Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Side 2

Eimreiðin - 01.05.1896, Side 2
82 orðið, lá stálgrá hjelubreiða yfir jörðinni, og hún varð ekki að vatni fyr en komið var fram undir dagmál. Dagarnir voru hreinir, hlýir og sólauðgir. En samt sem áður fjekk eltingin kolbrand af þessum næturkalsa, og vallgresið átti nóg með að geta haldið heils- unni. Um rjettaleytið spilltist veðrið til fulls og alls, svo að varla var hundi út sigandi dag eptir dag og viku eptir viku — sífelldar krapa-slettings-hríðar. Bleytan lá eins og límkennd skán utan á mönnum og skepnum, sem úti þurftu að vera, hlussaðist eins og hrákar á gluggarúðurnar og bæjaþilin, sat, með sinni alkunnu drottnunargirni, um hverja einustu smugu — og þær voru margar — seitlaði þar inn með hægð og í makindum, en með stökustu kostgæfni, lagði undir sig veggina eins og kóngsríki, og sendi svo herskara af votum, köldum ódaunsögnum inn í vitin og dapurleik inn í sálirnar, til þess að geta lagt mennina undir sig líka. Ekki var ljósið til að ónáða hana eða hepta sigurför hennar. Islendingar hafa langoptast byrgt það svo vel úti, sem þeir hafa treyst sjer til. Og það var gert jafn-rækilega á Hóli eins og annars staðar. Það var fremur leiðinlegt á Hóli. Ollum fannst það, en þó einkum Margrjeti, einkadóttur bóndans þar og jafnframt ráðskonu hans, því að hann var ekkjumaður — alveg ótrúlega leiðinlegt. Henni hafði aldrei þótt heimilið skemmtilegt, frá því að hún fyrst mundi eptir sjer, en þó aldrei jafn-leiðinlegt og nú. Hún hafði líka verið tvo undanfarna vetur á kvennaskólanum í Reykjavík, og henni hafði þótt skemmtilegt í höfuðstaðnum. Pví meira fann hún nú til þess, hve óyndislegt var heima hjá henni. Fyrst var nú bærinn sjáifur ekki sem bezt fallinn til að ljetta skapið: Stórar bæjardyr, niðurgrafnar, sífullar af skrani, og þangað rann bleytan af hlaðinu, einkum í leysingum, svo að allstórt stöðu- vatn var þar með köflum. Stofa og skáli, sitt til hvorrar handar, út úr bæjardyrunum og kolsvartir, stuttir gangar gegnum veggina inn í þau herbergi. Göngin löng og dimm. Búr og eldhús, sitt til hvorrar handar, út úr miðjum göngunum. Innst í þeirn her- bergi á báðar hliðar og upp úr innri endanum á þeim örmjór stigi upp í baðstofuna, lága og dimma. Eina herbergið i bænum, sem var viðunanlegt, var stofan, og svefnherbergi inn úr henni. En þar var naumast nokkurn tíma litið inn, nema þegar gestir voru komnir. Stofan var ekki fyrir heimafólk, ekki einu sinni fyrir heimasætuna.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.