af húsinu því; hún sá, að það kom eins og skuggi eða ský og skyggði yíir himininn bláa. En skýið léið óðar sem óðfluga hjá; svo opnar hún djarflega stofuna þá og sólina sá hún þar skína. Hún heilsaði jafnan — þau höfðu þann sið —«, en hann var í önnum og leit ekki við; svo gengur hún frjálslega að föður síns hlið og fær honurn bókina sína. Hann lítur í svip á hið síðasta blað, en sagði ekki um skriptina annað en það, sem hún var svo alvön að heyra: »Það skaðar þig mest að þú skrifar of ótt, það skánar. nú samt, þó það gangi ekki fljótt, og Djeið er ágætt, en Emmið er ljótt«, og ýmislegt nefndi’ hann þar fleira.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.