Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Side 53

Eimreiðin - 01.05.1896, Side 53
í33 þjettbýlum hjeruðum á íslandi, þá er nauðsynlegt, að menn viti deili á henni og þekki helztu varúðarreglurnar. Eins og fyr er getið, orsakast veiki þessi af ofurlitlum svepp, og skal nú fyrst fara um hann fáum orðum. I. JARÐEPLASVEPPURINN. Hann er mjög smávaxinn og sjest 3. immd (þverskorinn stöngull). að eins í smásjá (mikroskop). Hann er að eins ein ein- asta frumla ('cella), en hún er marg- kvísluð. Neðripart- ur sveppsins er fal- inn inni i jurtinni, venjulegast í blöð- unum, og kvíslast þar í margar smáar greinar, svipað eins og rætur jurtanna i moldinni. Greinar þessar liggja milli frumla blaðsins og inn i þær (1. mynd, a), og taka þaðan næringu handa sveppnum. Efri partur sveppsins stendur út úr blaðinu, vex út um öndunarop blaðanna, og er einnig margkvíslaður (1. mynd). Endi þessara kvisla bólgnar upp og verður hnúðlagaður (1. mynd, c), og fellur til jarðar sem sjerstök frumla. fessar frumlur eru æxlunarfæri sveppsins og kallast sporar. Stundum gróa sporar þessir strax og verða að hinum margkvíslaða jarðeplasvepp; en stund- um skiptist frumgervi (protoplasma) þeirra í marga parta (2. mynd a og b), 1. mynd (þverskorið blað; g, yfirhúð).

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.