Kirkjublaðið - 01.05.1897, Side 13

Kirkjublaðið - 01.05.1897, Side 13
77 Það eru margar villigötur í lögskýringum, en samt sem áður virðist mjer, að »svo hátt settur embættismað- ur« sem forstöðumaður prestaskólans, hafi tekið nokkuð djúpt 1 árinni um leiðbeiningu mína, sem er alveg sam- kvæm skýringum eigi að eins hinna beztu lögfræðinga í Danmörku, heldur og hins æðsta kirkjulega yfirvalds þar. Jeg hef eigi viljað fara fram á, að tekin yrði í »Kirkjublaðið« ritgjörð, þar sem skýrt væri, á hverju það byggist, að þessi skilningur á lögunum sje rjettur. En hvað sem líður skilningi einstakra manna á hjóna- bandstilskipuninni, þá virðist eigi eðlilegt, að yflrvöid beiti henni strangara hjer á voru strjálbyggða landi, held- ur en gjört er í [Damnörku, þar sem æðsta úrskurðar- vald í þessu efni er hjá ráðgjafa í Danmörku, og æðsta dómsvald er hjá hæstarjetti, sem einnig er í Danmörku. Akureyri 2. apríl 1897. Pdll Breim. Svar 1 næsta blaði. R. Orsakirnar til hnignandi altarisgöngu. Fremur fátt hefir Kbl. enn borizt um það efni, og skal að sinni að eins greint það sem 2 leikmenu hafa látið uppi við ritstjórann, annar norðlenzkur, hinn sunnlenzkur. Ummæli þessara manna eru hjer tilfærð óbreytt, þó að þau sjeu allberorð. Þingeyingurinn skrifar: «Ástæðan til hnignandi altarisgöngu er auðfundin. Alt- arisgöngur falla úr gildi fyrir þá sök, að neytendur kvöldmáltíðarinnar hafa misst trúna á nauðsyn og gildi hennar fyrir sáluhjálpina. En orsakirnar til þess, að alþýðan hefir misst þessa trú, er meðfram sú, að hún hefir sjeð útundan sjer, að sjálfir veitendur sakramentanna hafa ekki haft trú á nauðsyn þessarar athafnar, þar sem þeir hafa vanrækt

x

Kirkjublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.