Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Síða 47

Eimreiðin - 01.05.1896, Síða 47
127 eru ómóttæk (immun) fyrir ýmsar bakteríur eða þá sjúkdóma, er þær valda. Þannig fá naut ekki bráðafár nje hestar hundapest o. s. frv., og vitum vjer ekki gjörla, i hverju það liggur, Einnig hafa menn tekið eptir því, að ýmsir næmir sjúkdómar (bakteríu- sjúkd.) taka dýrið ekki nema einu sinni og hefur það leitt til þess, að tekið var að bólusetja, þ. e. a. s. framleiða sjúkdóminn í ljettari mynd með því, að setja veiklaðar bakteríur í dýrið og gjöra það þannig ómóttækt fyrir aðrar skæðari. Ekki eru menn á eitt sáttir um það, í hverju ómóttækið liggi, og skal jeg að eins geta hinna helztu skoðana á því máli. — Sumir ætla, að í líkama dýranna sjeu ákveðin efni, sem nauðsynleg sjeu bakteríunum til eldis, og þegar þau sjeu eydd af bakteríum, sem einu sinni hafa í þau komizt, þá geti ekki aðrar af sömu tegund haldizt við í sama dýri. Þannig mætti ætla, að bráðafársbakterian geti ekki fengið þá næringu, er bezt á við hana, annars staðar en hjá sauðkindinni, og það einmitt þeirri, sem ekki hefur haft bráða- fár áður. Aðrir ætla ómóttækið í því fólgið, að frumlur dýrsins, og þá einkum hvítu blóðkornin, geti við æfinguna magnazt svo mjög, að jafnvel skæðustu bakteríur standi þeim ekki á sporði. Enn er sú skoðun — og er hún yngst og jafnframt sennilegust —, að bakteríurnar og eitur þeirra verki þannig á frumlurnar, að þær framleiði gagneitur (Antitoxin), sem svo sumpart drepi bakteríurnar sjálfar og sumpart deyfi eitur þeirra, eða, ef svo mætti að orði komast, að bakteríur og frumlur spýtist eitri á; gagneitur þetta geymist svo í blóðvatni dýrsins og verji það síðar fyrir sams konar bakteríum. A þessu byggjast blóðvatnslækningar, en frá þeim er nánar skýrt í i. árgangi EIMREIÐARINNAR, og er eigi ólíklegt að með þeim takist, þegar tímar líða, að verjast og lækna flesta eða alla bakteríusjúkdóma. Magnús Einarsson. Grímur Thomsen. Að því er mjer virðist, er það fyrst nú á hinum síðari árum, að augu manna hafa fullkomlega opnazt fyrir kveðskap Dr. Gríms Thomsens. Jónas náði fljótt rótfestu, þótt hann mætti mótspyrnu í fyrstu, og aðal- skáldin, sem rísa upp eptir hann, slá marga hina sömu strengi, hver auðvitað á sinn hátt: Jón Tbóroddsen, Gröndal, Steingrimur, Matthías o. fl. Grímur fer einn sinn veg. Hann fær líklega aldrei mjög fjöl- mennan hóp lesenda, en það er hinn mentaðri hluti þeirra manna, er kvæðum unna, sem skilur hann. Pó er ekkert af skáldum vorum ís- lenzkara en hann. Og satt er það, að ýms af kvæðum bans, svo sem »A Sprengisandh, njökulsá-á Sólheimasandi«-, »A fatur« o. fl., eru fyrir löngu orðin alþýðueign og eru í hvers manns munni.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.