Kirkjublaðið - 01.05.1897, Blaðsíða 4

Kirkjublaðið - 01.05.1897, Blaðsíða 4
68 að bera allar þær hörmungar, sem þá dundu yfir hana af náttúrunnar og manna völdum; því að þessi trú var allt annað en hjátrúin ramma, sem höf. er svo títt talað um, og henni jafnvel gagnstæð. Þá mundi hann og hafa nefnt ýmsa fleiri merka menn aldarinnar, sem hann ann- að hvort lætur lítt getið eða alls ekki. Þá mundi hann t. d. ekki hafa gengið fram hjá sjera Hallgrími Pjeturs- syni, sem þessi öld fóstraði, þeim manni, sem að líkind- um hefir verið fósturjörð sinni þarfari en nokkur annar íslendingur fyr eða síðar, með því að eitt ritverk hans hefir óefað haft betri og heillavænlegri áhrif á þjóðina en verk nokkurs annars Islendings; en hans er hjer að eins laus- lega minnzt til einhvers ómerkilegs. Þá mundi hann og hafa minnzt sjera Jóns Magnússonar í Laufási, sjera Stef- áns Olafssonar i Vallanesi o. fl., þótt ritstörf þeirra stæðu ekki í beinu sambandi við efnið í riti þessu. Það er sannast að segja, a.ð höf. fer ekki í mann- greinarálit, og hann deilir ljósi og skugga á allar stjettir, sem hann minnist á. Að því er klerkana snertir, þá fá þeir mest af hvorutveggja, sem bendir á það, að einna mest hafi að þeim kveðið, til hvers sem var. Flestir af fræðimönnum þeim, er hann nefnir, voru prestar, og eru þeir ekki allfáir. Hins vegar kveður og einna mest að þeim sem ofsafullum vandlætingamönnum í galdramálun- um o. s. c'rv. Við þetta er nú ekkert sjerlegt að athuga, því að það er eðlilegt, að þeir af klerkum, sem ringlaðir voru af galdratrúnni, fyndu það skyldu sína, að vanda stranglega um slíka hluti; og hafa þeir naumast meiri á- byrgð í þessu tilliti en aðrir hinna lærðu manna. En eitt er það sjerstaklega, sem þeir einir verða að bera ábirgð fyrir, og það eru binar hroðalegu vítislýsingar þeirra, sem í rauninni hafa ekki við neitt að styðjast. Þó er sök þeirra hjer varla eins mikil og hún kann að sýnast í fijótu bragði. Sem dæmi upp á trúarskoðanir klerk- anna í þessari grein hefir höf. tekið nokkur erindi úr vfsnabókinni gömlu og nokkur vers úr einum af hug- vekjusálmum sjera Sigurðar Jónssonar í Presthólum. Margt í sálmum þessum er mjög gott 1 sinni röð og hverri öld samboðið að efni til, en hins vegar eru þar

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.