Kirkjublaðið - 01.05.1897, Blaðsíða 2

Kirkjublaðið - 01.05.1897, Blaðsíða 2
66 hann oss mundi spyrja þá: »Hví svo orðlaus ertu, maður, er þjer biðja liggur á?« V. B. Sautjánda öldin. Dr. Þorvaldur Thoroddsen hefir í landfræðissögu sinni ritað mikið um ástand og aldarbrag hjer á landi á 17. öld, jafnvel meira en menn höfðu getað búizt við 1 landfræðissögu. Sjerstaklega er þar rækilega ritað um allskonar hindurvitni og galdratrú, kúgun og ofsóknir og ýmsan annan ófögnuð, er þá gekk hjer yfir. Um allt þetta er ritað af miklum lærdómi og hefir höfundinum tekizt að fara svo með þetta óskemmtilega efni, að það er jafnvel skemmtilegt að lesa um það, svo er frásögnin ljós og lifleg. En þó að lýsingar böfundarins á aldar- bragnum sjeu í sjálfu sjer mjög merkilegar og vel samd- ar, er ekki laust við, að þær geti gefið tilefni til nokkurs misskilnings, — misskilnings, sem hinn mikilsvirti höt- undur er auðvitað sjálfur alveg laus við. Þegar menn virða fyrir sjer hinar dökku myndir, er höfundurinn dregur upp af ýmsu ástandi og aldar- brag 17. aldarinnar, geta menn fengið enn lakari hug- mynd um öld þessa en hún á skilið, ekki af þvi, að hjer sje neitt ýkt eða rangfært, heldur af því, að hjerertæp- lega sýnd nema önnur hliðin, eða varla þó nema lítið brot af lifnaðarhætti manna á þeim tímum, og það hið allra svartasta. En þetta kemur auðvitað af því, að böf- undinum hefir þótt þetta einkennilegast og mest varðandi efni það, sem hann aðallega er um að rita; og skal jeg ekki leyfa mjer að efast um að svo sje. En þeir, sem ekki hafa þetta beinlinis fyrir augum, geta auðveldlega skilið það svo, að hjer sje verið að lýsa öldinni yfirleitt; svona hafi hún verið og ekki öðruvlsi; allt hafi þá verið kúgun og kvöl, myrkur og dauði ög legið undir ofur- fargi hjátrúar og galdra. En ekki þarf þó nema tiltölu- lega litla þekkingu og dálitla athugua til þess að sjá, að

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.