Kirkjublaðið - 01.05.1897, Blaðsíða 14

Kirkjublaðið - 01.05.1897, Blaðsíða 14
78 sjálfir að neyta henuar árum saman og sumir jafnvel svo tugum ára skiptir. Það er lakur kaupmaður sem lastar sina eigin vöru«. í þessu kuldalega svari eru tvö mjög athugaverð at- riði. Aðalorsökin á að vera sú, að allur þorri manna hafl misst trúna á gildi altarissakramentisins. Sem betur fer mun hjer töluvert orðum aukið, en fyrir hvern prest í sínum sjerlega verkahring er það alvarlegt íhugunarefni, hvað lítið eða mikið er satt í þessum áburði á hinn ís- lenzka söfnuð, o g þá um leið, ef eitthvað reynist satt í þvi, að leggja sig allan fram opinberlega og einslega að vekja þörfina til nautnar sakramentisins og glæða kær- leikann til þess. Hitt atriðið er lítilsvirðing sjálfra prest- anna á sakramenntinu, sje það satt, að til sjeu einhverj- ir prestar á landi hjer, sem »árum saraan hafi vanrækt að neyta kvöldmáltíðarinnar«. Slfkt væri ofurskiljanleg or- sök til hnignandi altarisgöngu í þeim söfnuði, þar sem prestur gæfi það dæmi, og enda lengra út frá sjer. Dæm- in munu eflaust fá, og sjerlegar kringumstæður geta enda komið til tálmunar ár og ár, en mjög athugavert er þetta og ekki rjett að ganga þegjandi fram hjá þvi. Árnesingurinn skrifar: »Spurningunni um það, hvers vegna altarisgöngunni hnignar, treysti jeg mjer ekki nú til að svara frá »almennu sjónarmiði«. Til þess er jeg offáum kunnur hvað það snertir. Þó hafa nokkrir átt tal við mig um það. Hafa sumir sagt, að þeir þyldu ekki að heyra ó- sannindi borin fram sem heilagan sannleika, og Jesú Kristi eignað að hafa skipað slíkt. Þeim hefi jeg bent á tízku Austurlanda, að viðhafa óeiginleg orð, og þyki há- tíðlegra einnig að halda þeim hjer. Aðrir hafa sagt, að sjer væri ómögulegt að trúa þvi sem kirkjan kennir um yfirnáttúrlegan krapt kvöldmáltíðarinnar, væri því hræsni ef þeir gengu til altaris. Þeim hefi jeg ráðlagt að vera þó til altaris með þeim hug að taka þátt i sam- eiginlegri viðleitni safnaðarins að styrkja hjá sjer grund- völl kristindómsins: kærleikssambandið við Guð og menn. Allir hafa þessir menn verið skynsamir, og að jeg ætla trúhneigðir og samvizkusamir. Grunar mig að slíkar

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.