Kirkjublaðið - 01.05.1897, Blaðsíða 11

Kirkjublaðið - 01.05.1897, Blaðsíða 11
75 ina, sem allar gjöra kirkjuna tignarlega. Öll er kirkjan snilldarlega máluð að innan og töluvert skreytt með fall- egum »gesimsum« o. fl. Hún er öll járnklædd yzt, þar næst með 1 þumlungs þykkum borðum, en þynnri borð- um innan á grindinni og innnst með panelpappír, en þakið liggur einungis á langböndum hjer um bil 21/* al. fyrir ofan og utan hvelfinguna. 16 járngluggar jafnstór- ir eru á hliðunum og 4 nokkuð stærri, eða 1 á hverju sniði, og 3 framan á awdbturninum; allir eru þeir með grænu gleri; hvassbogamyndaðir og rautt gler í bogun- um; allar dyr og hvelfingar eru líka hvassbogatnyndaðar eins og gluggarnir. í framkirkjunni á sniðhornunum undir stigunum er afliýsi sitt hvoru megin; hentugt fyrir prest að bíða þar hringingar. Grunnurinv er 4 feta hár með 2 þrepum, 9 þuml. háum og eins breiðum hvort upp af öðru út frá honum, á 7 feta breiðri stjett allt í kring um kirkjuna. Kirkjan er nú nýog fögur á að líta einkum að inn- an, en efnaskortur heflr orðið að ráða því að sumt er ekki upp á það ríkmannlegasta, eða fullkomnasta, en það verður nú tíminn að gefa til kynna, hvernig smíðið og þetta byggingarform reynist í úthaldinu. Eptir nákvæm- um reikningi kostar kirkjan nú (i árslok 1896) 9920 kr., hvar af hún er sjálf i 4000 kr. skuld við kirkjusjóðinn, sem er ærið nóg fyrir bana að endurborga á 20 árum, en sóknarmenn hennar vegna í 1000 króna skuld við iandsbankann, sem þeim ríður á að borga sem fyrst. H. j. Lýsingar. Þjer hafið, herra ritstjóri, fundið ástæðu til að mót- mæla þvi, »að prestur megi, ef eigi er messað, af því of- fátt fólk kemur til kirkju, lýsa til hjónabands á þeim tima, er messa skal*, með þeim ummælum, að þetta sje »villandi«, »þýðingarlaust að lögum, auk þess sem það er hjegómlegt«, og þetta komi »vafalaust í hreinan bágavið löggjöfina«. Eins og yður mun kunnugt, er hjónabandstilskipun-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.