Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Side 38

Eimreiðin - 01.05.1896, Side 38
118 III. Staðlaust og staðfast. Sem varrsími skríðanda viggjar á mar, Sem vindanna þytur og skýjanna far, Sem flöktandi ljósið, sem stormskekið strá, Svo staðlaust er það, sem að mest er treyst á. Sem geislandi sólin á himninum hlý I heiðríkju bæði og leynd bak við ský, Sem stjarnan á heimsskauta stöðvunum blá, Svo staðfast er það, sem að minnst er treyst á. Svo var það, svo er það, og ei fær það breytzt, Því eilífa er hafnað, en stundlegu treyst; Mót hjóminu Ijett vegin hugsjónin sjest Hjá hjegómans börnum, og þau eru flest. Að tigna það staðlausa, — hispur og hjóm, Það hjörtun æ gerir svo snauð og svo tóm; En eilífðar hugsjón, sem eygirðu í trú, Býr andanum fylling og sæll verður þú. Hið staðlausa flýðu og trúðu ei á tál, En tem þig við guðdómsins eilífðar mál Og treystu hið staðfasta stöðugur á, Sem styrkleikur enginn má taka þjer frá. Stgr. Th. Dyralækningar. I. Það er einkum á hinum síðari árum, að menn sjá æ betur og betur, að unnt er að varast fjölda sjúkdóma og að aðalhlutverk læknisfræðinnar sje því að kenna mönnum að varast þá, en lækn- ing þeirra skipar annað sæti; enda er mörg pestin svo bráð og illkynjuð, að hún eyðileggur gjörsamlega skepnuna, áður en hægt er við að ráða, og þótt eitthvert það meðal væri til, er bætt gæti,

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.