Kirkjublaðið - 01.05.1897, Blaðsíða 6

Kirkjublaðið - 01.05.1897, Blaðsíða 6
70 eptir því sem ráða má af Eddu, að Einherjar í Valhöll sætu að víndrykkju og kjötkrásum; og er ekki óhugs- andi, að eitthvað hafi eimt eptir af þessari trú fram á miðaldir eða jafnvel fram á 17. öld; en líklegt er það ekki. Að því er snertir versið úr sálminum: »Eilíft líf- ið er æskilegt«, þar sem svo segir: »Útvöldum Guðs svo gleðjist geð, gestaboð mun tilreitt; klára vín, feiti, merg- ur með mun þar til rjetta veitt«, — sem svo margir hafa hneykslast á, þá stendur að minnsta kosti allt öðru vísi á því, og má hver sem vill vera svo trúgjarn, að trúa því, að höf. hafi ætlast til að þetta væri skilið bókstaf- lega. Oneitanlega er vers þetta ekki sem smekklegast orðað; en líkingin er ekki smíði 17. aldarinnar, held- ur er hún beint tekin eptir spádómsbók Esajasar, sem aldrei hefir þótt neitt hrákasmiði. Þar segir svo: »Drott- inn allsherjar mun uppi á þessu fjalli halda öllum þjóðum veizlu af feitum krásum, veizlu af kláru víni, af mergj- arfeiti og af síuðu dreggjavíni« (Esaj. 25, 6.). En þó að það sje óneitanlegt, að ýmsir sjervitrir gáfumenn og fróðleiksmenn 17. aldarinnar hafi verið næsta hjátrúarfnllir, þá mun það þó hafa verið þá eins og endrarnær, að beztu og vitrustu mennirnir hafi. sizt legið undir fargi hjátrúarinnar, enda þó að þeir sem börn sinnar aldar ekki hafi verið lausir við að vera snortnir af henni. Einhver af mestu gáfumönnum hjer a landi á þeirri öld hefir sjera Hallgrímur Pjetursson auðvitað ver- ið, enda ber í ritum hans mjög lítið á hjátrú, svo fram- arlega sem menn ekki vilja kalla kristna trú hjátrú. Laus við hjátrú hefir hann ekki verið, sem eðlilegt er, en tiltölulega gætir þess mjög lítið. Þegar húsin brunnu hjá honum i Saurbæ 1662. var það af sumum óvitrum mönnum kennt gjörningum; en að hann hafi verið á ann ari skoðun sjest á því, sem hann segir i »Hugbót«: »Tók ei djöfull nje töfrafull tilviljun burt eign mína; sá, sem það gaf, svipti því af« o. s. frv. Aptur á móti er það eðlilegt, að alþýða manna, sem á þeim timum opt var næsta fáfróð, hafi fremur látið blekkjast af hindurvitnum aldarinnar; en alþýðan sýndi þó þá sem optar, að hún kann að greina »matinn frá moðinu«, opt ekki síður en

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.