Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Síða 23

Eimreiðin - 01.05.1896, Síða 23
103 Þá var svo ástatt þar inni, að læknirinn sat undir henni og hún lagði handlegginn um hálsinn á honum. Hún spratt tafarlaust á fætur, þegar hún sá föður sinn, og stóð svo grafkyr á gólfinu, niðurlút og vandræðaleg. Læknirinn fann, að ekkert undanfæri var frá að heíja nú bónorðið við tengdaföður sinn fyrirhugaða. En það var ekkert árennilegt. Karlimr var heldur þungur á brúnina og varð fyrri til máls. »Þú munt hafa annað þarfara að gera, Margrjet litla,« sagði hann með allmiklum þjósti, »en að sinna verkum þínum. Það fer að verða nokkuð þreytandi, að þurfa að passa þig eins og krakka.« »Mjer er töluvert illt, pabbi,« sagði Margrjet. »Dóttir yðar er mikið lasin,« tók læknirinn nú til máls, »og það er hætt við, að einhverjir aðrir verði að gera hennar verk, að minnsta kosti í dag. Jeg ætlast til, að hún fari sem allra fyrst í rúmið.« »Svo þjer ætlizt til þess?« sagði Sigvaldi háðslega. »Yður finnst víst, þjer vera farinn að eiga töluvert yfir henni að segja. Það er nú samt ekki enn, karl minn, þó að yður þyki það kann- ske undarlegt.« »Já, sem læknir hennar ætti jeg að eiga það, meðan hún er veik. En auk þess kemur mjer hún meira við. Því að jeg ætla ekki að draga yður á þvi, að mjer leikur hugur á að eignast dóttur yðar. Og nú spyr jeg yður, hverju þjer munduð svara þeim málum.« »Hverju jeg mundi svara?« sagði Sigvaldi. »Einmitt það? Yður mun ekki renna grun í, hverju jeg mundi svara? Ekki skal standa á svarinu. Jeg þori að svara öðrum eins piltum, þó að þjer sjeuð lærður, karl minn. Jeg mundi svara: nei. Jeg mundi svara, að þjer getið látið dóttur mína í friði. Jeg mundi svara, að jeg þurfi ekki yðar lækninga við, hvorki handa mjer nje mín- um. Jeg mundi svara, að jeg hafi lengst af komizt af án yðar, og ætli mjer að reyna að halda þvi áfram hjer eptir. Jeg mundi svara, að þjer getið farið til fjandans, burt af mínu heimili, því að hingað hefðuð þjer aldrei átt að koma. Finnst yður svarið full- skilmerkilegt, karl minn?« Og svo rak Sigvaldi upp harðneskjulegan kuldahlátur, tók í handlegginn á dóttur sinni og rak hana á undan sjer inn i bæ.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.