Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Qupperneq 55

Eimreiðin - 01.05.1896, Qupperneq 55
i35 1. Sáningin. Á sjálfum jarðeplunum er ekki auðið að sjá með berum augum, hvort þau eru heilbrigð eða ekki, nema sveppurinn sje orðinn allgamall, en þá sjást á jarðeplinu brúnleitir blettir að utan, en eyðileggingin nær misjafnlega langt inn i sjálft jarðeplið. Par sem jarð- eplum er hrúgað saman, þarf ekki meira en eitt einasta jarðepli til að sýkja hin öll. Þá er menn á vorin fara að sá í jarðeplagarðana, ríður fyrst og fremst á, að aðgæta mjög nákvæmlega útsáðsjarðeplin. Sjeu þau ekki heilbrigð eða liti grunsamlega út, þá er ekki annað ráð fyrir hendi, eri að drepa sveppinn, sje hann til staðar, þó svo að jarðeplin sjeu óskemmd eptir sem áður, og er aðferðin þessi: að taka jarðeplin og láta þau i pjáturfötu, látá síðan fötuna með jarðeplunum i ofan i 40—470 C. (32—37° R.) stiga heitt vatn, og skulu jarðeplin vera þar i 4 klukkustundir, og allan þann tima verður hiti vatnsins að haldast óbreyttur. Að þessum tima liðnum er sveppurinn dauður, en jarðeplin óskemmd. Er þá bezt að geyma jarðeplin i 4—6 vikur á þurrum stað, svo þau geti skotið frjóöngum, og skal raða þeim i eitt lag, en ekki hrúga hverju ofan á annað. Pessi aðferð er ágæt og hefur reynzt mjög vel, en hún gagnar þvi aðeins i þjettbýlum hjeruðum, að allir viðhafi hana, þvi ef einhver nábúinn skerst úr leik, og garður hans sýkist, þá flyzt sýkin úr garði hans i garða nábúanna. En það er ekki alveg unnið fyrir gig, þó einhver skerist úr leik, og sýkin breiðist út frá honum, því það er þó eitt unnið við það, sem mikið er varið í, nl. að jurtirnar eru farnar að þroskast, er sýkin berst til þeirra, og geta þvi betur staðið á móti henni. 2. Hirðing garðsins. Ef ekki er vissa fyrir þvi, að útsáðs- jarðeplin hafi verið heilbrigð, og menn hafa ekki hirt um að drepa sveppinn fyrir sáninguna, eða ef vart verður við sýkina í nágrenninu, þá skal hafa nákvæmar gætur á jarðeplablöðunum. Ef sýkin kemur fram á einstaka jurt, þá má reyna að kippa þeirri jurt upp og brenna hana. Komi sýkin fram á mörgum jurtum, er það óhyggilegt, þvi þá er jarð- ^eplagróðrinum eytt. En þá eru önnur ráð fyrir hendi, og er tvenns að gæta: bæði verður að vernda sjálf jarðeplin og blöð jurtarinnar, þvi eyði sveppurinn öllum blöðunum, fær jurtin ekki nægilega næringu og visnar. Aðferðin til að vernda jarðeplin er sú, að þjappa mold upp að jurtinni, svo moldarlagið ofan á þeim sje 4—5 þuml. þykkt, en jafnframt þvi skal mæna beðið, og hefir það þá þýðingu, að sporarnir hrjmja fremur niður i götuna, ef beðið er sem mænir i lögun, heldur en ef það er sljett að ofan. Að gjöra moldarlagið 4—5 þuml. þykkt, er til mikilla bóta, af því að sporarnir komast tæplega gegn um svo þykkt moldarlag. Þess skal getið, að það dregur úr vexti jarðeplanna, að þykkt moldarlag sje ofan á þeim. Ressi aðferð dugar allvel til að verja jarðeplin niðri i moldinni, hafi þau verið heilbrigð við sáninguna. Menn hafa reynt að strá ýmis konar dusti yfir hinar sjúku jurtir, til þess að vernda blöðin, og hefir reynzt einna bezt til þess blanda úr smámuldu talki (kisilsúr magnesia) og smámuldum blásteini (brennisteinssúrt koparsýri), og skal þá vera 90% af talki og io°/0 af blásteini. Til að dreifa dusti þessu eru hafðir nokkurs konar fisibelgir, og kosta þeir 8—16 kr. 3. Uppskeran. Pegar til uppskerunnar kemur, verður vandlega að gæta þess, að fjarlægja blöðin og stönglana, áður en jarðeplin eru
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.